Halldór Hafdal Halldórsson: „Það var enginn til frásagnar, ég bara rankaði við mér á bólakafi“

top augl

„Hvað ber hæst í sjómennskunni?“ spyr Reynir Traustason Halldór Hafdal Halldórsson. „Það er af ýmsu að taka eftir langan tíma. Andskotinn, ég man það ekki.“

Halldór Hafdal Halldórsson er gestur Reynis í Sjóaranum í kvöld. Halldór segir frá sjávarháska, kokki sem bjargaði honum, tannlækningar á hafi úti, líkfund og mörgu fleira áhugaverðu og spennandi.

Þetta er langur ferill og góður. 30 ár.

Hvað með sjávarháska?

„Það var allur andskotinn sem gekk á. Ég í sjálfu sér lenti ekki oft í einhverjum sjávarháska þannig en þó; ég lenti einu sinni í sjónum og synti á eftir bátnum úti við Eldey. Þá var ég á Haferninum frá Keflavík. Á snurvoð. Við vorum að láta voðina fara út við eyju og ég var aftur á rassgati og var að henda út voðinni. Eitthvað gerðist; ég hef aldrei áttað mig á hvað gerðist. Það sá þetta enginn þannig að það var enginn til frásagnar, nema bara það að ég rankaði við mér á bólakafi. Ég man ekki neitt. Ég hlýt að hafa rotast; ábyggilega lent í gálganum eða eitthvað. Og líklegast hefur togið skotist undir rassinn á mér þegar það strekkti á því og bara þeytt mér fyrir borð. Ég opnaði augun og það var allt grænt í kringum mig. Ég byrjaði að synda og kom nú fljótlega upp.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni