Ný von í baráttunni við riðuveiki

top augl

Ný von í baráttunni við riðuveiki kviknaði á dögunum þegar hópur fólks fann verndandi arfgerð í íslenskum hrúti.

Stefanía Þorgeirsdóttir líffræðingur að Keldum er gestur Spjallvina Guðna Ágústssonar að þessu sinni en hún var hluti af hópi fólks sem hefur unnið að rannsóknum á þessari arfgerð sem ber heitið ARR.

Riðuveikin er prótínsjúkdómur en prótínið sem um ræðir er í okkur öllum og því erfitt að þróa bóluefni gegn henni vegna þess hversu séhæft það þyrfti að vera. Prótínið hefur með taugaboð og öldrun að gera og sem slíkt skaðlaust en þegar það umbreytist harðnar það, safnast upp, veldur skaða og verður smitandi.

Riðuveikin hefur ekki fundist í nokkrum sóttvarnarhólfum á Íslandi og er það mat Stefaníu að þar sem innan þeirra hafi fundist kindur sem voru útsettar fyrir smiti megi telja að varnir við mörk hólfanna hafi borið árangur.

Verði hægt að rækta fé undan einstaklingum sem arfgerðina bera verður jafnvel hægt að útrýma riðuveiki á Íslandi. Hrúturinn sem um ræðir á von á afkvæmum og það verður því spennandi að sjá hvaða áhrif þau munu hafa á áframhaldandi rannsóknarvinnu og telur Stefanía að sú vinna gæti tekið um tíu ár.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni