Skuggabörnin 18 árum síðar: Kristín horfði upp á son sinn þegar hann myrti sambýlismann hennar

top augl

Árið 2005 komu samhliða út bókin og heimildarmyndin Skuggabörn. Myndina fjallar um gerð bókarinnar en hana gerðu Jóakim Reynisson og Lýður Árnason í samstarfi við Þórhall Gunnarsson. Efnistökin voru fíkniefnaneysla hérlendis á þessum tíma og meðal annars skyggnst inn í líf einstaklinga sem voru í neyslu.

Nú tæpum 20 árum síðar skyggnumst við inn í líf sumra þeirra einstaklinga sem komu fram í upprunalegu útgáfunni í þáttunum Hvað varð um Skuggabörn og að því tilefni sýnum við myndina í fullri lengd.

Myndina má sjá hér.

Í þessum fyrsta þætti tekur Reynir Traustason viðtal við Kristínu Guðmundsdóttur sem kom fram í myndinni sem aðstandandi dóttur sinnar en öll börn hennar ánetjuðust fíkniefnum. Síðan myndin kom út hefur annar sonur hennar fundist látinn, sem má rekja beint eða óbeint til fíkniefnaneyslu, og annar afplánar nú fangelsisvist fyrir morðið á fyrrum sambýlismanni hennar á Spáni árið 2020.

Kristín lýsir meðal annars þeim skelfilegu atburðum sem leiddu til morðsins. Sonur hennar hafði verið á götunni og hringdi í hana sem leiddi til þess að hún og sambýlismaður hennar tóku ákvörðun um að sækja hann til Íslands. Á meðan hann dvaldi hjá þeim fór vel á með þeim öllum en á einhverjum tímapunkti ákvað sonurinn að fara og dvelja hjá vini sínum.

Nokkur tími leið þar sem þau heyrðu ekkert af honum en einn daginn vöknuðu þau við brölt við hliðið hjá þeim. Þau hringdu á lögregluna en áður en þau vissu af braut maður sér leið inn til þeirra.

Þá sjáum við bara að það kemur maður og hann heldur á gaskút. Hann brýtur rúðuna með gaskútnum og ræðst inn og ræðst á sambýlismann minn. Ég kveiki ljósin … og þá er hann búinn að ráðast á sambýlismann minn.

Þá sá hún að þetta var sonur hennar.

Skelfingin var svo hræðileg að það er ekkert hægt að lýsa því. Ég varð einhvernveginn á þessu augnabliki bara örmagna en ég reyni samt að ganga á milli og þá snýr hann hendinni með hnífnum og hann hefði vaðið í mig ef ég hefði farið nær.

Hér má sjá þáttinn í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni