Kristján Torfi var um borð þegar Æsan sökk: „Hangi á rekkverkinu í smátíma áður en ég fer í hafið“

top augl

Kristján Torfi Einarsson var um borð þegar Æsan fórst út af Arnarfirði árið 1996, þá aðeins 18 ára gamall. Nokkrum mánuðum fyrr gekk hann í gegn þá raun að grafa upp fólk eftir snjóflóðin á Flateyri.

Æsan hafði verið við veiðar á kúfskel í Arnarfirði og var að legga af stað til hafnar þegar að svo virðist sem að barki, sem var hluti af veiðarfærunum, sem dreginn var á eftir bátnum hafi fests í botni þegar skipið var í beygju með þeim afleiðingum að skipið fór á hliðina.

„Báturinn veltur bara. Ég hangi svona á rekkverkinu í smá tíma áður en ég fer í hafið. Við komumst upp á kjölinn að aftan. Mig minnir að Nóni hafi ekki einusinni verið alveg blautur, hann hafi skriðið yfir bara svona. Þeir hjálpa mér upp. Svo erum við svolítið þarna í ráðaleysi, samt alveg rólegir. Þá gerist þetta ótrúlega. Þá birtist Hjörtur félagi okkar sem var sofandi niðri í káetu. Maður hafði ekki þorað að hugsa um það.“

Kristján er viðmælandi Sjóarans að þessu sinni en fyrri hluta viðtalsins við hann má sjá hér á hlaðvarpsveitu Mannlífs.

Kristján Torfi er uppalinn á Flateyri. Hann var til sjós frá unglingsaldri. Starfaði seinna sem blaðamaður en er í smábátaútgerð í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni