Séra Davíð Þór Jónsson: Hótun hlýtur að fela í sér að maður sé í aðstöðu til að láta verða af henni

top augl

„Ég sagði það nú ekki. Ég vitnaði í orð Marthins Luthers Kings sem sagði að heitustu staðirnir í helvíti væru fráteknir fyrir þá sem ekki taka afstöðu gagnvart siðferðislegu ófremdarástandi,“ segir séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, spurður um vítisvist og ríkisstjórnina.

Í kvöldviðtali Mannlífs ræðir Reynir Traustason við séra Davíð Þór Jónsson sem fer um víðan völl eins og honum einum er lagið.

„Ég vitnaði líka í Madeleine Albrigth sem sagði að það væri sérstakur staður í helvíti fyrir konur sem hjálpa ekki konum. Þetta er bara orðtak að það sé sérstakur staður í helvíti fyrir þessa og hina,“ segir séra Davíð Þór og bætir við: „Það varð allt vitlaust, já, af því að þið hafið litið svo á að ég væri með lyklavöld að helvíti og ég væri búinn að panta svíturnar þar fyrir ríkisstjórn Íslands. Og það er kallað „hótanir“ sem ég skil ekki alveg. Hótun hlýtur að fela það í sér að maður sé í aðstöðu til þess að láta verða af henni, er það ekki?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni