Ætla að leggja áherslu á það jákvæða í fréttum og lífinu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þótt þau Saga Ýr Nazari og Bjarki Steinn Pétursson séu ung að árum hafa þau upplifað meira en margir sem eldri eru. Þegar þau kynntust, fyrir einu og hálfu ári, voru þau bæði nýlega orðin edrú eftir margra ára neyslu áfengis og fíkniefna og stuttu eftir að þau kynntust kom Bjarki út sem trans maður. Í dag eru þau hamingjusamari en nokkru sinni fyrr og undirbúa nú útgáfu fyrsta heftis tímaritsins Góðar fréttir þar sem þau ætla einungis að flytja jákvæðar fréttir, enda segja þau að það skipti miklu máli fyrir vellíðan og andlega heilsu að leggja áherslu á það jákvæða í lífinu.

Auk viðtals við unga parið er viðtal við Ástu Steingerði Geirsdóttur sem festist á Spáni í miðjum COVID-faraldri. Einnig er rætt við náttúrufræðinginn Guðrúnu Bjarnadóttur sem rekur Hespuhúsið í Ölfusinu en þar litar hún band úr jurtum sem hún tínir í náttúrunni. Þangað er fólki velkomið að koma og skoða jurtalitunina, kaupa band og tylla sér í sófann með prjóna eða lesefni í hönd.

Í blaðinu er einnig að finna tískuþátt í íslenskri sveit sem ljósmyndarinn Annsy myndaði. Þá kíkti Vikan í Norska húsið í Stykkishólmi þar sem margt fallegt má sjá.

Svo er fjallað um mikilvægi þess að karlmenn kunni að hafa hemil á ferlíkinu, þ.e.a.s. það er ekki nóg að vera vel vaxinn niður heldur þarf líka að kunna til verka.

Þetta er brot af því sem má finna í nýjustu Vikunni sem er fjölbreytt og áhugaverð að vanda.

Kaupa blað í vefverslun >

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Bassafanturinn genginn út

Þröstur Jónsson, fyrrum bassaleikari pönkrokksveitarinnar Mínus, og Martina Klara, eru nýtt par.Parið skráði sig í samband í...

Nína ekki ólétt

Nína Richter ljósmyndari og rithöfundur og fyrrum kvikmyndagagnrýnandi á RÚV leiðréttir fjölda hamingjuóska í færslu sinni á...

Tvíburar Hörpu Kára og Guðmundar nefndir

Harpa Káradóttir,  förðunarfræðingur og eigandi förðunarskólans Make-Up Studio,og Guðmundur Böðvar Guðjónsson, eru búin að gefa tvíburasonum sínum...