„Að sjálfsögðu er líf eftir dauðann, Silla”

Foreldrar Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur létust bæði úr krabbameini. Jónas Jónasson, faðir hennar, trúði staðfastlega á framhaldslíf og fór með þá fullvissu yfir móðuna miklu en Sigrún Sigurðardóttir, móðir hennar, kaus að njóta lífsins fram á síðasta dag.

Sigurlaug stjórnar þættinum „Segðu mér“ á Rás 1. Hún kann þá kúnst að nálgast viðmælendur sína á nærfærin og einlægan hátt. Sjálf er hún lífsglöð og glettnin, ástríðukokkur og notandi menningar. Heimili hennar var um margt sérstakt því á neðri hæðinni bjuggu foreldrar hennar.  „Ég finn fyrir sárum söknuði. Þegar ég kem heim heyrist ekkert á neðri hæðinni. Allt er svo yfirþyrmandi hljótt og engin kaffilykt. Pabbi er ekki þar að rista brauðið sitt og útvarpið hans þagnað. Þá hellist stundum yfir mig svo mikill tómleiki að ég finn fyrir því líkamlega. Það hvað við vorum miklir vinir, þekktumst vel og gengum alltaf í takt hjálpar mér mikið að takast á við sorgina og það að við skyldum búa í sama húsi. Þannig verður söknuðurinn meira ljúfsár en hann hefði annars orðið.

Pabbi dó  2011 og við getum eiginlega sagt að hann hafi dáið með bravúr, en hann orðaði það þannig að það væri frábært að deyja,“ segir Silla og hlær innilega eins og henni er einni lagið. „Og sú reynsla hjálpaði okkur Torfa að takast á við það þegar mamma veiktist.“

Sex ár voru á milli þeirra hjóna Jónasar Jónassonar og Sigrúnar Sigurðardóttur. „Spænska vinkonan okkar stakk upp á því að við myndum horfa á sólina koma upp,“ heldur Silla áfram. „Við stilltum því klukkuna á fimm, vöfðum okkur inn í teppi og fylgdumst með sólaruppkomunni á svölunum. Þetta var dásamleg og ógleymanleg stund fyrir okkur. Það var svo táknrænt að horfa á sólina rísa og lítinn fiskibát sigla fram hjá. Þetta var fullkomin byrjun á degi. Mömmu var að versna, en hún gat samt enn þá notið og í rauninni gat hún það allt þetta ár sem hún átti eftir ólifað fram að síðasta mánuðinum sem hún lifði. Við uppgötvuðum að mamma og við höfðum aldrei drukkið kampavín á þeim sögufræga stað Hotel D‘Angleterre í Kaupmannahöfn, og af hverju fer maður þá ekki bara þangað?”

Margt má læra af þessu æðrulausa og kjarkmikla fólki og dóttur þeirra í einstaklega fallegu forsíðuviðtali Vikunnar.

AUGLÝSING


Texti: Svala Arnardóttir

Myndir: Hallur Karlsson

Förðun: Björg Alfreðsdóttir International Make Up Artist fyrir Yves Saint Laurent á Íslandi.

Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is