Fertug Sigurlaug fór tvisvar í öndunarvél: Síminn fór á uppfærslu þegar hún hringdi í Neyðarlínu

top augl

Eftir að hafa greinst með Covid-19 sjúkdóminn fékk innanhússtílistinn og fimleikastjarnan fyrrverandi, Sigurlaug Helga Guðmundsdóttir, bráða lungnabilun í tvígang með þeim afleiðingum að henni var tvívegis haldið sofandi í öndunarvél.

Nokkrum dögum eftir að hún fékk greiningu á því að hún væri með Covid-19 fór henni að hraka og lífsmörk hennar langt undir eðlilegum mörkun. Blá á vörunum og illa haldin seildist hún eftir símanum sínum til að hringja á Neyðarlínuna en ekki vildi betur til en að þá fór síminn hennar að uppfæra sig sem olli því að það tók hana um tuttugu mínútur að ná sambandi.

Skelfingu lostin var hún flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku en þar þurfti hún að bíða hátt í klukkustund til að fá aðhlynningu.

Sigurlaug lýsir margra mánaða þrautagöngu sinni hér í Mannlífinu með Reyni Traustasyni. Það má með sanni segja að hún hafi komið nokkuð heil frá þessu sé kraftaverk. Forsíðugrein um Sigurlaugu er að finna hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni