Hlöðver Haraldsson á Hólmadrangi og hjátrúin: Skipaði kokknum að henda sviðahausunum í sjóinn

top augl

Hlöðver Haraldsson er oft kenndur við Hólmadrang þar sem hann var skipstjóri um árabil. Hólmadrangur var annar af fyrstu frystitogurunum sem Íslendingar eignuðust. Hann er nýjasti gestur Reynis Traustasonar í hlaðvarpinu Sjóarinn. Hér má lesa brot úr viðtalinu eða hlusta á það í heild sinni.

Svo varð Hlöðver sjómaður að atvinnu. Frændur hans áttu bát í Ólafsvík og þar var hann með þeim á vertíð á netum, snurvoð og trolli.

„Ég lærði náttúrlega helling af þeim. Svo keyptu þeir stærri bát og við voru á vertíð um veturinn á netum og svo var farið á troll um sumarið og það var ráðinn togaraskipstjóri, Haukur Hallvarðsson. Ég var stýrimaður. Hann var hörku kall og ég lærði mikið af honum. Þá fórum við á trollið og þá byrjaði netavinnan.“

Þarna var Hlöðvar búinn að fara í Stýrimannaskólann. Svo tók hann fljótlega flugið sem skipstjóri.

„Ég ætlaði mér nú aldrei að verða skipstjóri. Það var ekki takmarkið. Ég var búinn að kynnast ýmsu; ég var búinn að fara með skipstjórum sem maður hugsaði með sér hvers konar rosalegu hörkukarlar þetta væru. Það sem skeði er að það kom togaraverkfall; allir togararnir sigldu inn í Reykjavíkurhöfn og karlinn var togaraskipstjóri og kom í land til að taka þátt í verkfallinu.“

Á bátnum.

„Já. Þá var enginn skipstjóri og ég varð að taka við og var ekki einu sinni búinn með fullan tíma sem stýrimaður. En við fengum undanþágu. Þetta tókst mjög vel og við fylltum bátinn og fórum í siglingu til Belgíu. Þá kom karlinn; þá var verkfallið búið.“

Og ferillinn var hafinn.

Og ég kenndi sviðunum um.

Hlöðver talar um hjátrú afa síns.

„Kallinn, afi, var búinn að kenna mér að trúa á hitt og þetta. Ég missti einu sinni trollið á sunnudegi; engin festa. Ég tók eftir einu en það var að það voru svið í matinn í hádeginu. Einhvern tímann seinna voru aftur svið í matinn og þá fékk ég grjót í pokann og og missti hann. Og ég kenndi sviðunum um. Þannig að þá kom hjátrúin og þá bannaði ég svið.“

Eitt sinn átti Hlöðver skipstjóri að vera í fríi en það breyttist. Þá hafði kokkurinn hugsað sér gott til glóðarinnar og hafa svið í matinn. Hlöðver sagði kokkinum að henda þeim í sjóinn. „Ég hjálpaði honum að vera öruggur með að hver einasti haus færi í sjóinn.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni