„Að missa foreldri ekki auðveldasta verkefnið sem maður fær í þessu lífi“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Lagið Sideways er geysivinsælt á öldum íslenska ljósvakans þessa dagana en margir virðast ekki átta sig á því að það er flutt, og samið, af hinni íslensku Sigrúnu Stellu sem hefur búið í Kanada síðastliðin ár. Í forsíðuviðtali við Vikuna segir hún meðal annars frá sorg og kvíða sem fylgdi í kjölfar föðurmissis.

 

Eitt af fyrstu lögunum sem Sigrún Stella samdi, Crazy blue, ómaði í myndinni Fellum grímuna eftir Sigurbjörgu Bergsdóttur og Jóhönnu Jakobsdóttur sem Baldvin Z leikstýrði. Sigrún Stella segir að sér þyki afar vænt um þetta lag. Þótt textinn gefi ef til vill kynna að hann sé saminn um ástarsorg er hann saminn um annars konar sorg. Sorg og kvíða sem fylgdi í kjölfar föðurmissis.

„Mikill misskilningur að það sé merki um að maður sé sterkur af því að maður leiti sér ekki hjálpar í sorginni.“

„Við pabbi vorum bestu vinir en hann lést fyrir tíu árum síðan, þegar ég var þrítug. Að missa foreldri er ekki auðveldasta verkefnið sem maður fær í þessu lífi en ég hefði mátt tækla það aðeins betur en ég gerði. Þegar hann kvaddi ákvað ég að vera sterk en það er afar mikill misskilningur að það sé merki um að maður sé sterkur af því að maður leiti sér ekki hjálpar í sorginni.“

Viðtalið má lesa í heild í nýjasta tölublaði Vikunnar sem kemur í verslanir í dag.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

Mynd / Jen Squires

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira