Þriðjudagur 17. september, 2024
7.8 C
Reykjavik

Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir, Gugga um Jóa, lífið og sorgina: „Ég fór á Vog þegar ég var 16 ára“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir. Kölluð Gugga. Byrjaði ung að drekka og dópa. Innbrot. Vændi. Ofbeldi. Varð vitni að morði. Hún kynntist ástinni sinni í neyslu og ástin dó síðar úr krabba. Hún syrgir Jóa sinn, en bæði fóru í meðferð og áttu saman nokkur ár edrú. Í dag er hún öryrki og segist vera góð við dýr og menn. Hver eru skilaboð Guggu til þeirra sem eru að prófa? Prófa að drekka. Dópa. „Helst vildi ég að þessir krakkar segðu „nei“.“ Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir er í helgarviðtali Mannlífs. Hún ræðir við Svövu Jónsdóttur, lítur yfir farinn veg og talar í einlægni um það sem á daga hennar hefur drifið.

„Ég var 14 ára. Ég átti kærasta og var með honum í tvö ár. Ég flutti út frá ömmu þegar ég var 14 ára og heim til hans og við fórum að stela víni frá mömmu hans og pabba. Þau voru líka alkóhólistar. Svo vorum við bara að drekka með þeim og þeim fannst það bara sjálfsagt. Þau bara pældu ekki í að ég væri bara 14 ára. Ég drakk svona aðra hverja til þriðju hverja helgi til 16 ára og svo hætti ég með þessum strák þegar ég var 16 ára og fór að drekka rosalega mikið og nota hass.

17 ára byrjaði ég að nota amfetamín og sprauta mig og nota hass, pillur og vín. 19 ára var ég orðin ofboðslega veikur alkóhólisti sem réð ekki við lífið og það fór bara niður á við. Ég var orðin rosalega horuð og ég var komin með lifrarbólgu C. Ég fór á Vog þegar ég var 16 ára og mér fannst ég þá læra hvernig maður ætti að vera og hvaða pillur maður ætti að taka. En ég fattaði þá að ég væri kannski ekki aumingi, heldur væri ég með sjúkdóm, en ég vildi ekkert viðurkenna það samt strax. Það var ekki fyrr en ég var 25 ára að ég viðurkenndi að ég væri alkóhólisti.“

Lesa meira hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -