Sjóarinn – Friðgeir stjórnaði leitinni að Pólstjörnunni þar sem tveir létust: „Það tók mikið á“

top augl

Gestur Sjóarans að þessu sinni er Friðgeir Höskuldsson, skipstjóri og útgerðarmaður frá Drangsnesi. Hann hefur stundað útgerð frá því hann var ungur maður, eða í hartnær hálfa öld. Hann er enn með sömu kennirtöluna og það hefur aldrei hvarflað að honum að selja útgerðina eða kvótann.

Þáttinn má sjá í heild sinni á efnisveitu Mannlífs.

Friðgeir segir frá því þegar hann strandaði eitt sinn skammt frá höfninni á Drangsnesi. Minnstu mátti muna að hann léti lífið þegar bátur hans lagðist á hliðina og stýrishúsið fylltist af sjó. Annað mál fékk þó mun meira á hann en háski sem hann lenti í sjálfur.

Friðgeir stjórnaði leitinni þegar Pólstjarnan frá Hamarsbæli fórst. Friðgeir fór fyrst til sjós með skipstjóra Pólstjörnunnar. Tildrögin voru þau að eftir að eldur hafði komið upp í frystihúsinu á Drangsnesi þurftu allir þaðan að landa á Hólmavík. Þar sem áhöfn Pólstjörnunnar vissi að það yrði löndunarbið ákváðu þeir að snúa undan í sunnan strekkingi.

Þegar ekkert spurðist svo til Pólstjörnunnar fóru menn að leita og höfðu samband við Landhelgisgæsluna. Ekkert varðskip var á svæðinu þannig að þeir fólu Friðgeiri að skipuleggja leitina en eftir níu tíma fannst björgunarbáturinn og ljóst var að báðir mennirnir á bátnum höfðu farist.

„Já við vorum búnir að vera níu tíma og þá fundum við björgunarbátinn. Við vorum búnir að finna brak úr honum, drasl sem hafði losnað af þilfarinu. Hann hafði bara kantað bara þarna inn á firðinum einhversstaðar. Alveg svakalegt, það tók mikið á.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni