Yrsa skáldaði upp Sóldísi á Hvarfi: „Það kom póstur til útgefandans“

top augl

„Það kom póstur til útgefandans míns frá fólki sem býr á bæ sem heitir Hvarf. Bókin gerist á Hvarfi og dóttir hjónanna á þessu raunverulega Hvarfi heitir Sóldís og það er Sóldís í bókinni,“ segir Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur, í hlaðvarpinu Mannlífinu með Reyni Traustasyni.

Yrsa segir þarna frá einstakri tilviljun sem varð þegar hún skapaði persónuna Sóldísi og bæinn Hvarf. Það kom á daginn Sóldís á Hvarfi var svo sannarlega til.

„Þetta er náttúrulega bara tilviljun og var voða vinalegt frá þeim, þau voru ekkert reið. En manni finnst leiðinlegt þegar svona kemur fyrir. Svo er svo takmarkaður pottur af nöfnum á Íslandi, þegar maður er búinn að skrifa sautján bækur og sex barnabækur – ég skrifaði eina í fyrra líka. Þá ertu svona búinn að rúlla í gegnum algengustu nöfnin.“

Í viðtalinu upplýsir Yrsa um vilja sinn til að fá Covid. Þá segir hún frá næstu bók sinni sem mun verða framhald af þeirri síðustu.

„Þetta verða fjórar bækur – þetta er svona ný sería. En ólíkt fyrri seríum þá ætla ég alltaf að láta vera nýjan og nýjan aðalkarakter úr lögregluliði. Þannig að ég veit að næsta bók verður um persónu sem kemur fyrir í fyrstu bókinni, en hún verður aðal í næstu bók. Það er réttarlæknir sem heitir Iðunn. Þannig að ég veit það og ég veit svona sirka í hvaða aðstæður ég ætla að setja hana“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni