Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Frænka Halldóru fékk ekki að nota kannabis í dauðastríðinu: „Bara ótrúlega ljót framkoma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hampfélagið stendur á bakvið HAMPKASTIÐ sem eru umræðuþættir í hljóði og mynd og fjalla að sjálfsögðu um HAMP. Þáttastjórnendur eru stjórnarmenn Hampfélagsins Sigurður Hólmar og Þórunn Þórs. Gunnar Dan Wiium sér um úrvinnslu og fréttarskrif og Sigfús Óttarsson um tæknimál. Gestir þáttarins verða bæði íslenskir og erlendir sérfræðingar á sínu sviði um nýtingu hamps. 

Nýjasti gestur Hampkastsins er þingkona Pírata, Halldóra Mogensen. Halldóra er mikil baráttumanneskja fyrir hampinn enda mikil náttúrumanneskja. Móðir hennar starfar sem grasalæknir og nálastungusérfræðingur og því má segja að Halldóra alist upp við óhefðbundnar og náttúrlegar lækningar frá blautu barnsbeini. Þar að auki ólst hún upp í sveitum Bretlands og segir að þar hafi þótt eðlilegt að fólk reykti Kannabis. Hún segir að þar hafi kannabis ekki verið eins mikið tabú og hún upplifði svo á Íslandi.

Halldóra í Alþingishúsinu.
Ljósmynd: Aðsend

Fékk ekki að lina sársaukann

Frænka Halldóru greindist með krabbamein sem svo dró hana síðar til dauða en hún notaði einmitt kannabis til að lina kvalir sínar á meðan á meðferð stóð. Hún notaði olíu sem hjálpaði henni gríðarlega en lögreglan tók af henni olíuna og segir Halldóra að henni hafi fundist það svo gríðarlega ljótt að upplifa að eitthvað sem var að auka lífsgæði frænku sinnar á erfiðum tímum, væri svo bara tekið af henni í nafni ómanneskjulegs regluverks.

„Þessi jurt hjálpaði henni mjög mikið. Hún var með olíu. En auðvitað var þetta alveg kolólöglegt hér heima og erfitt fyrir hana að fá þetta og annað. En þetta aðstoðaði hana alveg gríðarlega að líða betur. Lífsgæðin hennar voru að aukast. Þetta aðstoðaði hana við að líða betur á meðan á erfiðasta tímanum stóð. En svo fékk hún þetta ekki, lögreglan tók þetta af henni og annað og mér fannst þetta vera svo gríðarlega ljótt. Að koma fram við manneskju sem er að berjast fyrir lífi sínu, þú ert að að reyna að auka lífsgæðin þín og hvað, þú mátt ekki nota það meðal sem aðstoðar þig að líða betur í veikindunum þínum. Á sama tíma er ekkert sem læknar geta boðið henni sem er að aðstoða hana á þann hátt sem hún er að sækjast eftir. Þannig að mig langaði til að leggja fram mál til að leiðrétta þetta því mér fannst þetta bara ótrúlega ljót framkoma og ég veit að það er mikið af fólki hér á Íslandi sem að sækist í þetta til að aðstoða þau í þeirra veikindum út af því að þetta er að bjóða upp á eitthvað sem hefðbundin lyf geta ekki boðið.“

Að verða vitni að þessu óréttlæti sem frænka hennar varð fyrir gerði það að verkum að Halldóra ákvað að gera allt sem hún gæti til að leggja sitt á vogaskálarnar í baráttunni við að lögleiða kannabis.

- Auglýsing -

Kerfið innra með okkur

„Þetta er partur af því hver við erum, þetta allt í kringum okkur, inn í líkamanum okkar, í heilanum okkar og í raun bara ótrúlegt að segja að þessi planta sem er búið að rannsaka svona mikið sé bara ólögleg og að við megum ekki hafa aðgang að henni,“ segir Halldóra og er þá að vísa í ECS kerfið sem stendur fyrir Endocannabinoid system. 

Kerfið sem um ræðir eru móttakarar sem taka við kannabínóðunum og eru í öllum aðal líffærum okkar og hafa stjórn á ýmissi starfsemi í mannslíkamanum. Starfsemi á borð við  svefn, lund, matarlyst og meltingu, minni, bólgumyndun, húðvandamál, endurheimt og frjósemi. 

- Auglýsing -

Kerfið var uppgötvað af tékkneskum vísindamanni árið 1992 í Ísrael og við þessa uppgötvun komust vísindamenn að því að líkaminn framleiðir sína eigin kannabínóða í margvíslegum tilgangi sem kerfið, ECS er hannað til að taka á móti. 

Sigurður bætir svo við að rannsóknir sýna að líkaminn leitast eftir að halda kannabínóðum eins lengi og hægt er eftir inntöku ólíkt öðrum efnum eins og alkahól og önnur kemísk efni sem líkaminn upplifir sem eitur og reynir að fyrir vikið að losa sig við eitrið á eins skömmum tíma og unnt er.

Fordómar sögunnar

Halldóra talar um fordóma og segir að er maður fer að skoða sögu fíknistríðsins þá sé það augljóst að það á klárlega sínar rætur að rekja í rasisma. Það voru sett lög í þeim tilgangi að hafa stjórn á minnihlutahópum sem stjórnvöldum fannst vera til trafala. Allt á þetta rækjur sínar að rekja til Bandaríkjanna þar sem þangað komu innflytjendur en það var þá tekið upp á því að banna þau vímuefni sem þessir hópar voru að nota. Þessir fordómar beindust mest að Mexíkóum og má segja að orðið marijuana hafi fengið byr undir vængi í samhengi við samheitið latur Mexíkói. Bannstefnan smitaðist svo í iðnaðinn og hagsmunaaðilar í pappírsiðnaði og bindindispostular settu af stað hreyfingu sem svo átti eftir að vinda upp á sig gera hampinn ólöglegan. 

Stáliðnaður, textíl, plast og pappír komu sterkt inn í báráttuna sem sterkir hagsmunaraðilar á móti allri hamprækt. Í áratugi hefur hampurinn og hans óendanlegu möguleikar einfaldlega legið nánast í dvala sökum áróðurherferðar hins kapítalíska iðnaðar.

Saga hampsins á Íslandi

Sigurður þáttastjórnandi fer í viðtalinu aðeins yfir sögu hampsins á Ísland sem er í raun mjög áhugaverð er skoðuð. Til eru gögn um að landnámsmenn hafi flutt með sér hampfræ til Íslands og hafa hampfræ fundist í vikningargröfum svo eitthvað sé nefnt. Hampur var ræktaður mikið á Íslandi hér á öldum áður og meðal annars við Bessastaði. Fyrstu skráðu heimildirnar um ræktun hamps var hann Vísi-Gísli sem sendi syni sínum árið 1670 bréf þar sem hann er lýsa tilraunum sínum á ræktun innfluttra plantna og hampur var þar á meðal. Sigurður segir einnig frá Skúla Magnússyni fógeta sem skrifar um hampræktun á átjándu öld sem hafi tekist mjög vel. Árið 1969 gera stjórnvöld bændum ómögulegt að kaupa fræ með þeirri aðferðafræði að til þess að kaupa fræin þurftir þú að hafa sérstakt leyfi sem svo ekki veitt. Þessi ofbeldisfulla kúgun og bæling hélst í rúma þrjá áratugi en upp úr 2000 fóru Íslendingar að grúska aftur í hampræktun.

Lögleiðing stendur í stað

Á síðustu árum er margt búið að breytast og í raun sé staðan sú að ræktun á iðnaðarhampi er lögleg en Ísland er að bíða eftir ákvörðun frá ES varðandi það hvort leyfa megi CBD sem fæðubótaefni. Halldóra og Sigurður finnst það báðum skrítið þar sem við séum ekki í Evrópusambandinu og gætum búið til okkar eigin löggjöf og staðla í þessum efnum. Ef við horfum til Evrópu sjáum við í málum sem snúa að krabbameinsmeðferðum hjá þjóðum eins og Þýskalandi þar sem krabbameinssjúklingum er ávísað kannabis samhliða hefðbundnum krabbameinsmeðferðum með mjög góðum árangri. Þar að auki er staðan þannig í Þýskalandi að ákvörðun um fulla lögleiðingu hampsins hefur verið tekin og mun sú breyting ganga í gegn á næsta ári sem þykir stórt skref og lýsandi fyrir möguleika Íslands hvað varðar frumkvæði í málum sem snúa að almennri líðheilsu, umhverfismálum og framleiðslu af náttúrlegu hráefni í iðnað.

Halldóra sátt við uppskeruna.
Ljósmynd: Aðsend

Hallóra fór yfir það hvaða þingsályktunartillögur hafa verið lagðar fram varðandi hampinn en hún hefur lagt fram tvær þingsályktanir, aðra um lyfjahamp sem var kæfð í fæðingu og svo hina varðandi CBD sem varð til þess að málefni hampsins voru færð frá Heilbrigðisráðuneyti yfir í Matvælaráðuneyti sem sem lögleiðing CBD stendur föst en Svandís Svavarsdóttir ráðherra hefur tekið afstöðu gegn CBD og því hreyfist málið ekki. 

Ásmundur Friðriksson lagði svo fram þingslályktun varðandi lyfjahamp sem hefur einnig ekki fengið framgang í velferðarnefnd.

Vill opið samtal við heilbrigðisstarfsfólk

Halldóra segist finna fyrir miklum fordómum og þekkingarleysi í kringum sig hvað varðar kannabis. Hún segir skort á þekkingu ekki aðeins einkenna ráðherra og aðra alþingismenn heldur líka virðist hún einnig vera einkennandi meðal heilbrigðisfólks. Hún segir mikla þörf vera fyrir faglega nálgun læknastéttarinnar í málum sem snúa að eiginleikum kannabis í meðferðum við hinum ýmsu kvillum. Þessi skortur á fagfólki í umræðunni gerir það á verkum að henni finnst baráttan standa svolítið í stað og henni finnst erfitt að standa í rökræðum við heila læknastétt sem byggja mál sitt á því að lítið sé búið að rannsaka plöntuna sem Halldóra veit að sé alls ekki rétt þótt svo að hún sé ekki manneskjan sem búi yfir þeirri faglegu þekkingu sem til þarf til þess að rökræða við heilbrigðisstarfsfólk. 

Halldóra óskar eftir heilbrigðisstarfsfólki sem hafa áhuga á að koma að máli við hana og taka opið spjall um gagnsemi kannabis til þess að opna fyrir umræðuna og koma henni á hærra stig. 

Þetta upplýsandi viðtal má sjá á spilaranum hér fyrir neðan auk þess sem það finnst á öllum helstu streymisveitum. Þá má einnig benda á að auðvelt er að skrá sig í Hampfélagið á hampfelagid.is og fá þar reglulegar tilkynningar um það sem er að gerast í hampbransanum á Íslandi.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -