Guðmundur í Kjötmarkaðnum: ,,Við eigum að framleiða helling af öndum“

top augl

Guðmundur Gíslason matreiðslumaður og eigandi Kjötmarkaðsins á Smiðjuvegi er gestur Guðna Ágústssonar að þessu sinni.

Guðmundur fullyrðir að Íslendingar eigi að stórefla matvælaframleiðslu. „Við eigum að stórefla matvælaframleiðslu á Íslandi á öllum sviðum. Það eru ekki til dæmis framleiddar endur á Íslandi; það er til dæmis einn af mínum uppáhalds mat. Við eigum að framleiða helling af öndum. Og allt sem heitir kornrækt, árið í fyrra var met ár í kornrækt. Við þurfum að stórauka kornrækt. Svín og kjúklingar, endur og kalkúnar fyrir utan að það er hægt að nota þetta til manneldis. Allt grænmeti, sérstaklega útigrænmeti. Þar sem ég versla núna þar er varla boðlegt úrvalið af gulrótum. Þær líta bara illa út og það sem er innflutt er bara vont á bragðið. Það þarf að stórauka framleiðslu á útiræktuðu grænmeti og það þarf að auka gæðin í leiðinni. Gæði í kartöflum og fjölbreyttara úrval af kartöflum. Það er hægt að framleiða þetta allt á Íslandi. Menn þurfa bara að hafa skynsemina að leiðarljósi þegar kemur að verðlagningu og menn þurfa að sætta sig við að það sem framleitt á Íslandi er örlítið dýrara.“

Nýverið hefur verið farið í að rækta Angus naut á Íslandi og segir Guðmundur að það séu gríðarleg tækifæri í að efla nautakjötsframleiðslu með þessari tegund þar sem gæði kjötsins sem fást af Angus kyninu séu mun meira en fæst af Galloway kyninu sem hér hefur verið ræktað undanfarna áratugi. Galloway þykir ekkert sérstakt kyn til framleiðslu á kjöti enda hafi mjólkurframleiðslan alltaf verið númer eitt og nautakjötsframleiðslan verið einskonar hliðarafurð.

Það sem hefur svolítið haldið uppi gæðaframleiðslu í nautakjöti eru feitar kýr sem falla til því þær henta ekki til mjólkurframleiðslu.

Guðmundur telur að það sé svo skynsamlegt að borða lamb því það er framleitt uppi á heiðum og fjöllum. Það þarf ekki að flytja inn fóður fyrir dýrin, þau heilbrigð og í sátt við umhverfið og landið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni