Föstudagur 29. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Solla Eiríks segist vera sleiklaus, „freestyle snoozari“ sem kunni ekki að mála sig

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heilsugúrúinn, hráfæðikokkurinn og matgæðingurinn, Sólveig Eiríksdóttir eða Solla Eiríks, eins og hún er gjarnan kölluð, er undir Stækkunargleri Mannlífs þessa vikuna.
Í tugi ára hefur Solla miðlað visku sinni um heilsusamlegt fæði og boðið landsmönnum meðal annars upp á dásamlegan mat á veitingastaðnum Gló. Þá hefur hún verið kosin besti hráfæðikokkur í heimi oftar en einu sinni.
Solla hefur einnig gefið út fjöldan allan af uppskriftabókum, en glæsileg ný bók úr smiðju hennar er einmitt væntanleg í apríl næstkomandi. Bókin heitir Vegan at home og kemur út um allan heim, en nú þegar er hægt að forpanta hana hér. Það er dóttir Sollu, Hildur Ársælsdóttir, sem tók allar myndir fyrir bókina og stíliseraði og má með sanni segja að þær mæðgur hafi skapað einstaklega fallega bók með ómótstæðilegum uppskriftum.
Mannlíf komst að því að Sollu dreymir um lífrænt Ísland, hún er nýbúin að læra á borvél og hún elskar að gleyma sér í eldhúsinu og eyða tíma með barnabörnunum.

Fjölskylduhagir? Ég er sleiklaus, á þrjár þrjár dætur, tvo tengdasyni og tvö barnabörn.

Menntun/atvinna? Ég lauk landsprófi frá Hagaskóla, Samvinnuskólaprófi frá Bifröst, Handmenntakennaraprófi frá Håndarbejdets Fremmes, Textílhönnun frá Listaháskólanum (gamla Mynd og Hand) ásamt því að hafa menntað mig sem Hráfæðikokkur í Kaliforníu.

Hef starfað sem veitingakona og matarhönnuður síðastliðin 30 ár, stofnað, átt og rekið veitingastaði, haldið matreiðslunámskeið og fyrirlestra hér heima og erlendis. 

Uppáhalds sjónvarpsefni? Chefs Table og No Reservation m/Anthony Bourdain.

- Auglýsing -

Leikari? Emma Thompson og Daniel Day Lewis.

Rithöfundur? Hermann Hesse og Auður Jónsdóttir.

Bók eða bíó? 50/50

- Auglýsing -

Kók eða Pepsi? Hvorugt.

Fallegasti staðurinn? Kerlingarfjöll.

Hvað er skemmtilegt? Gleyma mér í eldhúsinu og samvera með barnabörnunum.

Hvað er leiðinlegt? Skafa bílinn.

Hvaða flokkur? Það er ekki búið að stofna hann.

Hvaða skemmtistaður? Swett tjaldið í Birkihofi.

Kostir? Úrræðagóð og jákvæð.

Lestir? Freestyle snoozari og kann ekki að mála mig.

Hver er fyndinn? Ari Eldjárn.

Hver er leiðinlegur? Tuðarinn.

Trúir þú á drauga? Nei.

Stærsta augnablikið? Þegar dætur mínar fæddust.

Mestu vonbrigðin? Að það er enginn alvöru umhverfisverndarflokkur á Íslandi.

Hver er draumurinn? Lífrænt Ísland.

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Lærði á borvél.

Ertu búin að ná öllum þínum markmiðum? Ekki öllum, en lygilega mörgum.

Manstu eftir einhverjum brandara? Nei, ég rugla þeim öllum saman og bý til nýja sem enginn skilur, að mér meðtalinni………..

Vandræðalegasta augnablikið? Þegar ég var 6 ára var engin stelpu fótbolti. Ég þráði að æfa fótbolta svo ég fór í sparibaukinn, náði í pening og arkaði til rakarans og lét hann klippa á mig drengjakoll, fór svo í föt af bróður mínum og ætlaði að svindla mér inn á strákaæfingu. Þjálfarinn fattaði að ég væri stelpa, rak mig útaf og ég eldroðnaði og fór grátandi heim.
Sorglegasta stundin? Þegar læðan mín slapp út þar sem hún var í pössun og hefur ekki sést til hennar síðan. Það eru liðin 10 ár, og þegar ég keyri framhjá húsinu kíki ég alltaf eftir henni. Þrátt fyrir mikla leit fannst hún aldrei.
Mesta gleðin? Þegar stelpurnar og barnabörnin mín fæddust.
Mikilvægast í lífinu? Fjölskyldan, fjölskyldan, fjölskyldan og nánustu vinir og vinkonur 🙂

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -