• Orðrómur

Kristrún Frostadóttir er ein skærasta stjarna kosningabaráttunnar: „Ég er svo mikil mamma“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„…eftir á að hyggja hafði það sjálfsagt talsverð áhrif á hvernig ég sá hlutverk kynjanna, mér fannst eðlilegast í heimi að konur gegndu sömu stöðum og karlar, þó ég hafi eins og margar konur stundum þurft að beita mér sérstaklega á karllægum vinnustöðum til að ná í gegn.“

Kristrún Frostadóttir er ein skærasta stjarna yfrstandandi kosningabaráttunnar. En hver er hún? Kristrún segir í Kvöldviðtali Mannlífs að hún hafi ekki haft mikinn tíma með dóttur sinni í kosningabaráttunni síðustu vikur:

„Ég er svo mikil mamma, finnst hún Maja mín algjör snillingur, svo skemmtileg og sniðug. Hún skilur auðvitað ekki hvað er í gangi, og lífið stoppar ekkert þó maður fari í kosningar. Ég hlakka mikið til þegar hlutirnir róast aðeins eftir 25. september, fara í sund, húsdýragarðinn, horfa saman á Frozen.“

Kristrún er 33 ára hagfræðingur, alin upp í 108 Reykjavík, í Fossvogi og síðar Smáíbúðahverfinu. Hún flutti aftur heim til Íslands fyrir fjórum árum eftir nám og vinnu í Bandaríkjunum og Bretlandi og hefur mestmegnis fengist við efnahagsmálagreiningu hérlendis og erlendis. Hún býr í dag á Háaleitisbrautinni með manninum sínum honum Einar Bergi og tveggja og hálfs árs gamalli dóttur þeirra Maríu Herdísi.

Hún á eina eldri systur sem er læknir í Svíþjóð og eldri bróður sem er bókasafnsfræðingur og hópur af fríðum börnum sem fylgir. Í dag leiðir hún lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar sem verða 25. september.

„Ég átti einstaklega góða æsku og er mjög mótuð af fjölskyldu minni,“ segir Kristrún.

- Auglýsing -

Pabbi hennar var í hlutastarfi á tímabili þegar hún var yngri vegna þess að það hentaði betur foreldrum hennar.

Kristrún talar um að foreldrar hennar hafi verið mjög hófsamt fólk, hafa aldrei eytt um efni fram og ólu börnin sín upp með sanngirni að leiðarljósi.

„Pabbi var líka mjög duglegur að hvetja okkur til að bera ábyrgð snemma. Við krakkarnir skrifuðum undir samning um hvaða heimilisstörf við tækjum að okkur, þetta var hengt upp á ísskápinn og við reglulega minnt á að mikilvægt væri að rjúfa ekki gildan samning! Þegar við fengum Stöð 2 í nokkra mánuði á tímabili fór nammipeningurinn úr 75 kr í 50 kr, svona var pabbi alltaf duglegur að vekja meðvitund hjá okkur um að hlutirnir kostuðu!“

- Auglýsing -

Foreldrar Kristrúnar voru með forgangsröðunina á hreinu, „að vera frekar með okkur og skapa minningar en að teygja sig um of í veraldlega hluti.

Mér er minnistætt þegar þau settust niður með okkur þegar við bjuggum enn þá í Dalalandinu í lítilli íbúð, systkini mín þá komin á unglingsaldur, og báru undir okkur hvort við vildum flytja í stærra húsnæði á kostnað þess að fara eitthvað útlanda næstu árin. Og við völdum öll að vera frekar áfram í Dalalandinu! Eftir að ég eignaðist dóttur mína er ég mjög meðvituð um þetta, þó oft hafi verið mikið að gera hjá mér frá því að hún fæddist.“

Samfylinging
Kristrún og Helga Vala

Það blundaði lengi í Kristrúnu að fara í stjórnmálin, en hún fór snemma í vinnu þar sem hentaði henni illa að vera í pólitísku starfi samhliða. Þegar tækifærið gafst á pólitíska sviðinu fyrir síðustu jól þá þurfti hún í raun að ganga út úr vinnunni sinni til að fylgja þessari nýju vegferð eftir.

Hún segist hafa alltaf verið mjög mótuð af efnahagskreppunni 2008, enda hóf hún nám í hagfræði haustið 2008. Hún talar um að allt sem hún lærði í námi erlendis tók mið af því að læra af hagstjórnarmistökum erlendis eftir síðustu kreppu. Henni datt ekki í hug að við myndum fara í gegnum annað eins áfall á sinni ævi, a.m.k. svona snemma, líkt og COVID varð. Hún var að vinna sem aðalhagfræðingur Kviku banka við að greina efnahagsmál þegar áfallið skall á þar síðasta vor og það helltist bara yfir hana vilji til að leggja almennilega af mörkum til umræðunnar.

„Ég hef alltaf verið mjög samfélagslega hugsandi, en félagshyggjufólki hefur stundum verið legið á hálsi fyrir að kunna ekki fjármál – sem er bara alls ekki rétt. Svona náttúrúhamfaraástand dregur fram hið sanna í samfélaginu. Mér fannst svo sjálfsagt að við samtryggðum okkur út úr þessu ástandi, það var svo ósanngjarnt hvernig áfallið féll á fólk, bæði heilsufarslega en líka efnahagslega. Ég hafði tjáð mig mikið sem hagfræðingur bankans en fann svo að ég var að detta inn á aðra braut, umræðan sem ég var farin að taka þátt í varð stærri en starfið mitt – mig langaði til að leggja meira beint af mörkum til samfélagsins“.

Kristrún ákvað svo að gefa kost á sér fyrir Samfylkinguna eftir að hafa fundið fyrir mikilli hvatningu.

„Ég stökk einfaldlega á það án þess að hugsa það um of. Núna eru bara nokkrir dagar í kosningar en síðustu mánuðir með flokknum og í kosningabaráttunni hafa verið einstaklega gefandi.“

Kristrín var aðalhagfræðingur hjá Kviku banka í þrjú ár áður en hún gekk til liðs við Samfylkinguna í vor. Þar áður hafði hún fyrst og fremst starfað við efnahagsmála- og fjármálagreiningu, m.a. hjá Morgan Stanley fjárfestingarbankanum í Bandaríkjunum og London eftir að hún lauk námi í Bandaríkjunum við Yale og Boston háskóla.

Undanfarnar vikur og síðustu dagar hafa verið mikil törn en ótrúlega skemmtilega að sögn Kristrúnu.

 „Snertingar víða við kjósendur, á förnum vegi og gegnum síma og viðtöl.“

Það er ekki enn komin reynsla á þingstörfin, en flokksstarfið í Samfylkingunni hefur verið mjög ánægjulegt, segir Kristrún.

,,Það sem hefur líklega komið mest á óvart er hversu mikil jákvæð viðbrögð ég hef fengið við þessari ákvörðun að hverfa af braut úr fjármálageiranum og inn í stjórnmálin fyrir félagslega þenkjandi flokk.

Einhverjir héldu að ég væri nett galin að taka þessa ákvörðun, að fara í stjórnmál, enda mikið áreiti sem fylgir stjórnmálunum og stundum neikvæðni. En staðreyndin er sú að yfirgnæfandi hluti þeirra skilaboða sem mér hafa borist og snertingar hafa verið ótrúlega jákvæðar.“

Henni finnst á fólki að því þyki gott að það sé alls konar fólk að gefa kost á sér í stjórnmálin, ekki bara einstaklingar sem hafa alist upp í flokkum:

,,Líka finnst mér víða ríkjandi viðhorf að það þurfi meira af yngra fólki inn á þing, fólk með efnahagsmálaþekkingu en eins líka bara fólk sem ætlar ekkert endilega að gera þetta að ævistarfi heldur hugsar þetta sem tímabil í lífinu þar sem hægt er að leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins. Svo sjáum við bara hvað setur!“

 

 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -