Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

„Kvíðinn minn fór alveg upp á hæstu hæðir“ – Krummi með plötu á næsta ári og berst við eyrnasuð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Krummi Björgvinsson var fyrsti viðmælandi drengjanna í Hvössum Brúnum hér á Mannlífi og tjáði sig um tónlistina og erfiðleikana sem hann hefur þurft að kjálst við í að verða ár

„Countryið er ást lífs míns ásamt konunni minni, það má ekki gleyma því að nefna hana. Ég færist yfir í countryið með tímanum; þegar ég var að eldast. Ég var í kringum gamaldags músík heimavið frá blautu barnsbeini eins og country, blús, rhythmn and blues, gospel og gamalt rock and roll. Þetta var fyrsta músíkin sem ég varð hrifinn af.

Ég byrjaði að taka þessu alvarlega um aldamótin en þá stofnaði ég hljómsveitina Moody Company með Franz Gunnarssyni sem var svona countryband. Og við spiluðum mikið niðri í bæ ásamt hljómsveitum eins og Tenderfoot og fleiri trúbadorum. Við vorum að spila frumsamið efni og úr varð smá sena og samheldinn hópur. Ekkert svakalega stór sena en mjög góðmenn og vel sótt af fólki sem fílaði singer-songwriter tónlist.

Svo kynnist ég Daníel Ágústi Haraldssyni úr GusGus og Nýdönsk og þá stofna ég aðra country-rokkhljómsveit sem heitir Esja, árið 2007. Við gáfum út plötu sem seldist vel, fékk frábæra gagnrýni og svo spiluðum við um allar trissur.“

Spurður út í sólóverkefnið hans sagði hann: „Ímínu sólóverkefni í dag eru með mér Bjarni, sem var með mér í Mínus á gítar, Erik Quick á trommur, Óttar Sæmundsen á bassa, Gaukur Davíðsson spilar á pedalsteel og svo Birgir Ísleifur Gunnarsson sem spilar á Wurlitzer og píanó.

Annars er þetta sólóefnið mitt. Ég sem músíkina og svo hitti ég Bjarna, hann finnur einhverja gítara og við vinnum þetta saman. Svo fer ég á æfingar og púsla þessu saman. Ég er með þetta útsett í hausnum á mér en ég leyfi strákunum að setja sitt bragð á þetta. Þetta er nú samt svona hljómsveit þar sem ég ræð. Það er alveg lýðræði í gangi, þannig, en samt er alveg svolítið einræði líka. Það er erfitt að vera í hljómsveit þegar maður er orðinn þetta gamall þá getur þetta orðið svolítið erfitt ef það er mikið egó eða drama.

- Auglýsing -

Þetta er lögin mín og ég vil hafa þau eins og ég vil hafa þau en heppilega finnst meðlimum hljómsveitarinnar minnar þessi lög frábær.

Fyrsta platan mín sem sólólistamaður er langt komin og kemur út á næsta ári en ég ætla að gefa út tvö lög á þessu ári, áður en platan kemur út, sem eru tilbúin.“

Krummi hefur þurft að kljást við það að lifa með alvarlegu tilfelli af tinnitus. „Ég fékk fyrst eyrnasuð fyrir um 16 árum síðan þegar við í Mínus vorum að túra nánast stanslaust í 7 ár. Það var ekkert sérstaklega hátt, svona hálf sefandi. Ég aðlagaðist því nokkuð fljótt og svo bara gleymi ég þessu. Held áfram að vera hljóðmaður og vera í háværum hljómsveitum og hélt að þetta myndi ekkert versna en svo einn dag í október í fyrra vaknaði ég og þá var þetta búið að versna alveg hrikalega. Svo slæmt að þetta var komið í bæði eyrun, mörg hljóð og rosalega hátt; ég heyrði þetta þegar ég var í sturtu. Allskonar rafmagnshljóð, ýl, fiss og púlserandi hljóð sem myndaði kakófóníu“.

- Auglýsing -

„Ég hélt að þetta myndi fara en það gerðist ekki þannig að ég lagðist bara í kvíða og þunglyndi, vonleysi og gafst upp á lífinu. Ég var kvíðasjúklingur fyrir og var með rosalega slæma þráhyggjuröskun sem ég hef verið með síðan ég var krakki sem ég hef ekki byrjað að kljást við fyrr en eiginlega núna. Ég var bara einhvernvegin á hnefanum í öll þessi ár og self medicate-aði, sem ég geri náttúrulega ekki lengur, en þetta versnar bara. Með þessu þróaði ég með mér hljóðóþol þannig að ég þoli illa ágeng hljóð þannig að ég gat eiginlega bara ekki gert neitt.

Þetta er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum og ég er ennþá í skotgröfunum. Ég er ekki ennþá kominn hinum megin við brúna. Þetta tekur rosalega á sálarlífið því manni finnst maður muni alltaf þjást með þetta. Þetta er nefnilega ekki eyrun, þetta er hausinn sem þarf að venjast hljóðinu.

Ég er mikið betri en ég var fyrst. Það sem er verst er hvernig þetta hefur áhrif á kvíðann. Kvíðinn minn fór alveg upp á hæstu hæðir. Ég var slæmur kvíðasjúklingur fyrir en ég hafði aldrei uplifað þetta svona sterkt. Þetta var annað stig af kvíða. Depurðin og vonleysið. Ég hélt bara sem tónlistarmaður að líf mitt væri búið. En ég hef getað haldið áfram og hef frekar verið kræfur en hitt því maður verður bara að rífa sig upp.

Ég er á kvíðalyfjum við þessu og það er ekkert tabú við það að leita sér hjálpar. Svo getur maður hætt á þessum lyfjum þegar maður verður betri. Þetta er til þess að hjálpa manni að komast út úr húsi og hjálpa sjálfum þér. Sumir nota hreyfingu og þurfa ekki lyf en ég reyndi það allt en það er ekki nóg. Ég hreyfi mig, labba, stunda jóga, hugleiði, hleyp og syndi en ég þurfti bara gjössovel að leita mér meiri hjálpar. Ég sinni útvarpsþættinum mínum, Krummi Krúnkar Úti á Rás 2, spila tónlist, umkringi mig góðu fólki, er í kringum fjölskylduna og vanmet ekki alla þessa litlu hluti í lífinu. Þetta hefur allt hjálpað mér að vinna mig upp úr þessari djúpu holu sem ég var í og er að nálgast toppinn svolítið. Ég fæ ennþá slæma daga og ég fæ ennþá kvíðaköst og þau munu alltaf vera með mér en ég þarf bara að venjast þeim.

Það er fullt af fólki sem fær svona suð og hristir það bara af sér. Það er svo slæmt þegar fólk með kvíða og þunglyndi fær þetta því það tekur það aðeins lengri tíma til að venjast þessu.

En það gerist, það er óumflýjanlegt.

Maður þarf bara að lifa lífinu og leyfa heilanum að vinna úr þessu. Ég er bjartsýnn á þetta núna en ég var það ekki fyrst. Það var dimmt yfir mér og algert vonleysi en svo fór ég að sjá ljós og fylltist bjartsýni.“

Og þetta hefur áhrif á tónlistina ,,kvíðinn, depurðin og þráhyggjurnar mínar; þetta fer allt inn í tónlistina mína. Það er mikið um þetta á plötunni. Tilfinngar og erfið mál í bland við ástarlög. Ef ég sest niður með gítarinn þá get ég ekki komist hjá því að setja þetta inn í lagasmíðar hjá mér.

Þú þarft eiginlega að hafa þetta til þess að tónlistin þín verði einlæg, sannfærandi og spiluð af innlifun.

Þú verður að hafa gengið í gegnum einhvern sársauka.“

Hér má svo heyra lagið Stories To Tell eftir Krumma frá árinu 2019.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -