Guðmundur finnur týndu börnin okkar: „Þá var því spáð að ég myndi ekki endast árið“

top augl

Nýjasti gestur bræðranna Gunnars og Davíðs Wiium í hlaðvarpinu Þvottahúsið er enginn annar en Guðmundur Fylkisson lögreglumaður til margra ára og aðal­varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborg­ar­svæðinu. Eitt af meiginverkefnum Guðmundar er að sinna leit að einstaklingum, einna helst ungmennum.

Í gegnum árin hefur Guðmundur einnig sinnt samningaviðræðum fyrir hönd sérsveitarinnar, til dæmis þegar einstaklingar eru í sjálfsvígshugleiðingum. En síðustu átta ár hefur hefur hann sinnt málaflokki sem snýr að börnum og ungmennum í stroki. Verkefnið sem hófst sem eins árs tilraunaverkefni í nóvember 2014 er nú orðið fast verkefni, þar sem hann sinnir einn leitinni, en hefur sér til aðstoðar lögregluna í heild sinni.

Guðmundur sinnir löggæslu innan fjarskipta lögreglunar ásamt samningaviðræðum fyrir hönd sérsveitarinnar þar til árið 2014 en þá er hann beðinn um að taka að sér þetta tilraunaverkefni til eins árs sem snýr að málaflokk ungmenna og þá að úræðum lögreglu hvað varðar ungmenni í stroki. Ramma það inn og gera viðbragðtímann fljótari og ferlið skilvirkara. Beiðni kemur frá barnavernd til lögreglu um barn í stroki og það ferli gat tekið upp undir þrjá sólarhringa í verstu tilfellum. Á þessum tíma sem Guðmundur hefur starfað að þessum málaflokk hefur hann náð þessu niður í einhverjar mínutur.

Lýgur ekki að krökkunum

Hann sinnir starfi sínu sem sagt í nánum tengslum við bæði foreldra og barnavernd.

Gunnar spyr hann hvert kynjahlutfall þessara ungmenna sé og hann segir að það sé nokkuð jafnt. Hvað varðar fjölda ungmenna segir Guðmundur að á þessum átta árum hafi hann leitað að um að bil 390 börnum og í um helmingi skipta sé um einangruð tilfelli að ræða á meðan hinn helmingurinn komi oftar fyrir og sum þeirra hafi hann þurft að leita af ítrekað. 

Gunnar spyr Guðmund hvernig hann nái að finna þau, mynda þessi tengsl sem virðast vera milli hans og þessara einstaklinga.

„Já, ég ákvað að ég myndi aldrei ljúga að þeim, ég get ekki platað þau, ég tek ekki þátt í því. Foreldrar hafa viljað plata þau heim,“ segir Guðmundur og segir að stundum sé búið að ákveða að senda einstaklingana á Stuðla til dæmis en foreldrarnir vilji plata þau heim og kalla svo til lögreglu. „Nei, ég er ekki þar. Þó ég viti að það mun taka einn til tvo daga í viðbót í leit þá segi ég já ef krakkinn spyr hvort hann eigi að fara á Stuðla. Þannig að ég kem hreint fram við þau og svo reyni ég líka að haga mér svolítið eins og unglingur á vissan hátt. Það eru ekki allir foreldrar sáttir við þetta en hinsvegar hefur þetta gengið vel og það hefur náðst árangur.“

Stelpur fá hjálp frá eldri strákum

Hann seg­ir að hægt sé að skipta börn­un­um í fjóra hópa: börn sem eru í neyslu, börn sem glíma við and­leg veik­indi, óþekku krakk­arn­ir en það eru sjálf­stæðu krakk­arn­ir sem oft eru á und­an jafn­öldr­um sín­um í þroska. Þau eru ekki kom­in í neyslu en hætt­an svo sann­ar­lega fyr­ir hendi því þau tengj­ast oft eldri krökk­um. Síðan er það fjórði hóp­ur­inn, börn sem eru að flýja heim­ilisaðstæður. Heimilisaðstæður getað einkennst af mikilli vanrækslu sem stafar af andlegum veikindum foreldra, fíknivanda foreldra og ofbeldi frá þeirra hálfu, líkamlegu, kynferðislegu og andlegu. Hann nefnir dæmi þar sem 14 ára stúlka hafði verið fjarverandi í tvær vikur af heimilinu áður en málið rataði til lögreglu, nánast algjört afskiptaleysi. „Það var krakki á grunnskólaaldri sem hafði ekki komið heim í hálfan mánuð áður en leitarbeiðni barst. Ég fann hana á einum eða tveimur dögum. Hún var 14 ára.“

Áður en að Guðmundur tók að sér þetta verkefni voru stelpur að fá hjálp við strok frá eldri drengjum á aldrinum 18-25 ára þar til að Guðmundur fór að heimsækja þessa stráka og kom þeim í skilning um að þessu fylgja afleiðingar, þar á meðal afskipti lögreglunnar. „Þetta voru drengir sem höfðu verið á sama stað, högðu kannski byrjað í kannabisneyslu 12, 13 ára og þroski þeirra nánast stoppar. Og kærusturnar þeirra voru alltaf 14 ára. Þeir eltust alltaf um ár en kærusturnar voru alltaf 14 ára.“

Guðmundur segir að þessi „hjálp“ hafi svo með árunum snarminnkað því það sem þessir einstaklingar eru ekki að sækjast eftir eru afskipti lögreglu með tilheyrandi truflunum á allt annað sem þeir eru að bralla.

Andleg veikindi meiri hjá krökkum

Að sögn Guðmundar er neyslan að minnka meðal ungmenna en segist sjá mikla aukningu á ungmennum í andlegum veikindum. Þá sé oft á tíðum um að ræða alls konar greiningar eins og einhverfa sem getur verið erfitt að glíma við og segir hann að þessi aukning kalli mögulega á aukna þjálfun þeirra sem starfa að þessum málflokki.

Talið barst að barnavernd og neikvæðnar umfjöllunar í fjölmiðlum sem þau þurfa oft að sitja undir. Guðmundur segir að starf barnaverndar feli oft í sér eins persónulegt inngrip og hugsast getur. Nefnir hann sem dæmi að barn er kannski tekið af einhverjum í neyslu sem nær svo að verða edrú. Sá hinn sami er svo hneykslaður á því að fá ekki barnið sitt strax úr umsjá barnaverndaryfirvalda og á kannski erfitt með að vera samvinnuþýður og fara í vinnuna sem barnavernd bíður upp á. Svo fellur viðkomandi kannski eftir 6 mánuði og allt fer í sama horf með tilheyrandi róti.

Guðmundur segir að barnaverndaryfirvöld og stofnanir sem slíkar eiga oft erfitt með að verjast ummælum sem hafa verið viðhöfð um þau, nema með mjög formlegum hætti og því getur þögnin túlkast sem einskonar staðfesting á gagnrýninni því henni er kannski ekki svarað opinberlega.

Mesta peppið

Fyrir tveimur árum hlaut Guðmundur viður­kenn­ingu Barna­heilla – Save the Children, fyr­ir störf sín í þágu barna og ung­menna í vanda. Gunnar spurði Guðmund hvaða þýðingu það hafði haft fyrir hann persónulega að fá þessa viðurkenningu, viðurkenningu fyrir starf sem byrjaði sem árs tilraunaverkefni árið 2014 og er en í gangi átta árum seinna? „Þetta er klappið á bakið og mesta peppið. Þegar ég byrjaði fór ég hring á allar barnaverndirnar og kynnti mig og hvað við værum að hugsa og það var alltaf horft á mig og spurt „Og hvað eruð þið mörg?“. Ég sagði „Ég er einn“. Og þá var því spáð að ég myndi ekki endast árið. Átta árum seinna i´ve proofen them wrong,“ sletti Guðmundur að gamni sínu. Hann sagðist oft líða kjánalega  að vera settur í kastljósið fyrir þesssa vinnu og segir að mesta peppið vera frá þeim viðbrögðum sem hann fær frá börnum og foreldrum.

Gunnar spyr út í markmið og samtekt á þessu átta ára verkefni og hvort að hann hafi einhverja framtíðarsýn varðandi það. Guðmundur segir að fljótlega þurfi hann að þjálfa einhvern yngri mann sem gæti tekið við þessari vinnu og þannig fleytt reynslunni áfram. Þá segist hann hafa það markmið einnig að þegar hann er orðin 65 ára ætli hann að koma upp lögreglusafni, hann er búinn að sanka að sér allskonar gömlum lögreglumunum, bílum og mótorhjólum meðal annars. Markmiðið nú sé að finna fjármagn og húsnæði til að safna þessu saman á einn stað svo að gestir og gangandi getið notið góðs af.

Viðtalið má sjá og heyra í heild sinni hér á spilaranum fyrir neðan en einnig má finna Þvottahúsið á öllum helstu streymisveitum eins og Spotify svo eitthvað sé nefnt.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni