Guðni ræðir við Georg hjá Flúðasveppum: ,,Í upphafi þóttu 500 kíló vikulega offramleiðsla“

top augl

Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa og garðyrkjustöðvarinnar Jöfra, var viðmælandi Guðna Ágústssonar í þættinum Landbúnaðarráðherra Mannlífs. Georg er upprunninn í Rangárvallasýslu og sleit barnsskónum á Hvolsvelli. Hann þótti ofvirkur sem barn en sá agi og sú festa sem hann lærði í héraðsskólanum var honum dýrmætt veganesti.

„Maður er að heyra sögur af illri meðferð á börnum og ungmennum í menntastofnunum en þarna var farið vel með okkur þó við hefðum kannski ekki nema eitt frí frá hausti og fram til jóla. Það voru auðvitað prakkarastrik og stríðni; einelti var kallað stríðni í þá daga. Ef maður svo lenti í einhverju þá fór maður bara út á fótboltavöll og fékk sína útrás þar.“

14-15 ára útskrifaðist hann svo og hélt til náms við Kennaraskóla Íslands, vhaðan hann útskrifaðist, en lauk svo námi við Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni. Hann var ráðinn á staðnum sem íþróttakennari á Hellu og fékk starfið á kennararáðstefnu skömmu eftir að hann útskrifaðist. Hann hitti þar fyrir Bjarna Ansnes skólastjóra, spurði hann hvort hann gæti fengið starf hjá honum og var það fest með handabandi. Hann kenndi þar í ein 17 eða 18 ár.

Skömmu eftir að hann hóf sinn kennsluferil á Flúðum fékk hann áhuga á landbúnaði en þá helst garðyrkju. Hann stofnaði garðyrkjustöðina Jöfra og hafði það sem sumarstarf í fyrstu.

Árið 2004 keypti Georg svo Flúðasveppi af Ragnari Kristni Kristjánssyni sem hafði stofnað félagið árið 1984. Hann hafði strax frá upphafi aðstoðað Ragnar t.d. með því að leggja til vélar og snemma tókst upp vinskapur þeirra á milli.

Sveppaframleiðslan hefur vaxið gríðarlega frá því að Georg tók við rekstrinum en í upphafi framleiddi hann á milli 300 og 500 kíló vikulega. Ef framleiðslan fór mikið yfir 400 kíló átti hann orðið í vandræðum með að selja alla framleiðsluna. Til samanburðar framleiðir hann 11 tonn vikulega sem öll seljast upp.

Framleiðslan er vandasamt verk sem felur í sér að molta strandreyr, hálm, kalk og skít en Strandreyrinn og hálmurinn eru afurðir sem Georg framleiðir sjálfur. Kalkið fæst úr íslenskum skeljasandi en skítinn fær hann að mestu úr Rangárvallasýslunni.

Gróin eru það eina sem þarf að flytja inn þar sem aðeins fáir aðilar á heimsvísu hafa þau alþjólegu leyfi ti að rækta þau. Gæta þarf þess að þau berist ekki út í andrúmsloftið og því fylgja ræktuninni strangar reglur.

Alls starfa um 50 manns hjá Flúðasveppum en alls búa 800 manns á svæðinu sem er svipað hlutfall íbúa Höfuðborgarsvæðisins sem starfa hjá Landspítalanum.

„Mín skoðun er sú að við íslendingar ættum að framleiða og rækta allt sem við getum sjálf því það er gríðarlegur styrkur fyrir land og þjóð. Það sýnir sig að ef það verður skortur á vörum eða efni erlendis getur farið svo að við fáum ekki vöruna. Ég tel að hér á landi séu fjölmörg sóknarfæri til að verða sjálfbærari en við erum í dag.“

Sjá Landbúnaðarráðherra Mannlífs hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni