Fimmtudagur 2. desember, 2021
1.8 C
Reykjavik

Gabríela: „Þjóðþekktir ofbeldismenn eru góðvinir fjölmiðlafólks og beita tilfinningaklámi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Við höfum fundið það mjög sterkt að einstaklingar sem hafa á því tök leita gjarnan í sviðsljósið til að lýsa sig saklausa og sverta mannorð þolenda sinna. Það er þeim mjög auðvelt þar sem við búum í litlu samfélagi og miklar líkur á að landsþekktir menn séu í vinfengi við fjölmiðlafólk,” segir Gabríela Bryndís Ernudóttir hjá Líf án ofbeldis en samtökin hafa látið sig miklu varða ofbeldi gegn konum og börnum.

Tárum beitt í tilfinningaklámi

Hún segir lítið þurfa til að þeir fái mikinn stuðning. „Oft gæta þeir þess að fara fyrr fram til að stýra umræðunni. Það má stundum kalla þetta tilfinningaklám, þeir beita tárum og tala mikið um dauðann. Einn sagði ásakanir vera á pari við að missa barn. Þeir fara alla leið í að stýra tilfinningum lesandans eða hlustandans.

Það sem fólk er kannski ekki alltaf að átta sig á er að þegar að meintir gerendur fara fyrirfram í viðtöl og lýsa sig saklausa eru þeir jafnframt að lýsa yfir að þolandinn sé lygari. Og þegar fólk tekur sterka stöðu með mönnum sem koma fram með sína útgáfu af hlutunum er það einnig að taka afstöðu gegn þolendum.”

Hún segir að jafnvel sé um börn að ræða í í alvarlegustu tilfellunum. „Þar er mikill skaði unninn gagnvart þolendum.”

Sakleysi karla tekið sem staðreynd

- Auglýsing -

Líf án ofbeldis hefur nýverið nafngreint þjóðþekktan mann sem sjálfur fékk að því er virtist ótakmarkað rými í fjölmiðlum til að lýsa sakleysi sínu á kostnað meintra brotaþola og greindi Mannlíf frá því fyrr á árinu.

Meintir brotaþolar og aðstandendur þeirra fá að sama skapi ekkert rými í fjölmiðlum og mæta afskiptaleysi og áhugaleysi fjölmiðla ef þau vilja stíga fram og lýsa reynslu sinni

Gabríela segir gerendameðvirknina í samfélaginu vera afar umfangsmikið og slæmt vandamál. „Við erum að sjá mjög skýrt hvernig þetta er síendurtekið gegn konum og börnum og verðum vitni að hvernig hlutunum er stillt upp í fyrirsögnum blaðanna. Þegar karlmenn lýsa yfir sakleysi sínu er því tekið sem staðreynd á meðan að mun meiri fyrirvari er settur á lýsingar þolenda á sinni reynslu.”

- Auglýsing -

Gabríela telur að gerendameðvirknin og viðbragð samfélagsins sé ekki bara skaðlegt heldur komið á hættulegt stig þegar gerendur tengjast síðan viðkomandi aðila fjölskylduböndum og hafa stöðu sem slíkir, eiginmaður eða faðir. Gaslýsingin verði meiri af hálfu samfélagsins þegar um ræðir ofbeldi í nánum samböndum.

Viljum trúa á góðan heim

Gabríela telur að hér sé um að ræða trú fólks á að það lifi í raun í góðum heimi. „Þessir menn eru svo klókir, þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Það eru engin rök að baki ofbeldi og þegar fólk sem sjálft er ekki vant að beita ofbeldi verður vitni að tilfinningaþrungnum yfirlýsingum vill það trúa á sakleysi manna. Sem er fullkomlega eðlilegt því að er ekkert skiljanlegt við ofbeldi. Fólk sem horfir utan að frá vill ekki trúa að „venjulegir menn“ séu færir um að beita börn og konur ofbeldi.”

Aðspurð um stöðu #metoo hreyfingarinnar telur Gabríela að tilkoma hennar hafi verið mikil blessun. „Henni er aftur á móti ekki alveg lokið. Það hefur komið bakslag þar sem veist hefur verið að þolendum sem eru því afar slegnir. Ég tel að á meðan kynbundið ofbeldi og gerendameðvirkni grasserar í samfélaginu, þá er enn grundvöllur fyrir #metoo frásögnum og ég fagna því að konur haldi áfram að segja frá reynslu sinni.”

Hún telur að skapa þurfi meira rými í umræðuna um að gerendur taki ábyrgð. „Karlmenn þurfa sjálfir að standa sterkar gegn ofbeldi. Þeir þurfa að hjálpa hverjir öðrum að hætta að beita því. Í dag virðist staðan vera sú að það sé mörgum karlmönnum auðveldara að styðja menn sem halda fram sakleysi sínu í stað þess að fara fram á að þeir hætti ofbeldishegðun.

Eiga ekki að lenda í mannorðsmorði

Gabríela segir lykilatriði að umræðan haldi áfram og að stúlkur sem eru beittar ofbeldi og vekji athygli á því þurfi ekki að lenda í mannorðsmorði fyrir vikið. „Mönnum er ekki hlíft erlendis en þeim er hlíft á Íslandi. Þar spilar smæðin inn í.

Svo verður auðvitað að líta til þess að menn sem koma fram með stóryrtar yfirlýsingar um sakleysi sitt að fyrra bragði þurfa ekki beinlínis að vera hissa þegar þeim er svarað,” segir Gabríela Bryndís hjá Líf án ofbeldis.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -