Fimmtudagur 4. ágúst, 2022
8.8 C
Reykjavik

Margrét Gnarr trúir ekki á leiðinlegt fólk: „Sumu fólki líður mjög illa og kemur þá þannig fram“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Einkaþjálfarinn og fitness-drottningin Margrét Edda Gnarr er undir Stækkunargleri Mannlífs þessa vikuna.
Óhætt er að segja að Margrét Edda sé ókrýnd drottning fitness-heimsins hér á landi, en hún hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-íþróttinni. Nú hefur hún sagt skilið við íþróttina, en er þó enn á fullu í annarri hreyfingu, til að mynda taekwondo. Margrét er með, hvorki meira né minna, svarta beltið í taekwondo, en hún var einnig í landsliðinu í nokkur ár og hefur nokkrum sinnum landað sigri á Íslandsmeistaramótinu í taekwondo.
Mannlíf komst að því að Margréti elskar ávexti, hún trúir ekki á leiðinlegt fólk og glímir við félagsfælni.

Fjölskylduhagir? Trúlofuð. Á eina 13 ára stjúpdóttur, einn tveggja ára strák og á von á barni í júlí 2022.

Menntun/atvinna? 2. dan í taekwondo, „certfied nutritional consultant“ og „certified health coach“. Starfa sem einkaþjálfari í Hreyfingu ásamt því að bjóða upp á fjarþjálfun.

Uppáhaldssjónvarpsefni? Nýbúin með Dopesick, sem ég mæli með að allir kíki á!

Leikari? Tom Hanks, Johnny Depp og Jennifer Lawrence.

- Auglýsing -

Rithöfundur? Eckhart Tolle og Jón Gnarr.

Bók eða bíó? Bíó heima í stofu.

Besti matur? Ávextir.

- Auglýsing -

Kók eða pepsí? Kristall með vatnsmelónu- og perubragði (drekk ekki sykrað gos).

Fallegasti staðurinn? Jökulsárlón og „Old Town“ í Prag.

Hvað er skemmtilegt? Taekwondo er mjög skemmtilegt.

Hvað er leiðinlegt? Einangrun.

Hvaða flokkur? Flokkur fólksins.

Hvaða skemmtistaður? Mudo Gym í Kópavogi.

Kostir? Lausnamiðuð og dugleg.

Lestir? Félagsfælni.

Hver er fyndinn? Pabbi minn, Dagur Kári, bróðir minn, Jim Gaffigan, Bill Burr, Chris D’Elia og svo var ég að uppgötva Dusty Slay um daginn.

Hver er leiðinlegur? Ég trúi ekki á leiðinlegt fólk, en sumu fólki líður mjög illa og kemur þá þannig fram.

Trúir þú á drauga? Heldur betur.

Stærsta augnablikið? Fæðing sonar míns 13. janúar 2020 <3

Mestu vonbrigðin? Hef nokkrum sinnum keppt í fitness og verið sagt eftir forkeppni að ég sé pottþétt að fara að vinna, en enda svo í 2. sæti eða neðar. Þurfti að breyta keppnishugarfarinu til þess að verða ekki aftur fyrir vonbrigðum. Hætti að spá í hvaða sæti ég gæti endað í og gerði bara mitt besta og þá skipti í rauninni ekki máli í hvaða sæti ég endaði. Miklu skemmtilegra að keppa með þannig hugarfar 🙂

Hver er draumurinn? Að halda áfram að eiga fallegt líf.

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Komast í gegnum einangrun. 

Ertu búin að ná öllum þínum markmiðum? Alls ekki. Elska að setja mér ný markmið og vinna að þeim.

Manstu eftir einhverjum brandara? Ég man eiginlega bara brandara sem litla systir mín sagði okkur fjölskyldunni þegar við vorum að keyra langar vegalengdir út á land, en þeir voru yfirleitt mjög langdregnir og enduðu alltaf á því að einhver kúkaði á sig. Þetta var fyrir tíma snjallsíma svo maður varð bara að hlusta.

Vandræðalegasta augnablikið? Fyrir ekki svo löngu var ég í göngutúr með syni mínum í Grafarvoginum. Í fjarska sá ég stelpu ganga á móti okkur með hundinn sinn og ég hélt að þetta væri stelpa sem ég var einu sinni að þjálfa, en ég vissi að hún bjó í Grafarvoginum og átti hund. Var samt ekki 100% viss því ég var ekki með gleraugun. Ég hélt áfram að ganga í átt að henni en þá fór sonur minn að láta heyra í sér. Ég tékkaði á honum og sneri þá baki í þessa stelpu. Á meðan ég var að hugga hann heyrði ég að hún var komin mjög nálægt og sagði „hæ“. Ég sneri mér þá við ásamt því að sveifla hárinu og sagði skælbrosandi „Hæ!“ á móti. Þá fattaði ég að þetta var ekki stelpan sem ég var að þjálfa og hún sagði ekki „hæ“ við mig heldur var hún að segja „hæll“ við hundinn sinn.

Sorglegasta stundin? Öll dauðsföll minna nánustu.

Mesta gleðin? Sonur minn.

Mikilvægast í lífinu? Fjölskylda og vinir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -