12 konur taka þátt í Fjölmiðlaverkefni FKA og RÚV í ár

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fjölmiðlaverkefni FKA og RÚV er eitt af Hreyfiaflsverkefnum FKA sem beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu og nú hefur valnefnd skilað lista yfir þær tólf konur sem fá að verja deginum í Útvarpshúsinu að þessu sinni.

„Það er búið að hafa samband við þær konur og hafa þær allar staðfest þátttöku og það er spennandi ferðalag framundan,“ segir Unnur Elva Arnardóttir stjórnarkona FKA sem mun vera fulltrúi stjórnar í verkefninu í ár.

Á annað hundrað konur sóttu um og ferilskrá þeirra sem völdu að heimila að gögnin fari áfram verður send til fjölmiðla. „Við erum svakalega þakklátar áhuganum á verkefninu,“ segir Unnur og Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA bætir við: „Það er mikilvægt að stíga fram og lýsa yfir áhuga líkt og þessar konur gerðu með að sækja um. Þannig hreyfum við og gárum og verðum alvöru hreyfiafl og ekki vanþörf á að laga skekkjur og jafna hlut kynjanna í stóru og smáu.“

SÝN býður heim síðar á árinu

„Þórhallur Gunnarsson er einn af þeim einstaklingum sem er að vinna í Fjölmiðlaverkefninu með okkur og hann er framkvæmdastjóri hjá SÝN sem rekur nokkra miðla og ætlar að hafa samband við allan hópinn sem sótti um í Fjölmiðlaverkefninu í ár og bjóða heim. Það verður gert í raunheimum eða rafrænt en eins og allt lífið þá fer það eftir nýjustu COVID-spá með hækkandi sól,“ þannig að þetta er ekki búið fyrir áhugasamar í hópnum sem komust ekki í Efstaleitið að þessu sinni,“ segir Andrea.

Markmiðið með verkefninu

Markmiðið með verkefninu er að bæta aðgengi fjölmiðlafólks og beina kastaranum að ólíkum konum þannig að komandi kynslóðir fái fjölbreyttar fyrirmyndir til að máta sig við. „Vegna þess að við erum ólíkar en jafn góðar hefði hver og ein getað tekið sæti á námskeiðinu og séð um að slá í gegn alveg sjálf,“ segir Andrea. „Hver kona er heill heimur út af fyrr sig og því var valið erfitt og við viljum taka það skýrt fram að dómnefndin sá strax að það yrði krefjandi að velja úr stórum áhugasömum, hæfileikaríkum og ólíkum hópi – en það þurfti að gera.“

„Hlutverk FKA er margþætt og eitt markmið Fjölmiðlaverkefnisins er að auka á fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum og bæta um leið aðgang fjölmiðlafólks að konum. FKA er þannig í þjónandi hlutverki og markvisst að færa fleiri konur og fjölbreyttari hóp inn á radarinn,“ segir Andrea og hvetur félagskonur FKA til að kynna sér Sýnileikadag FKA sem er á dagskrá 24. febrúar.

„Á Sýnileikadegi fyrir félagkonur FKA fyllum við á verkfærabeltið með hæfniþáttum sem hjálpa okkur að ná forskoti á atvinnumarkaði í takt við nýja tíma, kynnumst og náum að tileinka okkur alla þá hæfni sem við verðum að búa yfir til að geta verið leiðandi og náð forskoti. Við þurfum að efla okkur í takt við nýja tíma þegar kemur að framsetningu og því að vekja athygli á okkur, sérþekkingu okkar eða koma vöru og þjónustu á framfæri.“

Tólf konur sem taka þátt í Fjölmiðlaverkefni FKA og RÚV 2021 í stafrófsröð:

Danielle Neben – Marketing end-to-end Chinese payment, digital marketing and eCommerce solutions in Iceland.
Edda Heiðrún Geirsdóttir – Össur.
Eva Dís Þórðardóttir – Skipulagsfræðingur.
Eva Michelsen – Fjármál og rekstur ehf. / Eldstæðið ehf. / ERM ehf.
Gerður Huld Arinbjarnardóttir – Eigandi Blush.
Hafdís Hanna Ægisdóttir – Doktorspróf í plöntuvistfræði, umhverfismál og alþjóðleg þróunarsamvinna.
Hulda Guðmundsdóttir – Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar ITERA.
Ragna Björg Guðbrandsdóttir –  Bjarkarhlíð
Sigríður Kristjánsdóttir – Jarðeðlisfræðingur og Íslenskar orkurannsóknir.
Sonja Scott – CCEP
Unnur Birgisdóttir – Director, People Experience hjá Geko.
Unnur Elva Arnardóttir – Skeljungur.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -