Sniðugar aðferðir til að hressa upp á heimilið

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Smáatriðin geta breytt öllu á heimilinu.

Nokkur vel úthugsuð smáatriði geta gefið heimilinu nýjan og fjörlegri lit.

Það er aldrei of mikið af púðum á nokkru heimili.

Líftími afskorinna blóma lengdur
Afskorin blóm í vasa eru dásamleg og gefa heimilinu líf og lit. Þau lifa hins vegar ekki að eilífu en lengja má líftíma þeirra með því að safna saman blöðunum af blómkrónunum og þurrka í skál. Ofan á þurr blöðin má síðan dreypa nokkrum dropum af ilmkjarnaolíu og skapa þannig góðan híbýlailm.

Tauservíettur og servíettuhringir
Tauservíettur er mjög vanmetið fyrirbæri. Það er einstaklega hátíðlegt og fallegt að sjá lagt á borð með tauservíettum. Allmargir eiga útsaumaða dúka eða blúnduskreytta og þeim fylgja iðulega servíettur sem mun minna eru notaðar en dúkarnir. Sumir eru svo heppnir að eiga gamla servíettuhringi og þeir setja enn meiri svip á borðið. Hinir geta spreytt sig á að búa til líflega og skemmtilega hringi úr alls konar efnum. Pappahólkar sem falla til úr klósett- og eldhúsrúllum eru góð uppistaða en perlur á bandi ganga líka.

Púðar af öllum stærðum
Púðar eru fallegir, hlýlegir og hafa heilmikið notagildi. Það er því aldrei of mikið af púðum á nokkru heimili. Margar konur hafa gaman af að búa til sína eigin púða og uppstaðan er oft minningar sem þær vilja varðveita. Gamlir dúkar eftir ömmu, eitthvað sem mamma saumaði út í æsku eða gömul föt af börnunum saumuð saman með bútasaumi. Þetta er auðvitað dásamleg leið til endurnýtingar og til að draga úr sóun. En minningum má koma á púða með öðrum hætti. Nú er víða hægt að fá ljósmyndir prentaðar á léreft og úr þeim má gera æðislega púða.

Texti / Steingerður Steinarsdóttir

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira