Kristján keypti bát á versta tíma: „Ef það er góðæri í borginni er allt í steik í sjávarútveginum“

top augl

Útgerðarmaðurinn og kvikmyndaframleiðandinn Kristján Torfi Einarsson keypti sér bát og ætlaði í útgerð rétt fyrir upphaf lengsta góðæris landsins. Hann hafði fengið upplýsingar um að þá væri tíminn til að kaupa kvóta en það fór ekki eins og hann ætlaði.

„Ég kaupi bátinn á versta mögulega tíma. Ég kaupi hann og fyrstu fréttirnar eru að kvótinn hækkaði, leigan, úr 90 kalli í 120.“

Forsagan er sú að hann flutti heim frá Spáni veturinn 2009-2012, fann að skyldan kallaði og flutti vestur á Flateyri til að starfa fyrir frænda sinn Kristján Erlingsson. Hann hafði þá ekki búið fyrir vestan síðan hann var gutti en honum fannst þetta alveg frábært og margt hafa breyst svo úr varð að þau dvöldu þarna í nærri áratug.

Hann segir frá því í þessum öðrum hluta viðtals í þættinum Sjóarinn, sem má nálgast hér í heild sinni á efnisveitu Mannlífs, hvernig hann fór úr því að hagnast um 100 krónur á kílóið niður í að greiða 120 krónur með hverju kílói.

„Hann kringdi í mig vinur minn sem átti peninga en á ekki peninga núna [og sagði að] það væri komið frá bönkunum að kaupa kvóta. Hann væri á leiðinni upp. En þá er þarna mesta, lengsta og stærsta góðæri Íslandssögunnar að fara af stað. Þú veist hvernig þetta er; ef það er góðæri í borginni er allt í steik í sjávarútveginum.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni