Greta Salóme komin heim í bili – Lykillinn að því að fljúga á sviði: „Ekki deyja!”

top augl

Greta Salóme Stefánsdóttir er komin heim í bili eftir að hafa starfað sem tónlistarmaður um borð í einu skemmtiferðaskipa Disney. Hún lék þó ekki Disney prinsessur í sýningum sínum heldur kom hún fram undir eigin nafni, flutti sitt eigið efni í bland við Disney lög í eigin útsetningum.

Í viðtalinu sem hún átti við Hildi Maríu Sævarsdóttur, sem sjá má í spilaranum hér að ofan, deilir hún því að samningurinn við Disney hefði verið henni mikil lífsreynsla. Hún segir meðal annars sögu af því þegar ákveðið var að hún skyldi fljúga um sviðið í þar til gerðu beisli. Hún þurfti að fá vottun frá fyrirtæki sem sér um öryggismál fyrir Disney og því manni flogið frá Höfðaborg í Suður-Afríku og til hennar á skipið í Karabíska hafið. Eftir pappírsvinnuna voru skilaboðin einföld: „Ekki deyja!“

Framundan er svo tónleikasýningin The Greatest Showman í Háskólabíói í lok september þar sem hún bæði leikstýrir og syngur en með henni stíga á svið Björgvin Franz, Svala Björgvins, Magni Ásgeirsson og Króli auk kórs Lindakirkju. Þegar er uppselt á sýninguna og því var bætt við aukasýningu.

Hún er líka að leikstýra tónleikasýningunni Grease sem flutt verður í Laugardalshöll í lok október þar sem Jóhanna Guðrún fer með hlutverk Sandy en nýr leikari mun taka að sér hlutverk Danny Zuko en hver það verður kemur í ljós á næstu vikum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni