Krummi þjálfar unglinga í MMA: „Rosalega sterk tól til að fara með út í lífið“

top augl

Nýjasti gestur bræðranna Gunnars og Davíðs Wiium er enginn annar er bardagahundurinn og áhættuleikarinn Hrafn Þráinsson einnig þekktur sem Krummi.

Krummi Þráinsson
Ljósmynd: Aðsend

Krummi er einn af eigendum RVK MMA og umsjónarmaður barna og unglingastarfs hjá RVK MMA ásamt því að vera yfirþjálfari yngri aldursflokka.

MMA er sterkt tól út í lífið

„Þetta sport er náttúrulega svona forced núvitund,“ segir Krummi í upphafi viðtalsins og bætir svo við: „Þú getur eiginlega ekki leyft þér að hugsa um neitt annað á meðan einhver er að reyna að kyrkja þig. Það er allskonar faktorar í þessu og bardagaíþróttir eru fyrst og fremst myndi ég segja 70-90% andlegt og svo er restin líkamleg. Þetta gefur þér bara ákveðin verkfæri fyrir lífið, þetta kennir þér á hvað þú getur og þú getur í rauninni miklu meira en þú raunverulega heldur. Skipulag og þetta kennir þér samvinnu og það eru bara rosalega sterk tól til að fara með út í lífið.“

Krummi er menntaður íþrótta og heilsufræðingur frá Háskóla Íslands og er brúnbeltingur í BJJ sem stendur fyrir Brasilian Jiu-jitsu. Hann hefur keppt bæði í áhugamanna MMA ásamt því að vera virkur keppandi á mótum hér heima og erlendis í BJJ.

 

Vel tekið á því.
Ljósmynd: Aðsent

„Það er ógeðslega erfitt að mótiveita sig nema þá bara að maður sé með lausa skrúfu, þú veist að mótiveita sig til að mæta á æfingu og láta kýla sig í andlitið eða kyrkja þig reglulega, það er bara öðruvísi en að fara og sparka eða kasta bolta einhversstaða. Það eru fullt af góðum faktorum við þessar hefðbundnu bardagaíþróttir eins og til dæmis heimspekin á bak við, virðingar aspectið og allt þetta en það missir kannski svolítið marks í nútímanum ef þú ætlar að fara að koma inn með einhverja 13 ára unglinga núna, einhverja kúlista og láta þá hneigja sig og tala japönsku við, þá eru þeir bara ekki að tengja kannski.“

 

Krummi þjálfari
Ljósmynd: Aðsend

Fór í herinn til að ná aftur áttum

Krummi byrjaði snemma að æfa Karate með Karatedeild Þórshamars um fimm ára aldurinn. Honum líkaði vel við agann og þessa formfestu sem einkennir hefðbundið Karate og því hélst hann þar í ein 11 ár eða þar til hann varð 16 ára gamall. Við tóku nokkur ár þar sem hann leitaði að sjálfum sér ákaft og að eigin sögn var hann mjög týndur. Hann lenti í slagsmálum og almennu rugli sem hann ákvað að snúa baki við og því flutti hann til Noregs og skráði sig í herinn.

Krummi gegndi sinni herþjónustu í tæp tvö ár og líkaði honum vel við að vera komin aftur í formfestuna sem hann hafði skilið við í Karate íþróttinni. Starfsstöð hans í hernum var  landamærastöð við landamæri Noregs og Rússlands. Á þeim tíma segir Krummi að hann hafi lært mikið um sjálfan sig og náð aftur þessari festu og þennan strúktur.

„Ég held að þetta sé út af því að það er röff að búa hérna, við erum svo norðanlega, við erum með skammdegið og storm eftir storm eftir storm, ef þú finnur þér ekki bara einhverja stefnu þá ertu bara í vandræðum,“ segir Krummi um ástæðu þess að Íslendingar séu svona öflugir íþróttamenn upp til hópa.

Krakkar með svarta beltið í núvitund

Krummi fór yfir það hvernig MMA verður til hér á Íslandi með tilkomu Mjölnis á Héðinsgötunni árið 2005 en hann fann að það varð ekki aftur snúið. MMA hefur náð alveg ótrúlegum hæðum á þeim stutta tíma sem um ræðir. Í dag eru reknir hinir og þessir klúbbar en RVK MMA og Mjölnir eru þeir einu sem eru að senda menn og konur út í keppni.

Krummi tilbúinn í slaginn, bókstaflega.
Ljósmynd: Aðsend


„Ég er brúnbeltingur í Jiu-Jitsu en þau eru með svarta beltið í núvitund, þannig að ég fæ það frá þeim,“ s
egir Krummi um starf sitt með börnum og unglingum.

„Það er ógeðslega mikið af sterkum krökkum sem maður er að sjá koma upp á þessum boxmótum og glímumótum hérna heima,“segir Krummi ennfremur, bjartsýnn á framtíðareinstaklinga innan MMA á Íslandi.

Krummi fór yfir það í viðtalinu af hverju barna og unglingastarfið er svona mikilvægt innan MMA sem og annarra bardagaíþrótta þar sem aginn er mikil og reglurnar strangar. Hann vill meina að börn og unglingar sæki í agann og formið því það veiti þeim ekki bara aðild að félagskap sem er rík af samkennd, heldur einnig að einmitt í aganum finni þau öryggið. Þar læri þau að fara eftir fyrirmælum og að bera virðingu fyrir þeim reynslumeiri sem og hefðinni á bak við hinar og þessar bardagaíþróttir. Hann sagði einnig í viðtalinu að ótrúlegt væri hve langt við í raun værum búin að ná og ótrúlega spennandi væri að fylgjast með þeim yngstu næstu 10-20 árin, gríðarlegir möguleikar framundan. Hann benti á mikilvægi fyrirmyndar eins og Gunnars Nelson sem er búinn að ná mjög langt innan UFC. Gunnar vann einmitt sinn síðasta bardaga og er nýbúin að skrifa undir nýjan samning við UFC um 5 bardaga sem í raun gætu fleytt honum meðal þeirra bestu á heimsvísu.

Eyrun einskonar ferilskrá

„Það eru Ísland, Noregur og N-Kórea sem eru þau lönd sem banna atvinnu MMA í dag. Atvinnu hnefaleikar eru ólöglegir, ólympískir hnefaleikar eru löglegir. Hnefaleikar eru löglegir, Jiu-Jitsu er löglegt, wrestling er löglegt en afhverju má ekki keppa í einhverju þar sem þessir þrír kompóndar eru bundnir saman?“ spyr Krummi.

Hvað varðar MMA var farið um víðann völl. Það var talsvert rætt um steranotkun og lyfjaprófanir ásamt því hvort maður gæti yfir höfuð lifað á þessu, orðið atvinnumaður svo auðveldlega. Í því samhengi barst talið að Gunnari Nelson og hans síðasta bardaga en orðið á götunni er að hann hafi fengið um 120.000,- dollara fyrir skatt fyrir bardagan eða um 16 milljónir Íslenskra króna. Sem kannski er ekkert óeðlileg upphæð ef tekið er mið af útlögðum kostnaði við að komast í svona keppni, æfingartími, þjálfarar, uppihald, flugmiðar og fleira.

Gunnar þáttarstjórnandi sagðist vera með svona áferðarblæti eða þráhyggju og spurði Krumma út í þessi einkennilegu eyru sem virðist einkenna marga sem hafa stundað MMA lengi. Hann spurði hvort ekki væri hægt að poppa þeim tilbaka og Krummi sagði svo ekki vera. Málið er að í þessum endalausa núning í þessar glímu endar brjóskið í eyrunum með að brotna og eyrum enda á að missa form sitt, þau eru á vissan hátt flött út. Vinstra eyrað á Krumma er verr farið en það hægra og ástæða þess er að hann hefur verið kýldur svo illa á eyrað svo brjóskið hefur ekki bara brotnað heldur hefur líka blætt inn á eyrað með þeim afleiðingum að vökvinn einfaldlega hefur storknað í sjálfu eyranu með tilheyrandi afmyndun. En hann sagði að þessi einkenni bardagamanna kæmi sér oft vel þegar maður sótti æfingar erlendis til dæmis í ókunnugar stöðvar, þá í raun mætti lesa úr eyrunum hve langt menn væru komnir, einskonar óljós ferilskrá.

„Þetta er bara storknað blóð í rauninni, storknaður vökvi, verður til við núning, hauskúpu við hauskúpu, hauskúpa við olboga eða hnúa eða eitthvað. Þegar þú færð högg eða núning þá brotnar upp úr brjóskinu og það flæðir vökvi undir húðina sem svo storknar.“

Áhættuleikarinn Krummi

Krummi starfar einnig sem áhættuleikari. Það fannst Gunnari einstaklega spennandi enda mikil aðdáandi áhættuleikarans Cliff Booth sem var fyrirmynd áhættuleikarans í myndinni Once Upon a Time in Hollywood eftir Quentin Tarantino. Krummi hefur tekið þátt í nokkrum verkefnum í sínum áhættuleik, ýmist í kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum. Hann segir að kvikmyndabransinn á Íslandi sé í þvílíkum vexti og í raun orðinn í dag miklu stærri en flestir gera sér grein fyrir.

 

Áhættusamur leikur
Ljósmynd: Aðsend

„Hlutir eru mishættulegir en Það sem er helst í þessum slagsmálasenum sem við erum búnir að vera að gera, þá er þetta endurtekningin. Þú ert að negla þér inn í eitthvað, lenda á einhvern ákveðin hátt og svo þarft þú að taka þetta upp 15 sinnum skilurðu frá mimunandi vinklum og öðru og þá ertu bara orðinn svolítið lemstraður.“

Að lokum kemur Krummi með fínt ráð fyrir fólk sem er að velta fyrir sér hvað það eigi að taka sér fyrir hendur, íþróttalega séð.

„Þú verður bara að finna fyrir hnúanum á þér grafast inn í einhvern púða og sjá hvort þú fílar það ekki, gá hvort að það sé ekki skemmtilegra cardio en að hlaupa á einhverju bretti einhverstaðar.“

Þetta skemmtilega spjall má sjá í heild sinni á spilaranum hér fyrir neðan sem og að þú finnur alla þætti Þvottahúsins á öllum helstu streymisveitum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni