• Orðrómur

90’s-tískan allsráðandi og kaldir litatónar gamlar fréttir

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þegar haustið er að ganga í garð er gaman að velta fyrir sér nýjum tískustraumum. Við leituðum til Elvars Loga og Söru Anitu Scime á hárgreiðslustofunni Kompaníinu og spurðum þau út í þær stefnur og strauma sem verða áberandi í haust og vetur hvað hártískuna varðar. Þau eru sammála um að kaldir tónar séu að víkja fyrir hlýjum tónum og að 90’s-áhrif verði við völd.

Þau segja svokallaða „framing“-aðferð vera vinsæla og verða það áfram í vetur. „Þá er fólk ýmist með áberandi ljósan lokk að framan eða bara mjúka lýsingu. Baylage-litatæknin verður áfram inni en með mýkra ívafi en áður, þar sem mildari og mýkri tónar er notaðir ef miðað er við síðustu ár.”

Hártískan þennan veturinn er ekki ýkja ólík hártískunni sem ríkti á tíunda áratugnum að sögn Elvars og Söru. „90’s-áhrifin eru áberandi í tískuheiminum núna. Jennifer Aniston er mikill áhrifavaldur þessa stundina, það er að segja hárið sem Jennifer Aniston skartaði á tíunda áratugnum, þó með ákveðnum breytingum þannig að við fáum núna að sjá strípurnar í hárinu og gerum þær grófari en seinustu ár,“ segir Elvar Logi.

„Það fer svo sívaxandi að strákar fái sér hettustrípur í anda níunda áratugarins.“

- Auglýsing -

Sara bætir við: „Við erum að gera mullet-klippingar á stelpur, ýmist með mjúkum eða skörpum línum. Herrarnir verða áfram í „fade“-inu, með stutt eða sítt að ofan. Skálaklippingar eru líka mjög vinsælar hjá herrum. Það fer svo sívaxandi að strákar fái sér hettustrípur í anda níunda áratugarins.“

Kaldir litatónar að detta út

Spurð út í litina sem verða í tísku á næstu misserum eru þau sammála um að aflitun og kaldir tónar séu að detta úr tísku. Hlýir litatónar eru að koma sterkir inn.

- Auglýsing -

Sara er með skemmtilegan skærgrænan lit í hárinu. Mynd / Hallur Karlsson

„Litapalletan í haust og vetur er full af mjúkum og hlýjum tónum, þar má nefna gyllta-, kopar- og kóralliti. Undanfarin ár hafa þessir tónar verið á undanhaldi en koma sterkir inn í haust og vetur. Þeir eru svo fallegir og glansmiklir,“ segir Sara.

„Bjartir og skærir neonlitir, til dæmis gulur, bleikur, grænn og annað slíkt, í anda Söru Anitu er fyrir þá sem þora og vilja meira „edgy“ lúkk,“ bætir Elvar við.

- Auglýsing -

„Við erum sammála um það að vinsældir heilaflitunar muni halda áfram að minnka mikið í vetur og strípur munu taka við, strípur í alls konar útfærslum. Vinsældir kaldra tóna, til dæmis grárra, íshvítra og annað í þeim dúr, munu minnka til muna. Þessir tónar eru að verða svolítið gamlar fréttir og okkur finnst þetta lúkk vera orðið þreytt, það sést minna af því erlendis.“

„Það getur verið ansi dýrt spaug…“

Og talandi um liti þá bæta þau Elvar og Sara við að heimalitun sé aldrei góð hugmynd. „Það getur verið ansi dýrt spaug eins og margir fengu að kynnast í Covid-lokuninni í apríl. Leitið til fagmanna til að fá ráð, við erum menntaðir sérfræðingar og erum til staðar fyrir ykkur.”

Góðar olíur allan ársins hring

Elvar Logi og Sara segja 90’s-áhrifin verða allsráðandi í vetur. Mynd / Hallur Karlsson

Beðin um að gefa góð ráð hvað hárumhirðu varðar núna þegar kólnar í veðri segjast þau mæla með að fólk fái ráðgjöf hjá fagfólki. „Nú þegar fer að kólna í veðri skiptir gríðarlega miklu máli að hugsa vel um hár og húð. Við bjóðum fólki að koma til okkar í ráðgjöf og fá upplýsingar um hvað hentar hverjum og einum. Það er getur verið ansi breytilegt hvað hárið þarfnast milli árstíða.

Í flestum tilfellum þarftu sitthvora djúpnæringuna á sumrin og veturna,” segir Elvar og bendir á línu hármaska frá Davines. „Þar færðu alla maska sem þú þarft eftir árstíðum og þörfum,“ bætir hann við og mælir með að áhugasamir skoði úrvalið í netverslun Kompanísins.

„Svo er mikilvægt að nota góðar olíur í hárið allan ársins hring og tryggja að það fái góða næringu, þannig verður það síður fyrir skemmdum þegar veðurbreytingar eiga sér stað.“

Myndir / Hallur Karlsson

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -