Fimmtudagur 28. mars, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Harpa Kára er búin að vera sykurlaus í fimm mánuði -„Mitt mesta afrek það sem af er ári“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn færasti förðunarfræðingur landsins, Harpa Káradóttir, er undir Stækkunargleri Mannlífs þessa vikuna.
Það má með sanni segja að Harpa hafi í nógu að snúast, en hún er sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, rekur förðunarskólann Make-up studio Hörpu Kára, á sex ára gamla stelpu og eins árs gamla tvíbura stráka með Guðmundi, sambýlismanni sínum, svo það er án efa líf og fjör á heimilinu.
Margir muna síðan eflaust eftir og eiga jafnvel förðunarbókina Andlit eftir Hörpu, sem kom út árið 2016 og sló rækilega í gegn, enda með eindæmum glæsileg.
Mannlíf komst að því að Hörpu finnst afar leiðinlegt að ryksuga teppið heima hjá sér, uppáhalds leikarinn hennar er Anna Svava og hún tekur bíó fram yfir bókina.

Fjölskylduhagir? Í sambúð með Guðmundi Böðvari ásamt börnunum okkar þremur.

Menntun/atvinna? Förðunarfræðingur og eigandi Make-Up Studio Hörpu Kára.

Uppáhalds sjónvarpsefni? Um þessar mundir er það Succession og Maid myndi ég segja.

Leikari? Anna Svava Knútsdóttir.

Rithöfundur? Halldór Laxness Halldórsson, Dóri DNA.

- Auglýsing -

Bók eða bíó? Bíó.

Besti matur? Humar og Arrancini.

Kók eða Pepsí? Pepsí.

- Auglýsing -

Fallegasti staðurinn? Lake Como.

Hvað er skemmtilegt? Fara í góð matarboð með skemmtilegu fólki.

Hvað er leiðinlegt? Ryksuga teppið heima.

Hvaða flokkur? Nenni ekki að ræða það.

Hvaða skemmtistaður? Auto.

Kostir? Dugleg, ósérhlífin og yfirleitt hress.

Lestir? Tek oftast of mikið af verkefnum að mér sem kemur mér oft í vandræði.

Hver er fyndinn? Jón Gnarr.

Hver er leiðinlegur? Jón Gnarr sem Georg Bjarnfreðarson.

Trúir þú á drauga? Nei.

Stærsta augnablikið? Þegar ég kom heim af fæðingardeildinni með tvíburana mína og þeir fengu að hitta stóru systur sína í fyrsta skipti.

Mestu vonbrigðin? Að Covid sé ennþá í gangi,

Hver er draumurinn? Að fólkið mitt haldi heilsu og njóti lífsins.

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Sykurlaus í 5 mánuði er mitt mesta afrek það sem af er ári.

Ertu búin að ná öllum þínum markmiðum? Nei, langt því frá.

Manstu eftir einhverjum brandara? Já já nokkrum, þeir koma allir frá Ásu Ninnu vinkonu minni og þeir eru bara undir fjögur augu.

Vandræðalegasta augnablikið? Það er of vandræðalegt til að nefna það hér.

Sorglegasta stundin? Þegar Bokki hundurinn minn dó.

Mesta gleðin? Fá næturpössun.

Mikilvægast í lífinu? Eyða tíma með börnunum sínum og líða vel heima hjá sér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -