Rétti tíminn til að versla heima í stofu

Deila

- Auglýsing -

Verslunareigendurnir Sara Björk, Olga Helena og Eyrún Anna þurftu fyrr á árinu að blása stóran markað af vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þær létu ekki deigan síga og færðu markaðinn yfir á Netið. Þær segja þetta vera rétta tímann til að versla heima í stofu.

Á miðnætti í kvöld opnar pop-up vefverslunin Heima Pop Up. Síðan verður opin í tvo daga þar sem um 200 verslanir taka þátt og bjóða upp á spennandi tilboð og afslætti af vörum sínum.

Það eru þær Sara Björk Purkhús eigandi Purkhús, og Olga Helena Ólafsdóttir og Eyrún Anna Tryggvadóttir eigendur Von verslunar, sem standa að viðburðinum. Saman hafa þær haldið 11 markaði frá árinu 2017 en þetta er í annað sinn sem þær halda Heima Pop Up viðburð á vefnum. Þær segja hugmyndina um að færa markaðinn yfir á Netið hafa kviknað þegar kórónuveirufaraldurinn hafði náð útbreiðslu hér á landi.

„…í ljósi aðstæðna var það blásið af.“

„Þá stóð til að halda stóran markað með fjölda verslana en í ljósi aðstæðna var það blásið af,“ segir Sara Björk. „Við ákváðum færa viðburðinn yfir á Netið. Fyrsti Heima Pop Up markaðurinn var í maí og fór fram úr væntingum okkar. Það var því mikil eftirspurn eftir því að endurtaka leikinn. Það erum við að gera núna og um 200 verslanir taka þátt.“

Opna á miðnætti

Sara Björk segir að nú sé rétti tíminn til að versla á Netinu. „Á þessum tímum hentar vel að geta verslað að heiman og fengið heimsent. Svo er alltaf fólk úti á landi sem kemst ekki alltaf á markaðina okkar en geta þá nýtt sér Heima Pop Up.“

Heima Pop Up hefst á miðnætti í kvöld, á slóðinni heimapopup.is 

Lista yfir þær verslanir sem taka þátt í pop-up vefversluninni má sjá á Facebook-síðu viðburðarins.

- Advertisement -

Athugasemdir