Gústi kokkur tekur míkróskammta af sveppum:„Hefði átt að vera nógu auðmjúkur til að biðja um hjálp“

top augl

Nýjasti gestur bræðranna Gunnars og Davíðs í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsinu er enginn annar en kokkurinn, lífskúnstnerinn, alkinn og fyrrum áhrifavaldstvítarinn Gústi „Chef“ Eyrúnarson.

 

Gústi tekur á því.
Ljósmynd: Svavar Burgundy

Gunnar byrjar á að rifja upp fyrstu kynni hans af Gústa en þá átti Gústi kærustu sem var bekkjarsystur Gunnars. Gunnar segist einnig muna eftir Gústa sem vinamörgum, vinsælum og litríkum unglingi. Sú lýsing átti vel við hann út frá sögunni sem hann sagði okkur í þessu viðtali.

Fann köllunina í eldhúsinu

Hann elst upp á Kjalarnesi og um 8 ára aldur segist hann bara hafa tekið einhverskonar ákvörðun að allt væri bara tilgangslaust og grimmt. Hann segist hafa upplifað talsvert vesen heima fyrir en það sem gerði útslagið var öryggisleysi sem hann upplifði í skólanum á Kjalarnesi. Eftir að hann klárar svo æfingadeildina í Reykjavík fer Gústi í MH. Ágætis námsmaður en var farinn að djamma mikið. Þegar hann er kosinn sem skemmtanastjóri skólans á öðru ári fer bara allt í vaskinn. Hann hrökklast úr skóla og er kominn í meðferð 18 ára gamall. Eftir að hafa flutt norður til Akureyrar á áfangaheimili finnur hann kallið í eldhúsinu á Jarlinum. Hann stendur þar inni á sinni fyrstu vakt og það klikkar eitthvað inn í honum. Honum finnst eins og allt sé innan seilingar, þarna hafði hann fullkomna stjórn á aðstæðum og hann vissi hvað hann ætti að gera. Því næst lærir hann kokkinn á KEA.

„Ég var nýkominn og alls staðar eitthvað lið að vinna og ég var mjög stressaður. En svo allt í einu vissi ég allt sem var að gerast inn í þessu herbergi,“ sagði Gústi og smellti fingri. „Og inn í eldhúsinu er ég þannig, ég heyri í pottunum og veit allar tímasetningar og fleira, þetta er mjög skrítið. Franska lykilorðið yfir það að undirbúa mat heitir mi sen place og þýðir allir hluti á sínum stað.“

Slysið

Í Pollinum á Akureyri lendir hann í slysi á sæþotu einn daginn sem olli miklu brjósklosi sem hann svo meðhöndlaði með verkjalyfjum. Brjósklosið háði honum lengi og tvisvar hefur hann þurft að fara í aðgerðir. Eftir langa edrúmennsku og í kjölfar þessara aðgera tók við smá verkjalyfjabrölt þar sem hann misnotaði kódein. Samband hans við síðustu barnsmóður sína fór í vaskinn og hann endaði 115 kílóum og að eigin sögn við dauðans dyr.

„Árið 2019 er ég að reyna að stoppa þetta og fer í bakskóla Jósefs Blöndal til að reyna að finna leið til að díla við þessa endalausu bakverki. Þessi bakskóli Jósefs er frábært, hann er einn klárasti maður þjóðarinnar. Og í framhaldinu hætti ég á Kódeini cold turkey. Sem var eftir á að hyggja ekki góð hugmynd. Það var bara hræðilegt, mjög vont. Það varð að gerast en ég hefði átt að vera nógu auðmjúkur til að biðja um hjálp,“ sagði Gústi og sagði að á þessum árum hafi hann enn verið þannig þenkjandi að hann væri „edrú“ og að enginn mætti vita af kódein-fíkn hans.

Andleg reynsla í brúðkaupi

Fyrir um tveim árum fór Gústi í brúðkaup hjá vinum sínum en hann var tæpur á að nenna að fara því hann segist hafa misst trúna á ástina, lífið og fegurðina. Hann hafi samt látið sig hafa það og það sem hann sá í þessu brúpðkaupi var glatt og hamingjusamt fólk, gleði meðal gesta. Hann hafi á þessari stundu orðið fyrir vissri andlegri reynslu sem færði honum viðhorfsbreytingu. Hann var byrjaður að kokka á Kaffi Vest og eftir vinnu fór hann að fara í Vestubæjarlaugina. Hann byrjaði að synda nokkra metra og svo jókst vegalengdin smátt og smátt og hann fann að líkamleg heilsa hans fór að taka breytingum. Gústi lét í kjölfarið gamlan draum rætast sem var að mæta á Jijitsu æfingu hjá RVK MMA. Eitthvað sem hann hafði langað til lengi en hafði bara ekki hugrekkið út af bakmeiðslum. Hann lét sig hafa það og ásamt því að lyfta, dedda þungt eins og Gunnar benti á, fór líkami hans að taka stakkaskiptum.

Gústi á verðlaunapalli
Ljósmynd: Aðsend

Fordómar fyrir hugvíkkandi efnum

Það fór að bera á umræðu í umhverfi Gústa tengt hugvíkkandi efnum. LSD, Mescalin, DMT, Psilosobin, Auyaska. Fyrstu viðbrögð hans voru algjör nei, nei. Gunnar spyr hann út þessi viðbrögð, viðhorf og þessa fordóma innan edrú samfélagsins og svaraði hann því að hann taki eftir og sjái þessi skilaboð sem þá aðalega koma frá SÁÁ eða meðferðarbatteríinu almennt um að hinir og þessir triggerar séu eitthvað sem mun setja alkahólistann á hliðina. Það hélt hann með þessi efni eins og sveppinn, að hann myndi fara á hliðina og „detta í það“ við að fara þessa leið. Áður en að Gústi fór í næsta kafla viðtalsins, þann sem snéri að notkun hans af vitundarvíkkandi efnum í edrúmennsku las Gunnar upp smá texta sem kom fram í grein sem hann skrifaði fyrir nokkru sem birtist á Vísi fyrir ekki svo löngu.

“Þetta er algjört tabú innan 12 spora samfélagsins sem hefur með fíknisjúkdóma að gera. Þetta er meira að segja svo mikið tabú að reynt hefur verið ítrekað að gera lítið úr eða véfengja sögulegar staðreyndir um tilraunir stofnanda AA samtakanna, sjálfan Bill Wilson og yfir áratuga löngu tilraunir hans með góðvini sínum og metsölurithöfundi Aldous Huxley með LSD. Fyrsta trippið hans fór hann í umsjá lækna í ágúst 1956 á spítala í Kaliforniu. Ástæðan fyrir þessu fyrsta trippi hans var fyrst og fremst að reyna að komast aftur í þessa andlegu reynslu sem hann varð fyrir 14 desember árið 1934, reynslu sem átti sér stað án efa enda lýsingar hans trúverðugar en það sem kannski ekki fylgdi sögunni í AA bókinni til dæmis var að þegar hann varð þessari reynslu aðnjótandi var hann á sínum þriðja degi í innlögn og einnig á sínum þriðja degi í svokallaðri Towns Lambert cure sem innihélt meðal annars tvö mjög hugvíkkandi efni, Belladonna og Henbane sem eru plöntur sem valda miklum vímuáhrifum sé tekið í réttu magni. En áralangar tilraunir hans á LSD voru til þess að koma aftur í þessa reynslu sem og að vinna bug á eða finna leið á að vinna á alvarlegu þunglyndi sem hann hafði þjáðst af þessi fyrstu 20 ár edrúmennsku sinnar. Þunglyndið sagði hann þó að aldrei hafi horfið alveg en hann náði að finna leið til að sjá það í skýrara ljósi og lifa með því sem þýddi að það missti mátt sinn verulega í lífi hans. Fyrsta skiptið sem hann trippaði á LSD var tekið upp á filmu en þær upptökur eru víst glataðar en manuscript var tekið af upptökunni og það fysta sem hann sagði þegar áhrifin voru byrjuð að láta verða vart sig var „fólk á að hætta að taka öllu svona alvarlega.“ Alveg ótrúlega viðeigandi skilaboð til okkar sem lifum og hrærumst í ótta við pólitískan rétttrúnað, við óttumst að verða dæmd fyrir að samræmast ekki því sem fjöldinn segir okkur.”

Eftir að hafa afþakkað sveppinn hér og þar, meðal annars í svokölluðum kakóserómóníum þar sem fólk fékk sér sveppi með kakóinu, hitti hann fyrir gamlan vin í Vesturbæjarsundlauginni. Vinurinn og Gústi höfðu alltaf nuddast svolítið utan í hvor annan síðan þeir voru litlir pjakkar. Öfundsýki, kaldhæðni og metingur hafði alltaf einkennt samskipti þeirra tveggja en nú var allt annað upp á teningnum. Vinurinn var allt í einu ljúfur sem lamb, hann virtist áhugasamur um hvað Gústi hafði að segja og virtist bara vera gjörbreyttur. Allt við hann, andlitsdrættirnir sem og lund var breytt. Það kom svo upp á teninginn að hann var búinn að vera að Microdósa sveppinn, smá skammta. Smáskammtur myndi flokkast sem dagskammtur upp á ca 0.1-0.3 grömm af svepp og tekið í nokkra daga í röð og svo hvílt í nokkra daga, allt eftir mismunandi uppskriftum.

Farinn að dreyma aftur

Í febrúar á þessu ári upplifir Gústi mál sem honum fannst gríðarlega erfitt að ráða við, erfitt mál. Þótt að hann vilji meina að hann hafi verið í topp formi og í virkilega góðum andlegum málum er þetta það fyrsta sem poppar upp í hausnum á honum, sveppur. Hann hefur samband við einn af mörgum sínum vinum sem eru að fikta við sveppinn og fær hjá honum svepp sem hann byrjar að fikra sig áfram með magn fyrir smáskammtinn því magnið sem hentar hverjum og einum er mismunandi. Hann fer einnig að æfa sig með ásetninginn sem hann vill meina að sé það mikilvægasta þó svo að ekki sé verið að nota sveppinn í stórum skömmtum. Einnig vill Gústi mæla með því að sá sem byrjar þessa vegferð sé í sambandi við annað hvort fagaðila í þessum geira eða einhvern vanan sem hægt er að treysta.

Gunnar spyr hann hvað sveppurinn væri svo að gera fyrir hann. Gústi segir að sirka tveimur vikum eftir að hann byrjaði fór hann að upplifa skýrleika í hugsun. Ótti við samskipti eða ótti við að mæta og virða mörk sín í samskiptum hvarf að miklu leiti. Hann sagði að í fyrsta skiptið í einhver fimm ár hafi hann farið að dreyma aftur. Hann segist hafa náð þeim djúpsvefn, hvíld sem hann hafði ekki fengið að vera aðnjótandi í mörg ár.

„R.E.M. svefninn var eiginlega horfinn en flestir draumar koma þaðan. Úrvinnslan er mest í djúpsvefninum en ég var bara ekki með djúpsvefninn.“

Þennan ljúfa og upplýsandi þátt má sjá í heild sinni hér á spilaranum fyrir neðan sem og að Þvottahúsið má finna á öllum helstu streymisveitum.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni