Sjóarinn: Seinasta veiðiferð Eyjólfs á Vestmannaey: „Það fossaði blóð út úr afturendanum á mér“

top augl

„Ég hætti bara vegna þess að heilsan klikkaði hjá mér,“ segir Eyjólfur Pétursson, nýjasti gestur hlaðvarpsins Sjóarinn. Eyjólfur er yngstur Íslendinga til að verða togaraskipðstjóri. Rétt rúmlega tvítugur stóð hann í brúnni á síðutogara.

Hann var skipstjóri á skuttogaranum Vestmanney frá árunum 1972-1991. Eyjólfur er annálaður aflamaður. Hann var ekkert á leiðinni í land þegar áfallið dundi yfir í miðri veiðiferð á Vestmannaey.

Togarinn Vestmannaey sem Eyjólfur stjórnaði um árabil. Mynd: Þórhallur. 123.is

 

„Ég veiktist alvarlega út á sjó. Það fossaði blóð út úr afturendanum á mér, en ég var með krabbamein í ristlinum. Ég var heppinn að æxlið sprakk sjálft. Æxlið var svo fjarlægt þegar 10 cm voru skornir af ristlinum, botnlangameginn og æxlið tekið út, en það var illkynja. Það hefur aldrei fundist neitt síðan. Það var lán í óláni að það skildi fara að blæða úr því. Læknirinn sagði að: ef þetta hefði fundist eftir 10 ár, þá hefði ég verið hætt kominn og krabbinn sennilega búin að breiða sig út í önnur líffæri“.

Þú ert þá hætt kominn á þessari stundu? „Ég var fluttur í land í snatri með þyrlu, en ég man ekkert eftir því – ég var hálf rænulaus.“

Gerðist það þá að nóttu til?

„Ég var búinn að vera í tvo daga með það sem ég kalla „bombuveiki,“ inn og út af salerninu. Svo fannst mér liturinn farinn að verða svolítið skrítinn, en það endaði svo á því að það kom bara blóð. Klósettskálin var orðin alveg rauð. Þá fór ég upp og talaði við Bigga stýrimann og lýsti þessu fyrir honum. Ég hélt í fyrstu að þetta væri gyllinæð. Þá kallaði ég í talstöðina í Vestmannaeyjaradío og lýsti þessum veikindum. Læknirinn spurði mig, hvar við værum staddir. Ég sagði honum það. „Hvað ertu lengi í land?“ Ég sagði honum það“. Læknirinn skipaði honum að hætta veiðum og halda strax á fullri ferð til lands. Hann sagðist senda þyrluna til hjálpar.  Þá sagði Eyjólfur: „Ertu eitthvað klikkaður, þetta er bara ég.“ „Það er alveg sama hvort að það ert þú eða einhver annar“.

Eyjólfur Pétursson skipstjóri.

Skömmu eftir að samtalinu við lækninn lauk missti Eyjólfur meðvitund og man ekkert frá því hann kom um borði í þyrluna og þar til þyrlan lenti í Reykjavík.

„Ég rankaði við mér á Reykjavíkurflugvelli og spurði hvar er ég? Ég er alveg klár á því, að ef þetta hefði ekki gerst, þá væri ég ekki á lífi í dag. “

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni