Ljósmyndarinn Geiri X skilar skömminni: „Hún nauðgaði mér hrottalega“

top augl

Nýjasti gestur bræðranna Gunnars og Davíðs Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið er Ásgeir Ásgeirsson eða Geiri X eins og hann er gjarnan kallaður. Geiri starfaði sem  ljósmyndari til fjölda ára en myndirnar hans birtust meðal annars hjá Reuters fréttastöðinni. Í viðtalinu fer Geiri yfir erfiða atburði í lífi sínu og eru lesendir varaði við grafískum lýsingum á nauðgunum og pyntingum sem hann hefur orðið fyrir. Fyrirvari. Lýsingarnar eru afar grótískar og ljótar og alls ekki fyrir alla.

„Sjálfsvígssjúkdómurinn“

Ásgeir er öryrki eftir að hafa verið greindur með sjaldgæfa taugasjúkdóminn CRPS sem stendur fyrir Complex regional pain syndrome. Sjúkdómurinn lýsir sér í ofvirkum taugaboðum sem senda stanslaus verkjaskilaboð til heilans. CRPS er sagður valda mestum sársauka af öllum sjúkdómum heims og er stundum nefndur „sjálfsvígssjúkdómurinn“ vegna þess hversu margir þeirra sem fá hann sjá sjálfsvíg sem einu leiðina til að losna við stöðuga verkina – verki sem sagðir eru verri en þeir sem fylgja því að missa útlim eða fæða barn án deyfingar.

„Ég bar auðvitað bara mjög vel á mér en kom heim organdi af verkjum yfirleitt eftir að hafa verið að mynda tónleika eða kannski eitthvað niður á þingi,“ segir Geiri

 

Geiri X með myndavélina sína
Mynd: Pétur Friðgeirsson

Geir hefur meðhöndlað verkina sem geta verið bókstaflega óbærilegir með Oxycontin og CBD olíu. Er hann kynntist fyrst Oxycontin lyfjunum upplifði hann þvílíkan létti en þeim fylgdu gríðarlegar aukaverkanir. Mikið slen sem urðu til þess að hann nánast ekki komst úr rúminu í langan tíma. Nú er hann í gangi með að trappa sig niður af ópiodalyfinu Oxycontin og planið er þegar hann er búin að því að notast aðeins við lyfið í ýtrustu neyð og þá samhliða CBD sem hann segist getað keypt einfaldlega út í Apóteki þessa dagana.  

Sjúkdómurinn kom upp í kjölfar árásar sem hann varð fyrir er hann vann sem dyravörður fyrir nokkrum árum. Á hann réðust 5 til 7 steraboltar eins og hann orðaði það og í árásinni fékk hann mikið högg ofarlega á hrygginn með fyrrnefndum afleiðingum.  Hann segist ekki vita hverjir voru að verki þar sem alltof langan tíma tók fyrir lögreglu að koma á svæðið. 

Fjölkær og pankynhneigður

Ástæða þess að Þvottahúsið hafði samband við Geira og bauð honum í viðtal voru pistlar sem hann skrifaði nýlega á Facebook sem vægast sagt hristu upp í hans nánasta umhverfi sem og víðar. Hann segist sem sagt að í allri þessari umræðu um kyrkingar í kynlífi og kynfræðslu hafi hann ákveðið að koma opinberlega fram með BDSM hneigð sína sem hann er búinn að burðast með í lokuðum skáp í mörg ár. 

Geiri skilgreinir sig sem pankynhneigðan og fjölkæran og aðhyllist BDSM. Segir hann svo frá því að hann og kærastan hafi ákvað að prófa að fjölga í fjölskyldunni með því að fá fleiri einstaklinga inn í sambandið en það fór ekki vel.  

„Við komumst bæði að því fyrir tilviljun að okkur langaði að fjölga og við náðum að fjölga í fjölskyldunni í heilar þrjár vikur en okkur var dömpað því við stóðumst ekki undir væntingum,“ Segir Geiri hlæjandi og bætir svo við. „Það voru vissulega vonbrigði en það er samt ekki furða því ég kannski ekki í neinu líkamlegu ástandi til að vera að leika í einhverjum BDSM leikjum.“

Óblíðar móttökur Stígamóta

Í færslum sínum hefur Geiri einnig sagt frá hryllilegum atburðum sem hafa markað hann alla tíð síðan en honum var þrisvar sinnum nauðgað á hrottalegan hátt. Það sem vekur athygli er að í tveimur tilfellum eru gerendurnir kvenmenn.
Fyrsta brotið átti sér stað er hann var aðeins 13 ára og var gerandinn kvenmaður í nærumhverfi hans. Hann vildi alls ekki fara nánar út í hvernig sú misnotkun hafi farið fram eða af hverjum, sagði það mjög viðkvæmt mál og snerti fjölskyldu hans. Hann hinsvegar fór yfir hvernig viðbrögð Stígamóta voru þegar hann leitaði til þeirra nokkrum árum síðar, í von um einhverskonar hjálp. Þar sagðist hann hafa fengið að vita að það gæti nú varla verið að hann hafi verið misnotaður af konu því hann væri karlmaður og hann hefði bara átt að standa betur í lappirnar og draga sín eigin mörk. Þetta var árið 1991 og spurði Gunnar hvort hann teldi að viðhorf eða viðleitni Stigamóta hefði eitthvað breyst í þessum efnum en Geiri taldi svo ekki vera. 

„Þegar ég er þrettán er ég bara tölvunörd sitjandi inni í herbergi og ég veit að mér verður ekkert fyrirgefið að segja frá því en það var kona í partýinu, eldri kona sem kom inn og misnotaði mig, ég fraus bara.“

Þegar Geiri fann loks hugrekki til að fara til Stígamóta fékk hann óblíðar móttökur.

„Ég enda hjá konu inni í svona litlu rými, segi henni hvað hefði gerst og fékk bara augnaráð tilbaka og hún sagði bara, við getum ekki hjálpað þér, af því að þú ert karlmaður,“ segir Geiri um heimsókn sína til Stigamóta árið 1991 þar sem hann sagði frá þeirri misnotkun sem hann varð fyrir þegar hann var þrettán ára gamalt barn.

Þessa lífsreynslu burðaðist Geir með sem og höfnunina sem hann varð fyrir hjá Stígamótum þar til að hann kynntist manneskjum innan BDSM samfélagsins sem tóku við honum og hjálpuðu honum að skilja, heila og fyrirgefa. Hann komst áfram að eigin sögn úr hjólfarinu sem hann annars hefði spólað fastur í.

 

Geiri 13 ára, aðeins 2 mánuðum eftir fyrstu nauðgunina.
Mynd: Aðsend

„Þar lærði eg upp á nýtt að díla við tifinningarnar, því þær voru eiginlega ekki til staðar, allar í keng eða bara í hnút. Ég vissi ekki hvort ég væri hrifinn eða ekki,“ segir Geiri um ástand sitt er hann kom inn í BDSM félagið, hann bætir svo við. „Svo kemst maður að því að flestir sem leita þarna hafa lent í einhverju og eru einmitt að leita að þessu öryggi og trausti.“

Talið berst að tali um kyrkingar sem hefur verið áberandi undanfarið í fjölmiðlum.

„Þetta er eins og var talað um í sjónvarpinu, talað um kyrkingar, Sigga Dögg að kenna kyrkingar, þetta er bara ekkert leyft í BDSM, fólk verður að gera sér grein fyrir því að BDSM snýst ekkert um svoleiðis.“

Lenti í frægum barnaníðingi

Þegar Geiri er 19 ára lendir hann í því að honum er byrlað eitri á Kringlukránni. Hann rankar við sér mörgum klukkustundum síðar á strætisvagnastoppistöð með blóðugan rass og illa farinn. Minningin um gerandan kom seinna í formi endurupplifana og hann sá hver hefði verið að verki. Maðurinn sem um ræðir var Ágúst Magnússon, hinn alræmdi barnaníðingur. Þessi hryllilega nauðgun lá lengi á sálinni á Geira og óttaðist hann að verða hafnað, fólk myndi ekki túra honum eða taka mark á.

Geiri segir svo frá nauðguninni:

„Ég fer á Kringlukránna með vinum og vinkonu” Einhver setti eitthvað í glas hjá mér og það næsta sem ég man var að það var einhver ungur strákur að draga mig út í bíl. Ég man voða lítið annað en ég man að ég labbaði upp einhvern stiga í einhverju húsi, sá gamla Hagkaup út um gluggan.“

 

Geiri um 18 ára að taka viðtal við Pál Óskar Hjálmtýrsson. Mynd: Aðsend

Geiri heldur áfram. „Það eru svona flashbökkin sem ég hef fengið, en svo fékk ég stóra flashbakkið þegar Kastjós eða Kompás fjallaði um barnaníðing, þá kveikti ég á andlitinu, það var Ágúst,“ segir Geiri og vísar í þekktan níðing að nafni Ágúst Magnússon og bætir svo við: „Ég rankaði eitthvað við mér því hann hafði rekið mig í eitthvað, ég sá bara glottið þegar hann var að toga buxurnar af mér á einhverju svona einbreiðu IKEA rúmi. Ég vaknaði bara í strætóskýli fyrir framan Kringluna nærbuxnalaus í gallabuxum, bekkurinn blóðugur undir mér, ég fer með hendina niður og finn að það fossblæðir úr rassinum á mér.“

„Ég veit ekki og ég þori ekki að tjékka,” svarar Geiri þegar Gunnar spyr hann hvort að Ágúst sé enn á lífi.“

Hrottalegar pyntingar

Síðasta misnotkunin var sú allra hrikalegasta en Geiri átti svo erfitt með að segja frá henni að hann brast í grát og stöðvaði upptökurnar, hann þurfti break. Sagði hann sagði að um leið og hann byrjaði að rifja upp atvikið sæi hann fyrir sér konuna, reiða. En það sem gerðist var að Geiri kynntist konu á stefnumótavef þegar hann var 24 ára gamall. Ákveða þau að hittast og stunda svokölluð BDSM skyndikynni. Hlutverkin voru ákveðin fyrirfram, mörk og leikreglur. Geiri sagðist hafa af einhverri ástæðu læst veski sitt og skilríki í hanskahólfinu á bílnum áður en hann fór inn. Var byggingin í Bolholti en fljótlega eftir að Geiri mætir á svæðið snúast hjólin hratt og hann sem átti að vera dóminerandi aðilinn í þessum leik varð allt í einu ólaður fastur af þessari konu sem var miklu sterkari en hann og greinilega með þaulskipulögð áform. Hún ólaði hann niður og við tók margra klukkutíma nauðgun og pyntingar sem fólu í sér limpumpu, allskonar klemmur, munnkefli og vöðvaslakandi kynlífslyf. Geiri sagðist oft hafa misst meðvitund á meðan þessu stóð af sársauka. Þegar þessi 180 cm háa kona sem hann hefur aldrei séð eftir þetta, hafði lokið sér af henti hún honum út alblóðugum og stórslösuðum. Hann sagðist ekki hafa gengið í heilu viku á eftir og það eina sem í raun hafi komið upp í huga hans á þessum tíma var bara sjálfsmorð sem hann svo hafði ekki hugrekki til að framkvæma.

„Ég verð heimskur og fer á privat.is sem var stefnumótavefur og sé þar þar konu á fertugsaldri sem vill BDSM skyndikynni. Við vorum búin að spjalla um allt á netspjallinu, þar átti ég bara að binda hana niður og flengja, það voru bara þau mörk, hún vildi verða flengd og niðurlægð. Hún var 180 og ég er 174, hún var stærri en ég, hún hefði haft mig í slag sko, hún var það mössuð. Næsta sem ég veit er að hún er búin að festa hendurnar með svona ólum með frönskum rennilásum, stekkur niður og festir fæturnar líka og færir þær í sundur, svona færanlegt á bekknum, svo setur hún munnkefli upp í mig með smá gati, risastórt alveg, þannig að öskrin í mér urðu eiginlega sko eins og svona ýlfur. Ég skal bara orða þetta svona, hún nauðgaði mér hrottalega, það hrottalega að ég gat varla gengið í viku. Hún setti geirvörtuklemmur á mig og festi við munnkeflið á mér það fast á ef ég hreyfði á mér hausinn að þá blæddi. Það leið yfir mig, ég veit ekki hvað oft af sársauka. Hún var meira að segja með popper sem hún setti yfir nefið á mér þannig að þegar ég fór að öskra sem mest að þá þagnaði ég niður,” segir Geiri um þennan hræðilega atburð. Popper er notað við endaþarmsmök en það slakar á vöðvum í líkamanum. Það er ólöglegt hér á landi en hægt er að kaupa það í Bretlandi til dæmis, í næstu kynlífsbúð.

Þetta brot varð aldrei kært, það var aldrei gerð nein áverkaskýrsla á meiðslin sem hann hlaut af þessum ólýsanlegu pyntingum. Hann sagðist einfaldega ekki hafa haft það í sér sökum þess að hann skammaðist sín of mikið og gerir enn. Hann sagðist varla getað sagt bræðrunum í Þvottahúsinu frá þessu og horft í augun á þeim því hann skammaðist sín svo mikið. Fyrir tæplega tveimur vikum kom vinur Ásgeirs, sem hefur tengsl við undirheimana, í heimsókn og sagði honum að þetta atvinnuhúsnæði hafi á sínum tíma verið notað til að fjárkúga karlmenn. Þar var þeim nauðgað og það tekið upp með földum myndavélum, veski þeirra tekið og skilríki og fé svo kúgað út úr þeim með hótunum um myndbandsbirtingar af nauðgununum. Taldi vinurinn líklegt að upptaka væri til af nauðgun hans en vegna þess að Geiri tók ekki veskið með sér inn, hafi ekki verið hægt að kúga fé úr honum og þess vegna hafi konan orðið svona reið. Vinur hans þorði ekki að segja hverjir hefðu staðið fyrir þessu af ótta við þá en þeir eru úr undirheimum Reykjavíkur.

Ömurleg viðbrögð á samfélagsmiðlum

Viðbrögðin eftir að hann kom út með þessar frásagnir á þekktum femínistagrúppum voru sláandi og urðu til þess að hann fékk hálfgert taugaáfall og þurfti að kalla til sálfræðing sem kom heim til hans. Vinkona hans sendi honum skjáskot af veggskilaboðum þar sem yfirlýstir femínistar rengdu frásögn hans og sögðu meira að segja að hann væri með þessu líklega bara að reyna að fría sjálfan sig gegn mögulegri nauðgunarkæru eða ásökunum á höndum hans sjálfs. 

„Á föstudag og dagana á undan voru vinkonur mínar að senda mér skjáskot úr feminískum grúppum, eða svona hópum, þar sem var gert grín að þessu. Karlmönnum er ekki nauðgað, honum hlýtur að hafa þótt það gott, hvað er hann að væla og ein vinkona mín sendir mér skjáskot úr nokkuð stórri grúppu þar sem er gert lítið úr mér. En á föstudag sendir mér ein á feisbúkk messenger frá grúppu sem hún vildi ekki segja mér hver væri en þar stóð að ég hljóti að vera að birta þetta því ég eigi von á ákæru fyrir nauðgun eða eitthvað. Ég hefði bara vilja sleppa við það að það væru til manneskjur sem trúa því ekki að það sé hægt að nauðga karlmönnum. Mér finnst það óeðlileg hugsun hjá nokkurri manneksju að halda því fram að karlmönnum geti ekki verið nauðgað, það hlítur að vera eitthvað alvarlegt að hjá þeim aðila.“

Hann steig fram með sögu sína og segist hafa fengið sama og engin stuðningsviðbrögð nema frá örfáum. Hann hafi fengið mikið af allskonar dónaskap og ofbeldi í einkaskilaboðum sem honum þyki ótrúlega leiðinlegt og sárt því það eina sem hann segist vera að reyna að gera er að segja hlutina upphátt, skila skömminni, því hans mesti ótti er að deyja úr sjúkdómnum sem hann þjáist svo illa af alla daga og taka með sér þessi leyndarmál ósögð. Einnig segist hann vona að fleiri karlmenn með svipaða reynslu öðlist hugrekki til að stíga fram og tala opinberlega um sinn sársauka í stað þess að bera hann í hljóði í ótta við einmitt að verða ekki tekin trúarlegur, látið njóta vafans eins og hinir svokölluðu feministar hafa undirstrikað svo mikið sem hinu einu réttu leið í allri þessari metoo byltingu, að fórnalambinu sé alltaf leyft að njóta vafans.

„Ég skammast mín fyrir þetta dagsdaglega, ég get ekkert gert við skömmina, ég sagði ekkert, ég kærði ekkert, ég gerði ekkert.“

Gunnar spurði Geira hvort hann finndi fyrir reiði í garð feminsta. „Á föstudag hefði ég sagt já en í dag segi ég nei, ég vorkenni þeim,” segir Geiri og undirstrikaði í viðtalinu að hann hefði ekki fengið neinn stuðning nema frá einni manneskju, feminista í kjölfar þessara færslna sem hann birti. „Ég er ekkert fúll út í feminista, ég er bara sár útaf því að það er alltaf sagt að eigi að sýna þolendum stuðning, en hvar var stuðningurinn þegar ég kom fram, var útaf því að ég er með typpi en ekki píku?“ Segir Geiri í lokin og bætir við: „Karlmönnum er líka nauðgað segir Geiri og þeir, eins og öll fórnarlömb ofbeldisverka eiga þann rétt að einmitt njóta vafans og vera tekin alvarlega, óhað kyni, kynhneigð, aldri og samfélagsstöðu.“

Hér fyrir neðan má hlusta á þetta átakalega viðtal í heild sinni:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni