Mánudagur 24. janúar, 2022
1.8 C
Reykjavik

Helgi um Hafskip: „Algjörlega fáránleg hugmynd að beita gæsluvarðhaldsúrræði og það misnotað þarna“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Þetta var mjög óvænt lífsreynsla og ég hugsaði mikið og velti fyrir mér hvort ég væri að misskilja þetta allt saman einhvern veginn. Ég gerði mér fljótlega ljóst að þarna var eitthvað skrýtið á ferðinni en samviskan var ekkert að naga mig þannig að ég hugsaði með mér að ég yrði bara að komast í gegnum þetta.“

Helgi Magnússon, athafnamaður og stjórnarformaður Torgs, er í Helgarviðtali Mannlífs. Helgi var handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald árið 1986 þegar hann var sjálfstætt starfandi endurskoðandi, meðal annars fyrir Hafskip. Hann er í dag einn farsælasti fjárfestir landsins. Helgi rifjar upp þann feril og Hafskipsmálið í Helgarviðtalinu.

Helgi segir það hafi verið algjörlega fáránleg hugmynd að beita gæsluvarðhaldsúrræði og segir það hafi verið misnotað í sínu tilviki. „„Það var engin þörf á að gera þetta. Ef fólk er hneppt í gæsluvarðhald þá er það annaðhvort vegna þess að menn eru með ofbeldi og hættulegir umhverfinu eða þá að menn hafi staðið að einhverjum blekkingum og fölsunum og það þarf þá að koma í veg fyrir að þeir eyði gögnum eða geti borið saman bækur sínar eða frásagnir sínar. Það var hálft ár frá því að félagið varð gjaldþrota og ef menn hefðu þurft að bera saman bækur sínar eða eyða einhverjum gögnum þá hefðu þeir haft hálft ár til þess.“

Helgi nýtti tímann í gæsluvarðhaldinu meðal annars með því að byrja á að skrifa bók um málið og kom hún út síðar sama ár. „Ég eiginlega skrifaði mig frá málinu og svo hélt ég bara áfram með lífið. Ég seldi endurskoðunarskrifstofuna um haustið en ég gat ekki hugsað mér að starfa í þessum bransa áfram. Þetta hafði þau áhrif að mér fannst ekki lengur vera áhugavert að starfa við þetta svo sem eftir fjölmiðlaumfjallanir og annað. Ég sneri mér að öðru og það var mjög gott. Ég met það þannig að það hafi gert mér persónulega mjög gott að skrifa þessa bók og ég setti þetta mál aftur fyrir mig.“

Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -