Sjóarinn: Hetjulund og sorg í þorpinu: Hannes Oddsson var á reki í gúmmbáti í ofsveðri í 30 tíma

top augl

Hannes Oddsson skipstjóri gekk í gegnum miklar raunir þegar bátur hans, Mummi ÍS 366, sökk út af Vestfjörðum. Þeir lögðu úr höfn á hádegi í meinleysisveðri. Engan óraði fyrir því hvað beið sex manna áhafnarinnar á Mumma sem lagði á hafið snemma á laugardagsmorgni í lok október. Ætlunin var að veiðiferðin stæði stutt og skipverjarnir yrðu kiomnir heim síðdegis.

Fjórir úr áhöfninni fórust en tveir komust á kjöl. Með miklu harðfylgi og nánast fyrir kraftaverk tókst þeim að komast í gúmmbát. Þeir voru á reki í ofsaveðri í 30 klukkustundir áður en tókst að bjarga þeim, hröktum og köldum. Tveir bátar frá Flateyri fórust um sama leyti. Sæfell ÍS hvarf í hafið skammt frá Horni. Þetta er frásögn af mikilli sorg í þorpinu og hetjulund. Hannes segir sögu sína í Sjóaranum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni