Sigmundur Ernir skammar Rússa í fánamálinu: Ritstjórinn stefnir á hæsta fjall Afríku

top augl

„Þetta var gert til þess að hræða og hræða aðra í kringum okkur á hinum Norðurlöndunum og víðar í frjálsri Evrópu upp á að gæta sín; fara ekki að birta svona myndir – það gæti haft eftirmál. En við eigum bara að standa í lappirnar,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, í hlaðvarpsviðtali við Reyni Traustason þegar þeir ræða um afskipti rússneska sendiráðsins hér á landi í kjölfar þess að Fréttablaðið birti mynd af rússneska fánanum sem var Rússunum ekki að skapi. Hann skammar Rússa og segist ekki hvika frá því að birta fréttir og myndir sem eigi erindi við almenning.

„Ég hef verið í blaðamennsku í yfir 40 ár og hef aldrei fengið tilskipanir frá sendiráði á Íslandi sem vill hlutast til um það hvaða myndir við birtum og hvaða myndir við birtum ekki.“

Sigmundur segir jafnframt; „að honum finnist þetta ekki vera aðför að Fréttablaðinu í sjálfu sér. Mér finnst þetta aðför að íslenskum fjölmiðlum. Ég tók sérstaklega eftir því að íslenskir fjölmiðlar stóðu saman allir sem einn gegn þessari aðför og það er vel og ég tek hann minn ofan fyrir íslensku fjölmiðlafólki fyrir að sýna samstöðu á svona stundum þegar sótt er að með einræðislegum tilburðum að frjálsri fjölmiðlun. Og frjáls fjölmiðlun er einn af hornsteinum lýðræðis og mannréttinda.“

Sama dag og bréfið frá rússneska sendiráðinu barst var vefurinn, frettabladid.is, tekinn niður og segir Sigmundur Ernir að hann hafi hökt fram eftir morgni. „Það kom jafnframt hótunarbréf í okkar ritstjórnarpóst væntanlega frá rússneskum þjóðernissinnum sem sögðust ætla að taka vefinn algerlega niður klukkan 12 samdæturs að Moskvutíma; klukkan níu um kvöldið að okkar tíma. Og það gekk ekki eftir. Það varð engin árás á vefinn á þeim tíma þannig að þetta var í orði kveðnu til þess að skapa ótta.“ Sigmundir Ernir segir að fundað hafi verið með utanríkisráðuneytinu, netöryggisþjónustu ríkisins og ríkislögreglustjóra.

Sigmundur Ernir er önnum kafinn maður. Hann er er ritstjóri, rithöfundur og sjónvarpsmaður. Svo klýfir hann fjöll sér til ánægju. Í næsta mánuði er hann á leið á Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku.

Viðtalið má hlusta í heild sinni í spilaranum hér að ofan, en viðtalið verður svo birt í heild sinni í fyrramálið á vefnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni