Fimmtudagur 28. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Ekki hræddur við myrkrið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kathiravan Narayanan, eða Kathir eins og hann er gjarnan kallaður, segist hvergi annars staðar vilja búa en á Íslandi og stefnir á að sækja um ríkisborgararétt innan fárra ára. Hann er einn af fjölmörgum erlendum vísindamönnum hjá líftæknifyrirtækinu Alvotech hér á landi en hjá því starfa vísindamenn og sérfræðingar af 50 ólíkum þjóðernum. Saga Kathir er saga af fjölskyldu sem flýgur hálfan hring í kringum jörðina til að koma í gjörólíkan menningarheim á Íslandi. Hér hefur hann blómstrað bæði í starfi og einkalífi.

„Þetta var mjög ánægjuleg upplifun að eignast barn hér á Íslandi.“

Kathir flutti hingað frá Indlandi fyrir þremur árum ásamt eiginkonu sinni, Priya Jayaraman, og tveggja ára dóttur þeirra, Deekshita Kathiravan. Öll hafa þau aðlagast vel íslensku samfélagi. Dóttirin er nú orðin fimm ára og blómstrar í íslensku skólakerfi. Hún hefur tilkynnt föður sínum að hún vilji ávallt búa á Íslandi.

Ánægjuleg upplifun að eignast barn á Íslandi

„Dóttir mín hefur verið í leikskólanum Lindaborg þar sem allt starfsfólkið, einkum María, er mjög vinsamlegt og hjálplegt. Leikskólakerfið er mjög gott með skapandi starf. Ég hef verið mjög glaður að fylgjast með henni í skólanum. Hún er farin að tala góða íslensku og er þegar búin að tilkynna okkur það að héðan mun hún ekki vilja flytja enda mjög ánægð. Hún er bara til í að fara í frí til Indlands,“ segir Kathir.

Mynd / Hákon Davíð

Árið 2014 gengu Kathir og Priya í hjónaband og eignuðust dótturina ári síðar á Indlandi. Fyrir tæpum þremur mánuðum eignuðust þau svo sitt annað barn hér á Íslandi, soninn Shaam Kathiravan. Kathir er mjög ánægður með heilbrigðisþjónustuna sem þau hafa fengið. „Þetta var mjög ánægjuleg upplifun að eignast barn hér á Íslandi. Við vorum bæði mjög ánægð með þjónustuna sem við fengum í gegnum alla meðgönguna og fæðinguna. Núna eru þrjár konur í hópnum ófrískar og eftir frásagnir okkar af kerfinu hafa þær ákveðið að fæða börnin líka hér á Íslandi,“ segir Kathir og vísar þar í hóp indverskra starfsmanna hjá Alvotech og fjölskyldur þeirra.

Lestu viðtal við Kathir í Mannlíf.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -