Helgi Magnússon fjárfestir í Mannlífinu: Hæstiréttur fyrirskipaði að hann mætti kjósa

top augl

Helgi Magnússon athafnamaður er gestur Mannlífsins með Reyni Traustasyni. Hann segir frá fangavistinni í Síðumúla og ástæðum þess að Hafskip var sett í þrot. Hann barðist fyrir því í gæsluvarðhaldinu að fá að kjósa.

„Mér og mínum lögmanni og réttargæslumanni, Ólafi Gústafssyni hæstarréttarlögmanni, fannst þetta vera ósanngjarnt og ég óskaði eftir því að við létum á þetta reyna. Hann fór með málið áfram og fór það fyrir undirrétt og þar var því hafnað. Við ákváðum að skjóta þessu til Hæstaréttar og féllst Hæstiréttur á að ég fengi að kjósa. Þetta var smásjálfstæðisbarátta en þetta breytti því ekki að ég fékk að kjósa utankjörfundar eins og það heitir; það var strákur frá lögreglunni sem fór með mér og fór ég svo með atkvæðið í Valhöll,“ segir Helgi sem var áður Sjálfstæðismaður. „Þetta var prinsippmál og mér skilst að þetta sé notað í kennsluefni í lögfræði einhvers staðar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni