Þór notar hugvíkkandi efni í meðferðum sínum: „Ég var einfaldlega bara suicidal í eitt og hálft ár“

top augl

Nýjasti gestur bræðranna Gunnars og Davíðs Wiium er engin annar en Þór Guðnason. Þór sem er sonur Guðna í Rope yoga, hefur verið lengi lengi í bransanum eins og maður segir. Hann hefur fengist við allskonar einkaþjálfun og ráðgjöf. Hann var sá fyrsti sem náði sér í réttindi hjá kuldameistaranum Wim Hof sjálfum. Hann er einn af stofnendum Primal Iceland og svona væri lengi hægt að telja. Maður mikillar reynslu hér á ferð.

Þór Guðnason og Gunnar Wiium
Ljósmynd: Aðsend

Héðinn Unnsteinsson opnaði á þessa umræðu í þætti Þvottahússins nr 69, það er að segja umræðuna um hugvíkkandi efni. Lilja Sif sálfræðingur lýsti akademískri nálgun á undirbúning og eftirfylgni í þessum efnum þó án þess að fara í athöfnina sjálfa í þætti nr 74. Í þessum þætti er svo ekkert skafið af því, Þór fer með okkur í reynsluna sjálfa og lýsir fyrir okkur hversu sterk og áhrifamikil þessi verkfæri geta verið sé þeim beitt á réttan hátt, þá í réttu umhverfi, undir réttri handleiðslu, réttu magni og mikilvægast á réttum forsendum ferðalangsins.

Leitaði að sjálfum sér á furðulegum stöðum

„Ég ferðaðist mikið um heiminn og fór á furðulegustu staðina, Himalajas, búinn að fara til Perú, inn í frumskóginn og hverju var ég eiginlega að leita að? Ég var að leita að sjálfum mér. Ég var búinn að prófa að fara til Indlands, sitja þar og hugleiða, gera öndunaræfingar, fara í yogakennaranám, búinn að fara í þetta Wim Hof kennara nám. Þetta eru allt hlutir sem hjálpuðu mér að endurheimta sjálfan mig,“ sagði Þór um leitina að sjálfum sér.

„Þegar að við opnuðum Primal þá bjó ég í 150 fermetra einbýlishúsi út í skógi við Elliðaárvatn og ég var búin að opna þetta gym og bara dream had come true en mér hefur bara aldrei liði eins illa á ævi minni. Að labba inn í Primal og horfa framan í fólk var oft bara þjáning. Þegar að fólk skoðaði Instagrammið mitt hélt fólk bara að ég væri í topp málum, ferðaðist út um allan heim, fór á námskeið, nýbúinn að opna þetta flottasta gym á Íslandi en ég var bara mölvaður inn í mér.“

Hugfanginn af hugvíkkandi efnum

Þór hefur síðustu ár verið hugfanginn af möguleikum hinna ýmsu hugvíkkandi efna en þá fyrst og fremst af íslenska Psilosobin sveppinum. Hann hefur þó einnig unnið með hin og þessi efni og nefnir í því samhengi Ayahuasca og Mescalin kaktus. Þór hefur ferðast um heiminn í þessum tilgangi og lært shamanískar aðferðir, möguleika og umgengni við þessi þrælöflugu efni. Í dag veitir hann ráðgjöf, utanumhald og handleiðslu í þessum efnum, ýmist í hóp sem einskonar hópserómóníur eða meira einstaklingsmiðað þar sem einstaklingurinn eftir samtal leggur sig í hendur Þórs og innbyrgir sveppi í mismiklu magni, allt upp í 5 grömm, og á sirka 6 tíma glugga situr Þór yfir viðkomandi og leiðbeinir í gegnum ferðalagið sem oft á tíðum getur verið erfitt og krefjandi.

 

Þór Guðnason
Ljósmynd: Guðmann hjá Mink

„Ég tek til mín fólk í vinnu með þessa plöntukennara eins og ég vil kalla það. Öll lyf eru afleiður af náttúrulegum plöntum, af hverju erum við þá ekki bara að éta þessar plöntur? Þetta eru allt mismunandi verkfæri í verkfærakassanum,“ segir Þór um hin og þessi hugvíkkandi efni. 

„Þetta er rosalega öflug verkfæri til að fara inn í sálarlíf fólks og hjálpa fólki að bara melta þennan heim sem við búum í. Það er bara ákveðin gluggi sem upp á 4-6 tíma með Psilosobin og þó að ég myndi taka 20 grömm þá myndi það ekki lengja ferðalagið, þú ferð þá bara dýpra.“

 

Hrært í pottunum.
Ljósmynd: Aðsend

Ásetningur þessara ferðalaga getur verið margskonar en fyrst og fremst er ásetningurinn að komast í dýpið og vinna þar á afleiðum eða áverkum áfalla, stórra og smárra. Þór heldur því fram að eitt svona vel heppnað ferðalag geti jafnast á við fjöldan allan af sálfræðitímum því tengsl eru mynduð á afar beinskeittan hátt við undirvitundina. Ferðalagið getur verið krefjandi og krefst vissrar uppgjafar að setja sjálfan sig í þetta ferli uppgjafar sem oft á tíðum hlýst af því að gefa eftir spennu sem kannski hefur verið langvarandi ástand. 

„Já,já, að sjálfsögðu, það er hægt að gera allt á röngum forsendum. Ég meina ef ég myndi bara borða gúrkur þótt að gúrkur séu rosalega hollar þá myndi ég samt bara deyja úr næringarskorti,“ segir Þór er Gunnar spyr hann hvort hægt sé að nota hugvíkkandi efni á röngum forsendum. „Það opnast allt upp á gátt og það skiptir gríðar miklu máli að þú sért með manneskju sem veit hvað er að gera og hefur reynslu sjálfur á því að ferðast og ég mæli bara með að fólk sé með ábyrgan aðila með sér.“

Sveppir. Þetta eru sveppir.
Ljósmynd: Aðsend

„MDMA er náttúrlega man made substance en samt sem áður gríðarlega öflugt verkfæri því það eykur samkennd og brýtur niður varnir fólks, egóið leysist bara upp basicly,“ segir Þór er talið berst að MDMA.

Engin þunglyndislyf á markaðnum eftir 5 ár

Þór telur að hugvíkkandi efni eigi jafnvel eftir að gera þunglyndislyf óþörf eftir fimm ár.

„Ég hef átt samtöl við geðlækna sem segja að eftir 5 ár verði bara engin þunglyndislyf á markaðnum, afhverju? af því að þau standast ekki samkeppni við rannsóknirnar sem eru að koma á þessum hugvíkkandi efnum. Ég sé og man kannski hluti í þessum ferðalögum sem ég hef ekki hugsað um í 20-30 ár, en þegar ég sé minninguna, sárið, þá skil ég af hverju ég bregst við á ákveðinn hátt sem fullorðinn einstaklingur. Þetta er eins og ég geti gengið inn í sálarlíf mitt með vasaljós og allt í einu get ég beint ljósi inn í the dark corners of my soul, þá sé ég hvað er það sem er að valda skapgerðarbrestum mínum og hvað er það sem er að valda fíkn og annað. Serómónían byrjar þegar hún endar í raun og veru því þú færð þarna innsýn inn í sálarlíf á annan hátt en þú ert vanur, að fara í svona ferðalag er eins og 20 ára sálfræðimeðferð liggur við.“

Í dag er mikil vitundarvakning í gangi í þessum efnum bæði hérlendis og erlendis. Fólk er farið að nota efni á borð við LSD, mescalin, DMT, Psilosobin, MDMA og ketamín svo eitthvað sé nefnt. Efnin eru ýmist notuð sem svokölluð fulldose trip og þá oft í hóp og í serómónísku umhverfi eða að efnana er neytt í svokölluðu smáskammtaformi. Til dæmis myndi dagskammturinn, 0.1-0.3 gramm af Psilosobin sveppi flokkast sem smáskömmtun og að sögn Þórs algjörlega hættulaust samkvæmt mörgum alþjóðlegum rannsóknum.

„Hann notaði sem sagt LSD til að viðhalda edrúmennsku sinni. Hann var að upplifa andlegar upplifanir og tengingar í gegnum LSD og ef hann hefði fengið sínu fram væru fíknimál á jörðinni í miklu betri málum,“ segir Þór um sagnfræðilegar staðreyndir stofnanda AA samtakana Bill Willson.

Edrú en í stöðugum sjálfsvígshugsunum

Talið barst að lélegum árangri í baráttu við fíknisjúkdóma og alkahólisma. Þór endaði mjög ungur í neyslu áfengis og annarra lyfja og í 19 ár stundaði hann hefðbundna edrúmennsku með tilheyrandi AA fundarsókn og 12 spora vinnu. Gunnar minnist á tölfræðina á bakvið langtíma edrúmennsku sem liggur einhverstaðar í kringum 10% með hjálp nútíma meðferðarkerfis og 12 spora lausnar. Þór fannst þessi tölfræði ekki vera fjarri lagi, þó frekar há ef eitthvað. Hann sagði frá því að eftir öll þessi ár edrú var hann í stöðugri vanlíðan, á lyfjum við ADHD og síðustu tvö árin áður en hugur hans opnaðist fyrir hugvíkkandi efnum, með stanslausar sjálfsvígshugsanir. Hann sagðist hafa upplifað í raun vissa endurfæðingu með hjálp þessara efna þar sem hugur hans var opnaður á hátt sem hann hafði aldrei upplifað áður og afleiðing þess var aukin sköpun í hversdagsleikanum ásamt gríðarlega öflugu verkfæri hvað varðar úrvinnslu á áverkum óafgreiddrar fortíðar. Hann einfaldlega segist hafa upplifað að taugakerfið hafi verið endurforritað, þunglyndi, þráhyggjuhugsanir, fíknihegðun og spennufíkn er horfin úr lífi hans en í staðinn finnur hann fyrir auknum léttleika, sterku innsæi, sjálfbærni, sköpun og hugrekki. 

„Þegar ég var 12 ára var ég farinn að drekka hverja einustu helgi og ég gerði það í mörg ár, svo koma fíkniefni inn í þetta og þá er ég komin í dagneyslu á fíkniefnum og ég setti bara basicly allt í mig sem að kjafti kom. Ég var bara hægt og rólega að murrka úr mér lífið en þegar ég er orðinn 22 ára fer ég í meðferð, tek mig á í lífinu og tek út vímugjafana en það þýddi ekki það að líf mitt varð eitthvað æðislegt. Ég fór inn í AA samtökin og ég fann mig ekkert rosalega vel inn í þessum samtökum. Að viðurkenna vanmátt minn og að vera með ólæknandi sjúkdóm, ég upplifði rosa mikið dogma inn í AA samtökunum og hjarta mitt bara gat þetta ekki. Ég var einfaldlega bara suicidal í eitt og hálft ár áður en ég kem svo að þessum plöntukennurum,“ segir Þór er hann rifjar upp fortíðina.

Þrældómur nútímamannsins

Þór vildi meina að við mennirnir séu á svo miklum villigötum. Hann útskýrði fyrir Gunnari hvernig okkur mönnunum er ætlað að snúa aftur til náttúrulegra úræða sem lausn við hvaða kvillum sem er. Hann vill meina að tengin við náttúruna geti og sé ætlað að lækna hreinlega alla kvilla, hugarfarslega sem og líkamlega. Það að vinna myrkrana á milli og hlamma sér svo í sófann með popp og kók yfir Netflix milli þess sem maður skrollar samfélags og fréttamiðla sé í raun viss þrældómur sem við erum komin í og algjörlega óafvitandi. Lausnin við þessu ástandi er að sjálfsögðu að sjá sannleikann á þeirri aðstöðu sem maður hefur skapað sér og svo í kjölfarið brjóta sér leið út og tengjast nátturunni eins og okkur er ætlað.

Þór, við það að leggjast í víking.
Ljósmynd: Guðmann í Mink

„Þetta eru sár sem eru að koma þegar við erum börn en í dag getum við ekkert verið að kenna mömmu okkar og pabba um það sem eftir er ævinnar að við séum svona eða hinsegin, eða að afi hafi verið svona eða amma og blabla. Við erum orðnir fullorðnir einstaklingar og þegar við erum orðin fullorðnir einstaklingar þá er það okkar að heila okkur, ekki mömmu og pabba, ekki ríkið eða heilbrigðiskerfið heldur við sem einstaklingar sem erum ábyrg fyrir okkar heilsu og well-being. Þegar að við meltum ekki tilfinningar okkar setjast þær fyrir á ákveðnum stöðum í líkamanum og ef við meltum ekki tilfinningarnar þá förum við að breiða yfir þær. Ef ég drekk áfengi, hvað gerist? Það slakar á taugakerfinu á mér og þegar það slakknar á taugakerfinu á mér þá shiftar blóðflæðið úr skeletal vöðvunum sem ég nota til að berjast eða verjast með og ég fæ flæði inn í hjartað og ég get upplifað ást og samkennd og þetta er það sem við erum að nota vímuefni í, að stýra taugekerfinu í okkur. Við eigum að vera fjárhirðar jarðarinnar, við eigum að hugsa um náttúrna, vera í samhljómi með náttúrunni og búa í minni samfélögum,“ segir Þór og bætir svo við:

„Því inni í þessari neysluhyggju ætla allir að verða hamingjusamir þegar og ef. Þegar ég er búinn að klára háskólanámið, þegar ég er búinn að eignast barn, þegar ég er búinn að kaupa mér hús og þegar ég er búinn að kaupa mér hús, þá ætla ég að kaupa mér stærra hús og hvað þýðir þetta allt? Það þýðir það að það eru allir komnir með sjónvarp inn í sitthvorn klefann og fólk er hætt að borða mat saman. Við verjum megninu af okkar vökutíma glápandi á símann okkar og svo skilur enginn afhverju hann er ekki hamingjusamur.”
Þessi neysluhyggja er bara að gera út af við okkur, taugakerfið okkar bara ræður ekki við þetta, við erum orðin aðskilin frá náttúrunni.“Þessi neysluhyggja er bara að gera út af við okkur, taugakerfið okkar bara ræður ekki við þetta, við erum orðin aðskilin frá náttúrunni. Við gerum okkur enga grein fyrir hversu megnuð við erum.“

Viðtalið má sjá í heild sinni á spilaranum hér fyrir neðan ásamt því að finnast á öllum helstu streymisveitum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni