Tölum Um… – Ragga Nagli og hormónakerfið

top augl

Í þætti vikunnar ræðum við um hormónakerfið og mikilvægi þess að við höldum því í góðu jafnvægi. Til þess fengum við sálfræðinginn, heilsuráðgjafann, ræktargúrú og eina skemmtilegustu og bestu manneskju sem ég þekki, hana Röggu Nagla.

Við ræðum hormónakerfi kvenna og þætti þess þegar kemur að andlegu og líkamlegu jafnvægi. Konur ganga í gegnum fjóra fasa hormónakerfis í tíðarhringnum í hverjum mánuði og þurfa að aðlaga æfingar og verkefni lífsins i samræmi við þá. Hormónakerfið stýrir líðan okkar bæði andlega og líkamlega og því mikilvægt fyrir konur að vita hvað er að gerast í hormónakerfinu.

Karlmenn þurfa líka að huga vel að hormónakerfinu og þá sérstaklega þegar við erum að eldast og okkar náttúrulega framleiðsla fer minnkandi.

Hlustið, horfið og njótið.

🧡

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni