Húðflúrari og BDSM áhugamaður: „Ég hef húðflúrað talsvert af kynfærum kvenna“ EKKI FYRIR VIÐKVÆMA

top augl

Nýjasti gestur bræðranna Gunnars og Davíðs Wiium er enginn annar en Boff Konkerz. Boff er húðflúrmeistari frá London sem býr yfir mörgum sérkennum og einstæðum hæfileikum. Boff er mikill Íslandsvinur enda búinn að venja komu sína til Íslands síðustu ár með mjög reglulegu millibili í þeim tilgangi að húðflúra landann.

 

Boff Konkerz
Ljósmynd: Aðsend

„Ég kem úr umhverfi þar sem var mikið pönk rokk og ég einhvernvegin aldrei verið drifin áfram á löngun í mikla peninga eða efnihyggju almennt. Ég man þegar ég var lítil í Bretlandi, það var mikið atvinnuleysi á Tatcher árunum og ég man að ég spurði mömmu á hverju þetta atvinnulausa fólk lifði eiginlega. Mamma sagði að ríkið gæfi þeim peninga og ég hugsaði engin spurning, það er það sem ég vil gera þegar ég er orðin stór,“ segir Boff er hann ræðir upphafið.

Ekki týpískur húðflúrari

Kúnnahópurinn hans Boff er frekar sérstakur hvað stíl varðar, Boff nefnilega sérhæfir sig í véllausum húðflúrum. Stílinn sem ber heitið Machine free tattooing eða Stick and poke sem fer þannig fram að hann notar í raun bara sérstakan penna með áföstum nálum sem hann svo notar til að koma blekinu inn undir húð skjólstæðingsins. Allt gert í höndum, ekkert rafmagn eins og helst tíðkast í hefðbundinni húðflúrlist.

Fallega skeyttur lófi og rúmlega það.
Ljósmynd: Aðsend

„Ef þið skoðið mikið af fangelsis húðflúrum sjáið þið að þeir búa til vélar þarna inni úr rafmagnsrakvélum til dæmis. Vanalega þegar talað er um þetta stick and poke tattoo þá tengir fólk það við svona eitthvað hobby sem gert er heima í stofu eða í fangelsum,“ segir Boff við bræðurna.

Hann er með tryggan hóp fastakúnna sem koma til hans aftur og aftur með jöfnu millibil. Sjálfur er Boff nánast flúraður um allan líkama, það eina sem vantar upp á er undir iljarnar og höfuð, meira að segja viðkvæmustu staðir Boffs eru flúraðir en það fer hann inn á í viðtalinu. Spurður út hvort höfuðið og andlit séu eftir svarar Boff ákveðin að svo verði ekki. Hann kann vel við þennan kontrast sem myndast í þessu samspili hreins andlits og flúri upp fyrir hálsmál.

 

Boff í öllu sínu veldi.
Ljósmynd: Aðsend

„Svolítið eins og í gamalli James Bond mynd þar sem kona var gullhúðuð og dó, það er ekki svoleiðis með húðflúr. Það að húðin geti ekki andað fyrir húðflúrum er bara goðsögn og ekki satt. Mér líkar alls ekki við hugmyndina um að húðflúrari sé ekki þungt húðflúraður sjálfur, mér finnst ekki að maður eigi að gera hluti við fólk sem maður er ekki tilbúin að gera við sjálfan sig,“ segir Boff og heldur áfram: „Ég er húðflúruðar nánanast allsstaðar nema á haus og andliti sem og á iljunum, bókstaflega allsstaðar annarsstaðar.“

Er Davíð spyr hann hvort einkastaðirnir séu húðflúraðir segir Boff svo vera en þeir séu þó  enn í vinnslu. „Ég hef húðflúrað talsvert af kynfærum kvenna, það er frekar auðveld.“

 

Þetta þykir sumum fallegt.
Ljósmynd: Aðsend

Bræðurnir spyrja Boff hve langt maður kemst hvað varðar kvenkyns kynfæri og Boff segist í raun getað flúrað eins langt og maður kemst með verkfærin.

Hræðist ekki sársauka

Boff virðist ekki hræðast né forðast sársauka eins og flestir kannski gera í hefðbundnum skilningi. Hann hefur einnig verið síðustu árin mjög virkur í BDSM senu Lundúna sem og heimsótt viðburði og dýflissur um allan heim. Konan hans Boff er atvinnu Dominatrix eða sársaukagjafi í London sem þýðir að hún veiti fólki þjónustu sem kannski fólk fær ekkert endilega fullnægt heima hjá sér. Allskonar kink eru í gangi þarna úti og nefnir Boff sem dæmi að kúnni gæti þess vegna pantað tíma eða tvo í svokallaða fótadýrkun þar sem fætur eru tilbeiðnir á fjórum. Tám troðið í andlit, tær og fætur sleiktar og nefnir hann að í þessu samhengi geti kynferðisleg spenna orðið þannig að fullnæging einfaldlega komi að sjálfu sér óháð ytra áreiti á kynfærum.
Hinsvegar þurfi svo ekkert að vera að athöfnin sé kynferðsleg, hvort sem um er að ræða fótadýrkun, flengingar eða hvað eina. Hann talaði meira að segja um viðburð sem hann fór á fyrir nokkru síðan þar sem gengið var hart að fólki með fullu samþykki. Fólki blæddi á gólfið því barsmíðarnar voru svo miklar og spennan sem myndaðist var ekkert endilega kynferðisleg heldur var líkt og æðra sviði úforíu hefði náðst.

„Þetta með kynörvunina er athyglisvert, til dæmis þegar ég fór um daginn á viðburð sem heitir Corporal punishment night þar sem fólk var virkilega barið og pínt harkalega, blóð út um allt, mjög harkalegt en það var engin sjáanleg kynörvun á bakvið gjörninginn og engin sjáanleg kynmök eða neitt slíkt en losunin var klárlega eins og svona endorfín losun.“

Boff í góðra vina hópi.
Ljósmynd: Aðsend

„Atvinnu dominatrix bíður upp á allskonar þjónustu innan BDSM. Stundum er þjónustan einungis á netinu en oftast fara viðskiptin fram í dýflissum viðsvegar í stórborgum sem hægt er að leiga fyrir BDSM hitting með atvinnumanneskju. Sumir vilja aðeins láta sparka í punginn á sér, sumir vilja láta stinga sig með nálum, láta binda sig, möguleikarnir eru endalausir,“ segir Boff spurður út í það hvað felst í því að vera atvinnu dominatrix.

Davíð spyr Boff hvort það séu margar atvinnu dominatrixar á Íslandi. Boff sagði svo ekki vera og svaraði Davið þá að það hlyti þá að vera miklir möguleikar til staðar eða „gap in the market“ eins og hann orðaði það.

Krókar komu einnig til tals en hann sagðist kannski ekki vera maðurinn til að ræða þetta í þaula en sagðist þó hafa orðið vitni að svona athöfnum og meira að segja tekið þátt í að útfæra athöfn í eitt skipti. Það sem þarna fer fram er til dæmis að flugbeittum krókum, 6-8 mm þykkum er einfaldlega þrýst í gegnum húð og fólk svo híft upp með talíum. Ýmist á einum krók eða nokkrum, allt eftir reynslu og löngun hvers og eins. Fólk dinglar svo bara þarna í einhvern tíma, oft í þvílíku sæluástandi þar til því er svo slakað niður aftur, krókarnir teknir út og sárin saumuð saman. 

Hann segir að þetta hafi verið gert hér á landi en ekki hafi verið margir sem voru tilbúnir í þetta ferli sem var framkvæmt af erlendum sérfræðing í þessum málum. „Suspension eða það sem þið talið um, það að hengja fólk upp í krókum er í raun ekki hluti af kinki. Þetta er svolítið sér á báti þar sem fólk hittist á svona viðburðum og lætur hengja sig eða horfir á fólk hengt upp á krókum. Allskonar, mikið í gegnum húðina á bakinu og þá ýmist með einum krók eða fleirum. Algengt er að krókar séu settir í gegnum húð á baki og kannski öxlum og svo er fólk híft upp með talíu. Fólk virðist upplifa einskonar úforíska eða andlega upplifun en ekki kynferðislga örvun í þessum aðstæðum.“

Gunnar spyr Boff hvort það þurfi að skera húðina svo hægt sé að koma krókunum fyrir. „Nei alls ekki, krókarnir eru flugbeittir, þykkastir geta þeir verið í kringum 6-8 mm, þeir þurfa að vera sterkir svo þeir geti borið líkaman, þeir eru super beittir og málið með húð, það er ekkert mál að skera húð en ómögulegt að rífa hana svo þegar krókarnir eru í gegnum húðina myndi fólk halda að auðvelt væri fyrir krókana að rífa sig lausa en það er ekki séns, gerist aldrei.“

Fatalínan SATANAL

Boff hefur hafið hönnun og framleiðslu á eigin fatalínu sem hann kallar SATANAL. Þetta verkefni segir hann að sé ein af þeim mörgu áttum sem sem hann hefur farið í gegnum tíðina án þess að vita né setja neina kröfu á fyrirfram ákveðna útkomu. Hann sé einfaldlega bara komin af stað með þetta og þetta lofi góðu og sé farið að skila sér, fatalínuna má sjá hér. https://www.instagram.com/officialsatanal/

Hann sagði að tískan og tengslin sem húðflúrin hafa við BDSM eða kink heiminn séu talsverð en fljótandi samt sem áður. Flóran sé einfaldlega svo viðamikil því allt er nánast leyfilegt svo lengi sem virðing og mörk séu í hávegum höfð. Hann til dæmis klæðir sig talsvert í kvennmannsföt við ýmis tilefni og engin venjuleg kvennmannsföt. Við erum að tala um að Boff til að mynda gæti fundið upp á því að klæða sig sem satanísk nunna eða í rautt pils eftir eigin hönnun með mynd af risastórri rassainnstungu (e. butt plug) framan á með öfugum kross í miðri rassainnstungunni.

Boff í klæðnaði sem hann bjó til sjálfur. Takið eftir öfuga krossinum inni í rassainnstungunni.
Ljósmynd: Aðsend

Boff nefnilega skilgreinir sig sem satanista þó án þess að tilheyra neinum skipulögðum hóp í þeim efnum. Hann segist ekki vera tilbúinn að tilheyra neinum hóp því þar liggi einmitt kúgunin sem hann upplifi svo oft í kringum skipulögð trúarbrögð eins og kristni, Islam, Búddisma eða Hinduisma, svo eitthvað sé nefnt. Hann vill meina að ef maður les satönsku bíblíuna sem gefin var út árið 1969 af Anton Szandor LaVe komist maður að því að þar liggi einmitt sjálfskærleikurinn því sjálfsákvörðunarrétturinn og sjálfbærnin er færð manninum. Þar er einfaldega enginn guð nema innra með hverjum og einum, mörkin séu þar afstæð og undir hverjum og einum að setja þau, allt sé í raun leyfilegt nema þá að mörk annarra séu brotin.

Sjálfsákvörðunarrétturinn í hávegum hafður í satanisma

„Satanismi fyrir mér er þegar enginn eða ekkert getur sagt þér hver þú ert eða hver þú átt að vera, kynferðislega, líkamlega. Það er satanismi. Ég afneita ykkar guð, ég er minn eiginn, ég ákveð hver mín reynsla er en ekki kerfið ykkar,“ segir Boff og bætir við: „Svona í lokin vil ég segja að ef þið hafið áhuga á kynna ykkur satanisma frekar byrjið að lesa satönsku biblíuna eftir Anton LaVe, hún gæti komið ykkur á óvart.“

Þegar hann talar um sjálfákvörðunarrétt hvers og eins yfir eigin líkama, tekur hann það sem gott dæmi þegar fólk ákveður í þessari senu að brennimerkja sig, þekkt sem „branding“, koma fyrir aðskotahlutum úr riðfríu járni undir húð sem kallast „Inplantation“, kljúfa tungur, skera til eða fjarlæga eyru, fjarlægja fingur eða einfaldlega skera getnaðarlimi af. Allt eru þetta dæmi um öfgar sem eru fordæmdar og þykir umdeilt en þegar á öllu er á botninn hvolft er þetta sjálfákvörðunarréttur hvers og eins, að gera hvað sem því sýnist við sinn eigin líkama. 

„Mér finnst að fólk eigi bara að leyfa öðrum að vera það sjálft, svo ef fólk vill skera af sér fingur eða kljúfa á sér tunguna, fikta í augnsteinunum á sér eða höggva af sér getnaðrliminn þá bara gangi ykkur vel, þetta er ykkar líkami. Allt svona kynlífstengt veistu sjálfur hvort það sé að kveikja í þér. Vandinn með svona trúað lið er að þau eru alltaf að reyna að segja þér hvað þú á að gera, mega og verða. Ég meina gerðu það sem þú vilt, ef þú vilt nota rassainnstungu þá notaðu rassainnstungu en ef þú vilt ekkert upp í rassgatið á þér þá bara slepptu því, gerðu það sem vilt.“

Þetta áhugaverða viðtal við þennan sérstaklega áhugaverða mann má hlusta og horfa á hér fyrir neðan í heild sinni. Viðtalið fór fram á ensku.

Instagramsíðu Boffs má sjá hér.

https://www.instagram.com/bofftattoo/

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni