Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Vinkona á Húsavík með brotið hjarta eftir sjálfsvíg vinar: „Við elskuðum hann öll svo mikið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Náin vinkona Dziugas Petrauskas, sem svipti sig lífi síðastliðinn sunnudag á Húsavík, situr eftir með gríðarlega sorg í hjarta sínu eftir fráfall góðs og trausts vinar. Hún treystir sér ekki til að koma fram undir nafni.

„Þetta er mikil sorg og svo mikill missir. Dziugas var svo hlý manneskja og eru það orðin sem lýsa honum best. Við höfum misst svo traustan vin. Við elskuðum hann öll svo mikið,“ segir vinkonan.

Petrauskas kom til Húsavíkur að vinna í vor í Kísilverksmiðju PCC á Bakka. Þau urðu samstundis vinir og héldu traustu vinasambandi fram á síðastu stundu. „Við náðum strax góðum tengslum. Við höfðum ekkert heyrt frá honum í dálítinn tíma. Þá varð ég óttaslegin og virkilega örvæntingarfull,“ segir hún.

Petrauskas var 27 ára gamall knattspyrnumaður frá Litháen. Samkvæmt heimildum Mannlífs var ástæðan fyrir því að hann svipti sig lífi sú að hann hafði verið ásakaður um kynferðisbrot. Petrauskas var í framhaldinu yfirheyrður af lögreglu. Eftir það greip hann til þess örþrifaráðs að fyrirfara sér. Aðfaranótt mánudagsins 9. ágúst síðastliðinn fannst Petrauskas látinn í grennd við Húsavík.

Blessuð sé minning Petrauskas.

Sjá einnig: Harmleikur á Húsavík – Fyrirfór sér eftir ásakanir um kynferðisbrot

Beðin um að lýsa eiginleikum og persónu Petrauskas hefur vinkonan þetta að segja:

„Dziugas var traustur vinur og gat maður alltaf stólað á hann þegar maður þurfti að tala við einhvern og það var alveg sama hversu heimskulegt það var. Svo var alltaf svo stutt í húmorinn hjá honum og grínið. Hann var svo yndislegur og frábær. Dziugas var ein jákvæðasta manneskja sem ég hef nokkurn tíma hitt, hann vildi bara að öllum liði svo vel og að enginn væri sorgmæddur.“

- Auglýsing -

Vinkonan segist ekki hafa leyft verstu hugsununum að komast að, hún hafi einblínt á að Petrauskas hafi vonandi skroppið aðeins í göngutúr. Þegar leið á leitina helltist yfir hana óttinn um sviplegan endi. „Honum leið ekki vel og ásakanir á hendur honum hafa án efa ýtt undir það. Mér var alveg rosalega brugðið við fréttirnar og þegar ég átta mig á því að við vorum búin að missa hann. Þessari djúpu sorg er erfitt að lýsa, tilfinningarnar eru út um allt við svona sjokk. Þetta brýtur gjörsamlega í mér hjartað,“ segir vinkonan.

Petrauskas var öflugur knattspyrnumaður sem spilaði aðallega sem hægri bakvörður. Hann átti leiki með U-18 og U-19 ára landsliðum Litháen. Þá spilaði hann í efstu deild Litháen fyrir liðið knattspyrnuliðið FC Ekranas allt þar til liðið varð gjaldþrota árið 2014 og var lagt niður.

Í síðustu viku fór fram kyrrðar- og minningarstund um Petrauskas, í Húsavíkurkirkju. Prestur flutti þá ritningarorð og leiddi bæn og viðstaddir tendruðu minningarljós.

 

- Auglýsing -

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið, númerið er ókeypis og opið allan sólarhringinn.

Píeta samtökin bjóða einnig upp á þjónustu í síma 552-2218 fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaðahegðun. Númerið er opið allan sólarhringinn.
Þá er einnig hægt að ná netspjalli við hjúkrunarfræðinga í gegnum vefinn heilsuvera.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -