Harmleikur í Slippnum þar sem tveir ungir menn létust: Ragnar fellst ekki á að þetta sé sjálfsvíg

top augl

Ragnar Kristján Agnarsson hefur í áratugi barist fyrir því að andlát bróður hans verði rannsakað aftur. Bróðir Ragnars, Einar, fannst látinn ásamt Sturlu Lambert Steinssyni í bifreið við Daníelsslipp í Reykjavík árið 1985. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að þeir hefðu svipt sig lífi með því að tengja slöngu við púströr bifreiðarinnar og sett hana inn í bílinn í gegnum hliðarrúðu. Þeir hafi sem sagt látist af koltvísýringseitrun. Þetta telur Ragnar að standist ekki skoðun. Hann segir sögu bróður síns í viðtali við Hildi Maríu.

Í viðtalinu boðar Ragnar nýjar upplýsingar sem aldrei hafa litið dagsins ljós fyrr.

„Þriðji maður. Það var grunur og hefur alla tíð verið grunur um hann og við vitum hver hann er í dag án þess að það sé ástæða til að nafngreina eða aðhafast við hann. Það er bara þannig ástand hjá honum að okkar mati og langt um liðið og hann faðir barns eða barna. Þannig að við aðstandendurnir höfum ekki viljað hreyfa við honum,“ segir Ragnar í viðtali við Hildi Maríu Sævarsdóttur.

Sjá einnig: Tveir fundust látnir í bíl við Slippinn

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni