Steini í Quarashi stofnaði fyrsta bandið 9 ára: „Það er taktur í mér og tónlist“

top augl

Nýjasti gestur bræðranna Gunnars og Davíðs Wiium er engin annar en skeitarinn og tónilstarmógúllinn Steinar Fjelsted eða Steini í Quarashi eins og hann er gjarnan kallaður.

Steinar Fjeldsted

Steini byrjaði að skeita og búa til tónlist ungur. Hann talaði um að hafa stofnað sínu fyrstu hljómsveit, Alkoholic Brothas þegar hann var aðeins níu ára. Það má segja að þetta Urban vibe hafi náð að fanga Steina frá byrjun, einhver taktur sem hann segir að hann hafi fundið þá bæði í skeitinu sem og í beatinu eða takti hip hopsins. „Það er taktur í mér og tónlist, ég hef rosalega þörf fyrir að gera eitthvað creative, á hverjum einasta degi.“

„Ég stofnaði mína fyrstu hljómsveit 9 ára, Alcoholic Brothas,“ segir hann hlæjandi. Gunnar spyr hann hvort nafnið átti eftir að rætast og hann svaraði því játandi.

En hvernig kviknaði áhuginn á rappi?

„Þetta byrjaði samt bara mest með Public Enemy og NWA,“ sagði Steini og bætti svo við: 

„Ég man ennþá eftir þessu í dag, þegar að Check Your Head með Beastie Boys kom út, það breytti bara öllu, tónlistarlega séð, tískulega séð, hugsunarhætti, bara tónlist, breytti bara öllu, heimurinn fór á hliðina. Þetta er örugglega eins og þegar fyrsta Bítlaplatan kom út.“

Gunnar spurði Steina hver fyrsti íslenski rapparinn hefði verið og hann sagðist halda „að það væri bara Einar Örn eða eitthvað, í Sykurmounum, hann var basicly bara að rappa.“ Þess ber að geta að gamni að eitt fyrsta rapplag heimssögunnar er stundum talið vera lagið Lax, lax, lax með Guðmundi Jónssyni

Steini öðlaðist landsfrægð og á tíma var hann á barmi heimsfrægðar. Það var í kringum aldamótin sem meðlimur hljómsveitarinnar Quarashi. Þeir tóku upp sína fyrstu plötu í bílskúr og enginn vildi gefa hana út. Það varð til þess að þeir fengu lán til þess að geta gefið út 500 eintök. Það seldist upp nánast jafndægurs og þá komu útgáfurnar og plötubúðirnar í hrönnum og vildu vera með, þeir sem nokkru áður vísuðu þeim Quarashi mönnum á dyr með orðunum „Íslenskt rapp mun aldrei verða að veruleika.“

Quarashi náði nokkurri heimsfrægð eftir að hafa skrifað undir samning við útgáfurisana Sony og Colombia. Samningurinn hljómaði upp á útgáfu á fimm plötum og fullt af pening. Þeir túruðu um heiminn, fóru í viðtöl, léku í tónlistarmyndböndum og sukkuðu grimmt.

 

Quarashi var gríðarlega vinsæl á sínum tíma

„Svo er bara gert allt fyrir þig, ég þarf ekki að gera neitt nema bara að vera í góðu standi að búa til tónlist og spila tónlist. Það er management sem er með alla passana, signar alla inn á alla flugvelli og blablabla. Við löbbum bara inn, tónleikar, allar græjur komnar inn og svo um morguninn er ég bara vakinn inn á hóteli, umboðsmaðurinn segir bara að það pikki mig bíll upp eftir hálftíma. Þú ert að fara viðtal hérna svo er matur, þú ferð út að borða með þessu liði, svo er soundcheck og svo er fjórir tímar þangað til þú spilar og í þessum fjórum tímum ferð þú í myndatöku, ég kem svo með mat, bara borða og svo bara gigg, tjillum klukkutíma á eftir, upp í rútu, lets go,“ segir Steinar í lýsingum á túrnum.

Þeir náðu aldrei að uppfylla þessa fimm plötur og samningnum varð rift eftir mikil ósætti sem myndaðist hafði í hljómsveitinni, hægt og rólega, sem varð til að Hössi, einn lykilmaður hljómsveitarinnar gekk út. Quarashi leystist upp og þar með lauk þessu ævintýri sem virtist engan enda ætla að taka.

„Nei, nei, þegar menn eru búnir að vera saman 24/7 í kannski 6 ár, túra heiminn á fullu og fleiri ár og fleiri ár, þetta er ekkert fyrir alla, það eru ekkert allir sem höndla þetta.”

Hægt er að sjá allt viðtalið hér fyrir neðan:

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni