Skipstjórinn og heimshornaflakkarinn Axel Jónsson: Gifti þýskan greifa á báti í Berlín

top augl

Stórkapteinninn, Hornfirðingurinn, heimshornaflakkarinn og fyrrum útgerðarmaðurinn Axel Jónsson er gestur Sjóarans að þessu sinni.

Axel hefur á löngum ferli komið víða við, bæði sem skipstjóri og útgerðarmaður, en auk þess að eiga farsælan feril til sjós hér á landi hefur hann líka sótt sjóinn frá Króatíu og Suður-Ameríku.

Í dag beinir hann kröftum sínum að ferðamannaiðnaði í Hornafirði, þar sem hann er fæddur og uppalinn, en útilokar ekki að hann eigi afturkvæmt í útgerð því maður eigi aldrei að segja aldrei.

Eitt sinn var hann í hestaferð með stórsöngvaranum Helga Björns en með í för var þýskur greifi. Það barst í tal að Axel, sem skipstjóri, hefði réttindi til að framkvæma hjónavígslur. Það greip greifinn á lofti og sagði við Axel að þegar hann myndi gifta sig vildi hann fá Axel til verksins.  Hann jánkaði því auðvitað. 4-5 árum síðar þegar hann var úti í Króatíu kom símtalið.

Jæja Axel, 20. maí þá ætla ég að gifta mig og þú kemur“.

Axel reyndi að komast undan þar sem þeir þyrftu að vera úti á sjó utan 12 mílna og sýslumaður þyrfti að blessa þetta. Greifinn sagði það ekki vera vandamál því það rynni á í gegnum Berlín. Hann myndi leigja bát og vígslan færi fram þar.

Það var því ekki undan þessu komist þannig að Axel fékk lánaðan skipstjórajakka með fjórum strípum og öllum gullborðunum, skellti sér í buxur og flaug til Þýskalands.

Ég gat aldrei lært þetta á þýsku þarna Villt þú Sveinn eiga Körlu eitthvað blablabla þannig að Helgi [Björns] var búinn að útbúa svona blað svo ég gæti gert þetta. Svo var svaka partý um nóttina en resultið er ekki gott á mínum giftingum; þau skildu.

Þáttinn má sjá í heild sinni á hlaðvarpsveitu Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni