Matilda hefur stundað kynlíf með eiginmanni sínum á hverjum einasta degi í 14 ár

top augl

Nýjasti gestur Þvottahússins sem er einnig hundraðasti gestur Þvottahússins er engin önnur en markþjálfinn, nándarinn, snertarinn Matilda Gregersdotter.

Kynlíf á hverjum degi

Matilda og maðurinn hennar sem eiga fjögur börn saman, tóku þá djörfu ákvörðun fyrir um 14 árum síðan að stunda kynlíf saman á hverjum einasta degi. Þau hafa haldið það út æ síðan með fáum undantekningum ef einhver er veikur eða erlendis. 

Þessi samheldni og stöðuga nánd þeirra á milli hefur ekki bara gjörbreytt hjónabandinu og þeirra samskiptum heldur hefur Matilda náð að beisla vissri stjórn á kynorkuflæði líkamans og segist upplifa stöðugt visst streymi kynorku og geti með hugsun einni saman sett af stað fullnægingar af mismunandi styrkleikum. 

Matilda er ásamt því að vera frumkvöðull á svið markþjálfunar á Íslandi, heldur einnig hina ýmsu viðburði tengda snertingu og nánd. 

Gunnar: „Ég skrifa hér hjá mér, þú er markþjálfi frá Stokkhólmi sem hefur búið á Íslandi um nokkurt skeið. Þú ert gift íslenskum manni og saman tóku þið þá djörfu ákvörðun árið 2008 að þið skylduð stunda kynlíf á hverjum einasta degi og sjá þannig frá fyrstu hendi hvaða áhrif reglulegt kynlíf hefði á líf ykkar og hjónaband.“

„Já, það var enginn sem vissi þá að þetta myndi endast í svona mörg ár. Þetta var bara tilraun,“ svaraði Matilda brosandi.

Davíð: „Nú eru liðin 14 ár, eruð þið ennþá að gera það einu sinni á hverjum degi?“

Matilda svaraði því játandi og hló og bætti við „Að minnsta kosti segi ég.“
Aðspurð hvort maðurinn hennar fái frípassa daginn eftir ef þau stunda kynlíf tvisvar sinnum einn daginn, sagði Matilda það ekki vera.

Davíð vildi ólmur vita hvernig þau hjónin skilgreini kynlíf, hvort það þýðir alltaf samfarir.

„Við erum mjög hefðbundin. Þetta snýst bara um að orkan í líkamanum að fá að vera til staðar,“ svaraði Matilda að bragði.

Er bræðurnir spurðu hana hvort það væri einhver fyrirfram ákveðinn tími sem þau hjónin velji til að stunda kynlíf, neitaði hún því en að oft gerist það þegar þau eru að vakna á morgnana og svo sofni þau bara aftur. „Þannig að þetta er hinn fullkomni snooze-takki,“ sagði Davíð og Matilda svaraði því játandi og skellihló.

Davíð spurði Matildi hvernig þau hjónin gætu látið þetta ganga í öll þessi ár, verandi í vinnum og með fjögur börn. Til dæmis ef einhver er með ælupest, hvort þurfi þá að stunda kynlíf þann daginn. „Nei, ef einhver er veikur má auðvitað sleppa,“ svaraði hún og hélt áfram. „Og ef við erum erlendis, frá hvoru öðru, þá má sleppa.“

Já-leikurinn

Gunnar spyr hvað hafi orðið til þess að þau hjónin tóku þessa ákvörðun, eftir að hafa verið saman í 15 ár, að stunda kynlíf á hverjum degi.

„Ég skal segja ykkur frá leik sem við förum stundum í sem við köllum já-leikinn. Ég tók eftir því, vegna þess að öll mín tilvera snýst um að vaxa sjálf og hjálpa öðrum að vaxa, hvernig sambönd þróast oft og vaxa, þá myndast oft gjá milli fólks af því að maður segir nei“ og nei, þetta er þitt og þetta er mitt, þú gerir þetta, ég geri þetta“, og alls konar valdaleikrit, útskýrir Matilda og heldur áfram: „Og ef þú vilt leika það leikrit við mig, þá er ég bara farin. En ef við snúum þessu við og förum í já-leikinn. Þá kemur kannski tillaga sem að snýr öllu á hvolf hjá mér, þá er mín vinna að reyna að finna leið til að geta sagt já við þessu. Og sama þegar ég kem með tillögu. Og hann kemur til mín með grein, árið 2008 sem hjón skrifuðu en þar sögðust þau stunda kynlíf daglega. Og hann sýnir mér þetta og stingur upp á við gerum þetta. Fyrstu viðbrögð mín voru þau að mér þótti þetta svolítið mikið skrítið,“ sagði Matilda og hló og bætti svo við: „En … já prófum! Og það var ekki aftur snúið því það breytti svo miklu með það hvernig mér leið yfir daginn.“

Gunnar spurði Matildu hvort þau hafi gert þetta til að ná einhverju ákveðnu marki eða hvort þetta hafi átt að leysa eitthvað ákveðið vandamál í sambandinu en því neitaði hún og sagði að enn þann dag í dag, er ekkert markmið með þessu hjá þeim. Sagðist hún að þessi tilraun þeirra hefðu til að mynda hjálpað sér með sína nándarþörf, þörf hennar fyrir knúsum og snertinum hefði minnkað því þau hjónin mættust svo vel í kynlífinu að hún er sátt í sólarhring á eftir. Þá sagði hún einnig að þau hjónin væru dínamísk eins og margir og þau rífist alveg eins og önnur pör en það að stunda kynlíf á hverjum degi hjálpi þeim að ná sáttum fyrr en ella.

Snertiskólinn

„Hvað er fullnæging?“ spurði Gunnar Matildi, sem fagnaði mjög spurningunni. „Þetta er akkurat það sem ég vil ræða og lýsa í sýningu minni, Snertiskólinn. Ég vissi ekki að það væri hægt að líða svona. Eins og mér líður í dag. Það sem gerist er að við byrjum að hafa þetta aktivited, að mætast á hverjum sólarhring skilurðu. Og svo opnast líkaminn þinn og ég bara fattaði ekki hvað var að gerast. „Er eitthvað að mér, á mér að líða svona?“, ég var bara turned on allan tímann. Þannig að þá sótti ég í manneskju sem vissi meira um þetta, tók manninn minn með á námskeið og þar sá ég að já, það er hægt að líða svona, maður þarf ekki að hætta að vera turned on. Maður getur haft mikla viðvarandi orku og vera eins og hringrás. Og það er það sem mig langar að gefa fólki. Það er hægt að anda inn og vera í mikilli orku allan tímann. Þetta er bara lífsorkan.“ Matilda tekur hina leiðina sem dæmi, akkurat öfugt, kynlífið er búið og þá krossleggur maður bara fæturnar, þetta er búið og ekkert í gangi.

Á morgun, þriðjudaginn 6. desember er Matilda með það sem hún kallar sýningu sem nefnist Snertiskólinn í Tjarnarbíói. „Ég er að taka svolítið stórt skref. Ég ætla að bjóða fólki að koma og ræða þessa hluti. Eða hlusta á umræður um málið. Þetta er bæði málþing og öræfingar.“ Matilda segist alltaf hafa viljað taka þátt í leikhúsi þegar hún fer á sýningar og þess vegna finnist henni sniðugt að hafa öræfingar til að leyfa fólki að taka þátt. „Þannig að það verða dæmisögur og orðræður um greddu, fullnægingu, unað og fleira og kannski sýnishorn af því hvernig við snertum hvort annað án þess að vera of næm. Og svo eru það öræfingarnar og þetta er klukkan 20:30 um kvöldið í tvo klukkutíma í Tjarnarbíói og heitir Snertiskólinn.“

Segir Matilda aðspurð að já, áhorfendur munu snerta hvort annað en bara örlítið, til dæmis hendur hvors annars. „Það er óvenjulegt en það stendur í lýsingunni og á ekki að koma neinum á óvart.“

Hægt er að horfa á þetta afar áhugaverða viðtal í heild sinni hér fyrir neðan:

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni