Valmundur missti föður sinn þriggja daga gamall:„Eitthvað hefur skeð sem enginn veit“

top augl

Valmundur er sjómannssonur en faðir hans, Valmundur Sverrisson, sem var frá Akureyri, drukknaði þegar sonurinn var þriggja daga gamall.

„Hann var að róa frá Reykjavík á litlum þilfarsbát; eiginlega bara trillu, og féll útbyrðis. Þeir voru tveir á. Hinn tók ekki eftir því; hann var frammi í en pabbi var á stíminu. Eitthvað hefur skeð sem enginn veit og hann fannst aldrei. Það hefur örugglega mótað mikið afa minn og ömmu, foreldra hans. Ég fann það í mínum samskiptum við þau.“

Valmundur yngri ólst upp frá eins árs aldrei hjá móðurömmu sinni og -afa á Siglufirði. „Þau voru orðin rúmlega sextug þegar þau tóku mig.“

Valmundur fór á sjóinn 16 ára gamall. Fór fyrst á túr á togara. Það var Stálvík sem var fyrsti nýsmíðaði skuttogarinn á Íslandi. „Þá var Hjalti Björnsson skipstjóri; sá mikli eðalkapteinn.“

Og unga manninum leist vel á sjómennskuna.

„Ég var að vísu svolítið sjóveikur í nokkra daga en síðan hefur sjóveiki ekki hrjáð mig. En maður var ekki uppburðarmikill innan um þessa jaxla sem voru þarna. Þvílíkir gúbbar. En mér var tekið vel og sérstaklega af einum, Sigurði Jónssyni sem var kallaður Siggi drumbur. Hann er ennþá lifandi og ég á honum mikið að þakka. Og undir hans verndarvæng kenndi hann mér; ég hafði að vísu þrætt nálar og kunni það en hann sé um að ég væri mér ekki að voða þarna.“

Valmundur segist ekki hafa farið marga túra á Stálvík. Hann fór síðan í Iðnskólann um veturinn og ætlaði að verða rafvirki „en það var ekki stuð fyrir því hjá mér. Ég fann að það átti ekki við mig að vera að læra mikið meira. Ég hafði engan áhuga á að læra. Þó þurfti ég ekki að hafa fyrir því þannig. Ég fór aftur á sjóinn og endaði á Sigluvík hjá Budda Jó. Sonur hans plataði mig í túr og þá var ekkert aftur snúið.“

Þar voru margir kjarnakarlar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni