Fimmtudagur 2. desember, 2021
1.8 C
Reykjavik

Guðni Ágústsson í Mannlífinu- Fékk lokk úr hári Lilju Alfreðsdóttur og sá fyrir sigur Framsóknar

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sá fyrir stórsigur Framsóknarflokksins í liðnum kosningum. Þar kom við sögu hárlokkur úr Lilja Alfreðsdóttur og 12 pundahrygna.  Þetta er á meðal þess sem kumur fram í stórskemmtilegu viðtali hans við í Mannlífinu með Reyni Traustasyni.

Í vor var hann fenginn til að koma og opna Norðurá. Það hafi honum þótt hálfgalið, þar sem hann væri netaveiðihundur að eigin sögn og hafi verið hataður af mörgum stangveiðiköppum. Það hafi Einari Sigfússyni vini hans, sem bað hann um að koma til að opna ána, ekki þótt koma neitt að sök. Hann hafi tjáð Guðna að nú skyldi hann gerður að fluguveiðimanni.

„Ég hafði aldrei kastað flugustöng. Og ég sat á fundi með Lilju Dögg [Alfreðsdóttur] og ég segi við Lilju: „Nú verðurðu að gefa mér lokk úr hári þínu. Nú ætla ég að láta hnýta Lilju Daggar-fluguna og sjá hvað kemur á fluguna í Norðurá. Svo gerði ég þetta, klippti lokk úr hári hennar og það var gerð þessi fallega fluga sem ég gaf henni svo eftir að ég hafði veitt á hana tólf punda hrygnu. Ég sagði um leið og hún kom í land: „Nú verða þingmennirnir tólf í haust.“ En þeir urðu þrettán, maður! Þannig að þetta hefur verið rúmlega tólf punda held ég“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -