Að alast upp við alkóhólisma brýtur niður sjálfsmyndina

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hefur lengi barist fyrir því að börn alkóhólista fái sálfræðiþjónustu á vegum borgarinnar, en sú tillaga hefur ekki hlotið hljómgrunn. Kolbrúnu er þetta hjartans mál enda þekkir hún sjálf afleiðingar þess að alast upp við alkóhólisma á sjálfsmynd og sjálfsmat barna. Hún segist hafa verið komin á fullorðinsár þegar hún loks fór að trúa því að hún gæti eitthvað og væri einhvers virði.

Hún þekkir einnig fátækt af eigin raun því oft var þröngt í búi hjá fjölskyldunni eftir að foreldrar hennar skildu. Kolbrún er yngst fjögurra systkina og þegar hún var tólf ára tók mamma hennar saman við annan mann. Um stjúpa sinn hefur hún þetta að segja:

„Ég var bara algjörlega búin að fá upp í kok af fullum mönnum. Þetta var góður maður en með þennan erfiða sjúkdóm. Þegar hann var í lagi var hann yndislegur, studdi mig og hvatti til dáða. Hann hafði líka þann kost, að áliti mömmu, að hann var aldrei reiður þegar hann var drukkinn og beitti aldrei ofbeldi.“

„Ég var bara algjörlega búin að fá upp í kok af fullum mönnum.“

Vegna reynslu sinnar í barnæsku hefur Kolbrún barist fyrir því í borgarstjórn að börn í borginni fái ókeypis sálfræðiþjónustu. Hún veit hversu mikilvægt það er að vinna snemma úr erfiðleikunum og mæta sterkari til þátttöku í fullorðinslífinu.

„Þegar þú ert alin upp við svona mikla óreiðu skiptir það gríðarlegu máli að hafa skipulag á lífinu, reyna að vanda sig og gera eins vel og maður getur. Ég er ekki að segja að það sé endilega alltaf gott, það vantar í mig kæruleysið kannski og ef ég geri mistök líður mér mjög illa. Ég hlusta mjög mikið á mína innri rödd, hvað innsæið segir mér og er tilbúin að standa með sjálfri mér í erfiðum hlutum,“ segir hún í mögnuðu forsíðuviðtali í Vikunni.

Kolbrún Baldursdóttir er á forsíðu nýjustu Vikunnar.

Í þessari nýjustu viku eru einnig viðtöl við Ceciliu Rán Rúnarsdóttur markmanninn unga og efnilega, Geirdísi Hönnu Kristjánsdóttur sem þekkir fátækt og basl öðrum betur og Margréti Knútsdóttur ljósmóður um starf sitt. Fjallað er um frjósemi kvenna, sjónvarpsþættina Unorthodox, sögð saga lagsins um Bobby McGee og kannað hvers vegna Anne Boleyn varð áhrifavaldur í tískunni 500 árum eftir dauða sinn. Birt er prjónauppskrift Að vanda er Vikan stútfull af spennandi efni og nytsömum fróðleik. Nýja Vikan kemur í verslanir á morgun, fimmtudag.

Kaupa blað í vefverslun

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira