Logi Einarsson um fylgishrun Samfylkingar: „Ég held að við höfum færst of mikið í fang eftir hrun“

top augl

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er gestur Mannlífsins með Reyni Traustasyni. Hann fæddist og ólst upp á Akureyri á 6. áratugnum. Árin liðu fyrir norðan og út um allan heim og stákurinn stækkaði og þroskaðist. Og hann var meðlimur hljómsveitarinnar Skriðjökla um tíma. Löngu seinna varð hann formaður Samfylkingar eftir að hafa bjargað flokknum frá algjöru hruni með því að ná kjöri sem þingmaður í Norðausturkjördæmi. Logi er frá Akureyri, rétt eins og Samherji, sem er til rannsóknar vegna meintrar spillingar. vað finnst Loga um það?

Hann rifjar upp stofnun þeirrar vinsælu hljómsveitar og sukkið sem fylgdi.

„Þá runnu saman tvær fimm til sex manna klíkur og við bjuggum til Skriðjökla. Fyrst og fremst held ég nú að það hafi verið gert til þess að komast ókeypis inn í Atlavík og svo varð ekkert aftur snúið. Þetta varð furðulega vinsælt miðað við hvað þetta var nú efnisrýrt. En við höfðum gaman og í nokkur ár var þetta til og við ferðuðumst um landið og okkur gafst tækifæri til þess að vera í samvistum. Þetta var meira eins og félagsheimili. Við vorum orðnir 10 og það var ekki hægt að koma öllum á hljóðfæri og þá var farið í að velja þá sem voru skástir á hljóðfæri og við hinum fengum bara annað hlutverk. Ég var látinn dansa og einn annar, einn var í miðasölunni og einn keyrði rútuna. Það var enginn skilinn út undan. Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið jafnaðarmennskan í hnotskurn,“ segir formaðurinn sem segist vera slarkfær á gítar.

Logi flutti svo til Noregs tveimur eða þremur árum eftir stofnun Skriðjökla þar sem hann lærði arkitektúr. „Það var samt þannig að þegar ég kom í jólafrí eða sumarfrí þá var alltaf kallað í mann „komdu með“.“

Fylgdi Skriðjöklum mikið sukk?

„Eftir á að hyggja þá óska ég ekki eftir því að börnin mín geri þetta. En flestir höfum við þroskast frá því. Við vorum margir í íþróttum líka samhliða þessu og það varð einhver hemill á þessu. Auðvitað ekki sá standard sem gerður er á íþróttamenn í dag, enda urðum við ekkert sérstaklega góðir, en það varð þó til þess að við urðum að passa okkur til að verða leikfærir. “

Samfylkingin komin nær miðjunni

Fylgi Samfylkingarinnar var 32% þegar baráttan stóð sem hæst og svo hrundi allt. Logi var bjarghringurinn fyrir norðan sem bjargaði því að flokkurinn hvarf ekki. Hvað klikkaði?

„Ég held það hafi verið margir samverkandi þættir bara eins og alltaf þegar maður einhvern veginn lendir í óhappi. Við þekkjum öll þær aðstæður þegar maður stendur í eldhúsinu og maður sér að bollinn er að detta og í staðinn fyrir að láta hann bara detta þá seilist maður eftir honum og rífur í rafmagnssnúruna í leiðinni og rennir svo á kaffinu og slær niður borðið og allt. Ég held að við höfum færst of mikið í fang eftir hrun þessi ríkisstjórn sem þá var. Ég held að samtímis því að vera að sækja um aðild að Evrópusambandinum ætla að gjörbreyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og sammþykkja nýja stjórnarskrá hafi kannski verið of mikið fyrir þjóð sem auðvitað tróð bara marvaðann“.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni